Laumugull – vörur sem er vert að veita athygli

Við hjá Beautybox.is erum þeirrar gæfu njótandi að fá að prófa allskonar snyrtivörur. Það er okkur mjög mikilvægt að prófa vörur til þess að vita hvað við erum að tala um og til að geta aðstoðað ykkur sem allra best. Hér á eftir eru nokkrar vel valdar vörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur […]

Rå Oils tilraun með 6 einstaklingum í 3 mánuði.

Í byrjun árs auglýstum við eftir 8 einstaklingum til þess að taka þátt í tilraun sem við gerðum í samstarfi með íslenska húðvörumerkinu Rå Oils. Tilraunin fól í sér að nota einungis Acne Olíuna og Clear Skin hreinsirinn frá Rå Oils, og engar aðrar húðvörur í 3 mánuði. Það var mikill áhugi fyrir því að […]

Hvað leyndist í Tímalausa Beautyboxinu?

Nýjasta Beautyboxið okkar var sannkallað aföldrunar (anti-ageing) box en ó hvað okkur vantar fallegra orð fyrir það svo boxið fékk nafnið Tímalausa Beautyboxið. Í boxinu leyndust 5 vörur sem áttu það allar sameiginlegt að varðveita æskuljómann og vernda okkur gegn skaðlegum áhrifum umhverfisins. Vörurnar eru virkar, byggðar á vísindum og verndandi. Boxið var einstaklega veglegt […]

ChitoCare undraefnið úr hafinu – Viðtal við Sigríði Vigfúsdóttur framkvæmdarstjóra ChitoCare

Við höfum heyrt að margir tóku andköf af gleði að sjá nýja ChitoCare Anti Ageing Repair Serumið í fullri stærð í boxinu, enda ekki furða því serumið er að andvirði 9.750 kr, glænýtt og ótrúlega spennandi vara. ChitoCare Serumið er einstaklega rakagefandi, mjúkt og eins og hún Agnes okkar segir í sýnikennslunni hérna fyrir neðan […]

Meistari ávaxtasýranna Dr. Dennis Gross er mættur á Beautybox.is

Okkur þykir fátt skemmtilegra en að kynna fyrir ykkur nýjar vörur og ný merki með Beautyboxinu okkar en þetta er í 5 skipti sem við gerum það og alls ekki í það síðasta 😉. Í þetta skiptið erum við extra spennt því merkið er ekki bara nýtt hjá okkur heldur nýtt á Íslandi og hefur […]

Maskinn sem kom GLAMGLOW á kortið

Youthmud maskinn frá Glamglow leyndist í Beautyboxinu sem er einstaklega spennandi því hann er ástæðan fyrir því að Glamglow merkið komst á kortið. Það sem gerir maskana frá Glamglow einstaklega góða er að þeir eru meira en bara maskar, þeir eru meðferðir líka enda heita allir maskarnir þeirra Mask-Treatment. Þeir eru virkir og þeir virka. […]

Síðara, þykkara og heilbrigðara hár með Hairburst Volume & Growth Elixir

Ég skil manna best þörfina fyrir það að blása, krulla og slétta hárið, enda jafnast fátt á við nýþvegið og fallega mótað hár. Hitinn getur aftur á móti skaðað á okkur hárið og ef þú ert ein af þeim sem er alltaf að safna en ekkert gerist þá er hitavörnin klárlega besti vinur þinn. Því […]

Hver er munurinn á kemískri sólarvörn og steinefna sólarvörn?

Í Tímalausa Beautyboxinu leyndist að sjálfsögðu sólarvörn, því þetta væri ekki alvöru „anti-ageing“ box nema það væri sólarvörn í boxinu enda er sólarvörnin það eina sem þú ættir aldrei að sleppa ef þú vilt komst hjá ótímabærum einkennum öldrunar. En sólin er einmitt ábyrg fyrir 90% af ótímabærri öldrun húðarinnar og það er ekki bara […]

Lærðu að farða þig eins og J-Lo með Sensai

Helga Kristjáns­dótt­ir förðun­ar­meist­ari kenn­ir okk­ur helstu trix­in til að vera eins og söng­kon­an J-Lo. J-Lo er þekkt fyrir að vera með ljómandi fallega og sólkyssta húð, smokey augnförðun og ferskjulitaðar varir. Förðunin er falleg og djörf og ýtir svo sannarlega undir sjálfstraustið. Við mælum með að prófa og jafnvel skarta þessari fallegu förðun við gott […]

Augnförðun 101 með Helgu Kristjáns og SENASAI

Í tilefni SENSAI daga í netversluninni 9-12. apríl okkar sýnir Helga Kristjánsdóttir fallega augnförðun með SENSAI. Í myndbandinu notar Helga eftirfarandi vörur sem eru allar hér fyrir neðan: Highlighting Concelar – 02 Translucent Loose powder – einn litur Total Finish TF203 Augnskuggapalletta – 03 Petal Dance Bronzing Powder 02 Liquid Eye Liner 02 Lash Volumiser […]

1 flaska af Bioderma Sensibio H2O selst á 2 sekúndna fresti

Glöggir hafa tekið eftir því að franska apótekaramerkið Bioderma er mætt til okkar á Beautybox.is. En þó svo merkið sé nýtt hjá okkur þá hefur það fylgt okkur lengi en við mæðgurnar höfum notað Bioderma Sensibio H2O hreinsinn sem leyndist í Ljómandi Beautyboxinu í um 9 ár! Agnes Björgvins fer yfir Ljómaboxið með okkur 🙂 […]

Tiktok Glossinn sem allir eru að missa sig yfir

Lifter Glossinn frá Maybelline hefur verið að gera allt vitlaust á Tiktok síðustu mánuði. Glossinn er loksins kominn til Íslands og var að sjálfsögðu í Ljómandi Beautyboxinu. Við mælum með að kíkja á Tik Tok og leita af #liftmymood :). Agnes Björgvins fer yfir Ljómaboxið með okkur 🙂 Lifter Gloss sýnikennslan byrjar á 05:50. Lifter […]

Ljómandi og sólkysst húð með My Clarins Re-Boost

Við höfum sagt það áður og segjum það aftur, við elskum lituð dagkrem. Það er einfaldlega vara sem flestir geta notað og gerir svo mikið fyrir okkur án þess að vera of flókin eða fyrirferðarmikil. Í Ljómandi Beautyboxinu okkar leyndist einmitt nýjasta litaða dagkremið okkar frá My Clarins. Agnes Björgvins fer yfir Ljómandi Beautyboxið með […]

Ljómandi hrein húð með Supermud frá Glamglow

Einn vinsælasti maski í heiminum Supermud frá Glamglow leyndist í Ljómandi Beautyboxinu. Glamglow var stofnað árið 2010 hjónunum Glenn og Sharon Dellimore fyrir Hollywood stjörnur og kom Supermud maskinnn út árið 2013 og varð samstundis mest selda húðvara Sephora í sögu verslunarinnar. Nú 9 árum síðar er maskinn enn á top listum allstaðar þegar kemur […]

Segðu fyrirgefðu við hárið þitt með Lee Stafford

Lee Stafford hárvörurnar er nýjasta hárvörumerkið okkar á Beautybox.is en vörurnar höfum við þó þekkt lengi. Nýjasta lína Lee Stafford heitir Hair Apology og vorum við svo heppin að fá að leyfa ykkur að kynnast vörulínunn í Ljómandi Beautyboxinu en í því leyndist vara í fullri stærð Hair Apology Power Shots að andvirði 3.950 kr. […]

Kremaugnskugginn frá Bobbi Brown sem endist allan daginn

Það var þvílík lukka að fá vöru frá lúxus vörumerkinu Bobbi Brown í Ljómandi Beautyboxið okkar. Við erum miklir Bobbi Brown aðdáendur enda eru vörurnar fallegar, vandaðar og með frábærum innihaldsefnum. Bobbi Brown Long Wear Cream Shadow Stick í litnum Golden Bronze leyndist í boxinu en það sem er svo frábært við augnskuggann er að […]

Tilfinningalegar bólur

Við höfum flest lent í einhverskonar áföllum í lífinu, stórum eða smáum. Hvort sem það voru sambandsslit, vinnumissir, vinamissir, mikið álag eða annað sem kemur okkur í uppnám. Margir kannast örugglega við að með auknu álagi fer húðin í rugl. Það er líka alveg týpískt að lenda í því að fá eina stóra jólabólu eða […]

Vinsælustu vörur Beautybox.is árið 2020.

Árið 2020 var undarlegt en við erum afar þakklát fyrir það hversu marga nýja frábæra viðskiptavini við höfum eignast á árinu. Árið 2020 var árið þar sem margir lærðu að versla á netinu og njóta þess að skoða og fræðast um snyrtivörur á netinu. En við höfum tekið saman vinsælustu vörurnar okkar árið 2020 og […]

SOS bjargar húðinni þegar hún er rakaþyrst!

Gott rakakrem er gulls í gildi og í þessum hitabreytingum þá veit húðin okkar einfaldlega ekkert hvað hún á að gera. Eina vikuna er -7 gráður og hina +7. Rakastigið er líka óútreiknanlegt en oftast er það mjög þurrt. Við förum úr heitum húsum út í kulda, rigningu og rok og húðin okkar hér á […]

Rakagefandi brúnka frá St. Tropez

Við elskum að vera með smá lit á okkur. Það er bara eitthvað við smá brúnku sem gefur okkur smá auka sjálfstraust og gleði. Við dýrkum líka rakagefandi vörur og sameinar St. Tropez brúnkugelið sem var í Beautyboxinu þessa 2 hluti á frábæran hátt. Það besta við St. Tropez Express brúnkugelið er að það þarf […]

Mest seldi maskari Maybelline í Beautyboxinu!

Við ELSKUM maskara! Enda ljóshærðari en allt og með hvít augnhár og algjörlega glærar án uppáhalds vörunnar okkar. En það eru fleiri konur sem elska maskara og voru konur byrjaðar að dekkja á sér augnhárin 4000 ár fyrir Kr. Það er bara eitthvað extra við það að leggja áherslu á augun okkar og draga athygli […]

Gæði og fegurð frá Nailberry

Nailberry nagalalökkin hafa heldur betur slegið í gegn hjá okkur og það kemur okkur svo sannarlega ekki á óvart. Nailberry naglalökkin eru ekki bara ótrúlega falleg, og þá meinum við bæði litirnir og umbúðirnar heldur eru þau einfaldlega bara frábær að öllu leiti. Við vorum því himinlifandi yfir því að hafa þau í Beautyboxinu okkar, […]

Shiseido í Beautyboxinu! – nýtt merki

Með Beautyboxinu fylgdu aldeilis skemmtilegar fréttir en Shiseido fæst nú á hjá okkur á Beautybox.is og í boxinu leyndist Shiseido ModernMatte Powder Lipstick lúxusprufa í litnum Coctail Hour eða Kitten Heel. Shiseido er japanskt merki sem var fyrst stofnað árið 1872 af lyfjafræðingnum Arinobu Fukuhara. Saga Shiseido er einstaklega falleg og hvetjandi en stefna Shiseido […]

Hvernig er hægt útskýra snyrtirútínuna fyrir karlmönnum

Smá húmor fyrir helgina 🙂 Snyrtivöruheimurinn getur verið ansi flókinn og við efumst ekki um að það séu margir karlmenn (og reyndar alveg örugglega margar konur líka) sem geta stutt sig við eftirfarandi grein þegar útskýra skal snyrtirútínuna. Til að einfalda málið fengum við lánaða grein frá Múrbúðinni sem heitir „Góð ráð við málun á […]

Hvað leyndist í BÚST! Beautyboxinu

BÚST! Beautyboxið kom út á dögunum og erum við ótrúlega stolt af þessu boxi. Við viðurkennum að við erum alltaf smá stressuð þegar við gefum út box, enda margra mánaðar vinna á bak við boxin og viljum við passa að halda þeim spenanndi og veglegum í hvert skipti. BÚST! Beautyboxið var einmitt smá öðruvísi box […]

Vitamin Glow Primerinn frá Smashbox – og eplið

Vitamin Glow farðagrunnurinn frá Smashbox var í BÚST! Beautyboxinu okkar því hann er einfaldlega frábær og þvílíkt vítamín BÚST! fyrir húðina okkar. Farðagrunnar hafa aldrei verið vinsælli en nú í dag og er Smashbox einmitt þekktast fyrir það að vera með frammúrskarandi farðagrunna fyrir allar húðtegundir. Vitamin Glow er nýjasti farðagrunnurinn þeirra og hefur svo […]

Lífrænar, dásamlegar og umhverfisvænar vörur frá Mádara

Ef það var eitthvað í BÚST! Beautyboxinu sem allir geta notað þessa dagana þá var það Mádara ANTI handsprittið. Handspritt er svo sem ekki mest spennandi snyrtivara í heiminum, en hey – sú allra  nauðsynlegasta þessa dagana og á svo sannarlega við. Mádara gaf út ANTI línuna fyrr á árinu til að svara eftirspurn eftir […]

Kraftaverkaseiðið Advanced Night Repair í endurbættri útgáfu

Já við höfum oft spjallað um Advanced Night Repair áður, en það var einmitt í jólaboxinu okkar í fyrra. Þegar okkur bauðst að hafa það aftur í BÚST! Beautyboxinu þá hugsuðum við okkur 2x um því við viljum nú ekki hafa það að vana að endurtaka okkur. EN Advanced Night Repair er nú engin venjuleg […]

Hvítari tennur með Mr. Blanc

Mr. Blanc tannkremið kom örugglega mörgum á óvart í BÚST! Beautyboxinu okkar enda var vörumerkið ekki komið í sölu hjá okkur fyrr en við sendum boxið frá okkur, því var það extra óvænt ánægja að kynna merkið og vöruna með boxinu. En ef það er eitthvað sem við höfum lært af Hollywood stjörnunum þá er […]

SENSAI förðun fyrir alla eftir Helgu Kristjáns

Ný sýnikennsla í boði SENSAI eftir Helgu Kristjáns. Nú notar Helga, lúxusfarðann okkar CP Cream Foundation.  Hann er þéttastur af kremförunum sem við erum með og er uppbyggjandi. Helga byrjar á því að undirbúa húðina með Micro Mousse. Hvað er Micro Mousse? Loftkennd froða sem inniheldur örsmáar kolsýrðar loftbólur sem eru minni en húðholurnar. Þannig kemst […]

Gunna ameríska – viðtal við snyrtivöru drottningu Íslands

Þegar við hittum Gunnu fyrst þá vorum við algjörlega heillaðar. Gunna er einu orði sagt stórglæsileg og ástríðan fyrir snyrtivörum algjörlega skín af henni. Það er alveg ómetanlegt að fá að læra af einni reynslumestu konu landsins þegar kemur að snyrtivörum. Ég spurði Gunnu hvort ég mætti ekki taka við hana smá viðtal því hennar […]

Leyndarmálið á bak við ljómandi húð.

Undirstaðan að fallegri förðun er eins og við vitum flest húðumhirða, en húðvinna er alveg jafn mikilvæg.   Grunnvinna í förðun og réttu vörurnar skipta sköpum þegar kemur að því að láta förðunina endast liðlangan daginn og líta lítalausa út. Smashbox var búið til í ljósmyndastúdíói í Los Angeles og sérhæfir merkið sig í farðagrunnum […]

Mjúkur grafískur eyeliner – afmælisförðun Beautybox.is

Í tilefni þess að Beautybox.is er ÞRIGGJA ára vildum við gera skemmtilega förðun. Það er hægt að leika sér svo ótrúlega mikið þegar kemur að förðun og í þessari sýnikennslu gerðum við grafískan eyeliner.   Fókusinn var á augunum hér og þá er mikilvægt að augabrúnirnar séu einnig fallegar. Við notuðum Max Factor Brow Revival […]

No Makeup Makeup í örfáum skrefum

Í nýjustu sýnikennslunni okkar gerðum við no makeup makeup. Frískleg förðun sem hentar öllum vel hvenær sem er.   Til að undirbúa húðina notuðum við Nip+Fab C vítamín maskann. Þessi maski er einstaklega góður til að nota áður en þú farðar þig. Maskinn breytir daufu yfirbragði húðarinnar, gerir húðina bjartari, rakameiri og jafnar húðlitinn. Hafið […]

Next Level Beautyboxið

Next Level Beautyboxið innihélt 7 vörur sem taka húð, hár og naglaumhirðuna á hærra stig! Vörurnar völdum við út frá innihaldsefnum og eiginleikum sem gera þær einstakar og höfum við því skrifað sér blogg fyrir hverja og eina vöru sem er hægt að nálgast neðst í þessu bloggi. Að vana leyndist súkkulaði í boxinu og […]

Origins GinZing litað dagkrem sem gefur húðinni orkuskot

Við einfaldlega elskum lituð dagkrem og þá sérstaklega á sumrin. Þau eru auðveld í notkun og gefa manni frísklegt og náttúrulegt útlit með því að næra og litaleiðrétta húðina. Origins GinZing SPF 40 litaða dagkremið hefur á undanförnum mánuðunum gjörsamlega rokið úr hillunum okkar og var því hin fullkomna vara í NEXT LEVEL Beautyboxið. Ef […]

Undraefnið C-Vítamín og af hverju þú ættir að bæta því í húðrútínuna þína

Okkur langaði svo að kynna fyrir ykkur ofurefnið C-vítamín í NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar og þá sérstaklega þar sem það var Retinol frá Elizabeth Arden í því líka. En að nota C-vítamín á morgnanna og Retinol á kvöldin er talin algjör bomba í baráttu við ótímabærri öldrun húðarinnar. Því vorum við ótrúlega glöð að fá […]

7x meiri raki með Sensai Absolute Silk

Ó hvað við vorum glöð þegar við fengum Sensai Absolute Silk Kremið í boxið okkar en þessi dásemd bættist við aðeins á síðustu dögum og setti klárlega punktinn yfir i-ið á NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar. Það sem við höfum komist að eftir að við tókum Sensai inn til okkar er að allt of fáir vita […]

Hvað er Retinol og af hverju var Elizabeth Arden Retinol í NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar?

Þeir sem fylgjast vel með hafa kannski heyrt talað um Retinol áður en ekki þorað að prófa né séð ástæðu fyrir því að bæta við enn einni vöru í húðrútínuna sína. En ef það er eitthvað innihaldsefni sem er MAGNAÐ þá er það Retinol sem er klíníska nafnið á A vítamíni. Elizabeth Arden Retinol serumið […]

Ethique – byltingarkennt merki í kubbaformi – sem virkar!

Ef það er eitthvað sem okkur finnst gaman að gera með Beautyboxunum okkar þá er það að kynna ykkur fyrir nýjum merkjum og leyfa ykkur að prófa vörur sem eru byltingarkenndar og öðruvísi. Við vorum því einstaklega ánægð þegar nýsjálenska merkið Ethique vildi vera í NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar. Ég viðurkenni það fúslega að upp […]

Sterkari og fallegri neglur með OPI Nail Envy

Ef það er eitthvað sem undirskrifuð hefur verið í vandræðum með þá eru það neglurnar á höndunum (á meðan táneglurnar eru sterkari en stál) en oftar en ekki hef ég kallað fingurna mína forritaraputta því neglurnar vaxa ekki og naglalakk helst ekki á þeim. Partur af því er kannski að mér þykir fátt erfiðara en […]

Sumarleg og falleg förðun með Maybelline – nýjasta förðunarmerkinu okkar

Maybelline er mest selda förðunarvörumerki í heiminum og býður uppá fallegar förðunarvörur sem eru aðgengilegar fyrir alla. Í tilefni þess að Maybelline er nú fáanlegt á Beautybox.is ákváðum við að gera létta sumarförðun með Maybelline vörum í nýjustu sýnikennslunni. Kaupauki fylgir ef verslaðar eru 2 eða fleiri vörur frá Maybelline – en þá fylgja með […]

Sensai Bronzing Gelið notað á 4 vegu

Bronzing Gel er vinsælasta vara Sensai (og Beautybox.is) og það kemur sko ekki á óvart. Bronzing gelið er litað gel sem veitir raka og ljóma, það gefur þér hið fullkomna sólkyssta útlit og er hægt að nota gelið á ýmsa vegu. Við ákváðum að taka saman nokkrar leiðir til að nota gelið og sýna ykkur […]

Þykkara hár á 10 sekúndum með Nanogen hártrefjunum

Í nýjustu sýnikennslunni okkar sýnum við hvernig hægt er að nota Nanogen Hair hártrefjana til að láta hárið virka þykkara og heilbrigðara. Það getur verið einstaklega viðkvæmt þegar við fáum hárlos eða hárið fer að þynnast. Algengt er að konur fái hárlos eftir meðgöngu, þynningu í kollvikum og framarlega í hliðunum. Á meðgöngu margfaldast kvenhormónarnir í […]

Hver er munurinn á rakakremi, dagkremi og næturkremi?

Í frumskógi snyrtivaranna er ekki nema von að við höfum fengið þessa spurningu oft. Því er löngu kominn tími á blogg sem að útskýrir hver munurinn er á rakakremum, dagkremum og næturkremum og af hverju við ættum að vera að pæla í þessu. Er ekki bara eitt krem nóg? Eða er þess virði að eiga […]

Augabrúna sýnikennsla

Í sýnikennslu vikunnar fórum við yfir þrjár leiðir til að fylla í augabrúnirnar.  Fyrsta leiðin er góð fyrir þær sem vilja ekki hafa of mótaðar augabrúnir en vilja samt sem áður fylla aðeins inní þær. Við notuðum augabrúnablýant frá Sensai í litnum Taupe Brown. Til að fá látlausan lit í augabrúnirnar þá strjúkum við pennanum […]

Soft Halo förðun

Í sýnikennslu vikunnar gerðum við skemmtilega halo förðun Við sýndum ákveðna aðferð við augnförðun, að nota augnblýant til að búa til lögunina sem við viljum og svo augnskugga yfir. Mikilvægt er að nota augnskuggagrunn sem er ekki of þurr þegar þessi aðferð er notuð, til að auðvelda það að dreifa úr augnblýantinum. Einnig er mikilvægt […]

Rakadropar sem gefa hárinu extra rakabúst.

Við áttum alltaf eftir að spjalla um Miracle Drops hármaskana frá John Frieda sem að ruku út hjá okkur fyrir jólin eftir að þeir voru í Rakabombu Beautyboxinu. Miracle drops maskarnir eru einstaklega þægilegir þar sem þeir koma í litlum einingum og er því frábær vara fyrir þær sem að vilja prófa og læra að […]

Af hverju er húðin þurr og pirruð í kuldanum?

Hver kannast ekki við það að húðin fari í algjört rugl í köldu veðri? Hún verður þurr, pirruð, rauð og allt í einu þó svo að hún sé að skrælna þá myndast samt bólur.. hversu ósanngjarnt er það til að toppa allt. Það sem getur gerst í köldu veðrið er að ysta lagið á húðinni […]

Förðun fyrir húð með rósroða

Við fáum rosalega oft spurningar hvaða farðar henta húð með rósroða svo við  fórum vandlega yfir vörurnar okkar og báðum Ingunni okkar um að gera sýnikennslu og skrifa þetta flotta blogg 🙂 vonandi kunnið þið vel að meta. Þetta blogg er aðeins með förðunaráð en ekki lækningu á rósroða. Ef þú heldur að þú sért […]

Lífs elexírinn – Estée Lauder Advanced Night Repair

Í tilefni Estée Lauder daga og því að við vorum svo heppin að Advanced Night Repair serumið var í jólaboxinu ætlum við að tala almennilega um lífs elexírinn, eins og vinkona okkar Guðrún Veiga kallar hann og segja ykkur aðeins frá sögu Estée Lauder. Estée Lauder vörurnar getur þú skoðað og verslað HÉR. Josephine Esther […]

Eyeliner – sýnikennsla

Í sýnikennslu vikunnar fórum við ítarlega í blautan eyeliner. Það er mikilvægt að nota augnskuggagrunn áður en þú setur eyeliner. Þá sérstaklega ef þú ert með olíukennd augnlok, annars getur augnförðunin farið að renna til. Augnskuggagrunnurinn sem við notuðum var Sensai Eye Lid Base, hann veitir ljóma og passar að augnförðunin haldist falleg. Eyelinerinn sem […]

10 mest seldu vörurnar árið 2019

Jæja það er kominn tími til að taka saman árið 😊 og ætlum við að fara yfir vinsælustu vörurnar okkar árið 2019. Þeir sem hafa áhuga á geta skoðað vinsælustu vörurnar okkar frá upphafi hér: https://beautybox.is/top-50/ Beautyboxin okkar eru mest seldu vörurnar okkar og gætum við ekki verið stoltari af þeim. Smelltu HÉR  til að […]

Hátíðarförðun

Desember er genginn í garð og við erum í hátíðarskapi. Sýnikennsla vikunnar sýnir hátíðarförðun með fallegum rauðum vörum. Fyrir húðina notuðum við Sensai Glowing Base, farðagrunnur með perlukenndum lit. Þessi farðagrunnur leiðréttir húðlit og veitir fallegan ljóma. Hægt er að bera farðagrunninn á með höndunum eða með bursta. Þegar við notum ljómandi farðagrunn undir farða […]

Ljómaserum frá ljóma merki!

Það fyrsta sem kemur í hugan þegar við tölum um snyrtivörumerkið BECCA er LJÓMI, ljómi og meiri ljómi! En ef BECCA er þekkt fyrir eitthvað þá er það að gefa út fallegar og ljómandi förðunarvörur úr góðum innihaldsefnum. Becca var stofnað árið 2001 í Ástralíu en merkið gjörsamlega sprakk út árið 2015 þegar Jacklyn Hill […]

Mjúkir fætur með Baby Foot rakamaskanum

Svona rétt áður en Jóla Beautyboxið okkar kemur út þá ætlum við að klára að fara yfir vörurnar sem voru í Rakabombu Beautyboxinu – enda kominn tími til! En þeir sem voru svo heppnir að næla sér í Rakabomu Beautyboxið fengu einmitt rakafótamaska frá Baby Foot í boxinu. Fæturnir eru oft þeir hluti líkamans sem […]

Sterkir litir – sýnikennsla

Í nýjustu sýnikennslunni sýndum við skemmtilegt 80’s lúkk með sterkum litum. Sýnikennslan var gerði í samstarfi við MS þar sem að 85 ballið er á fimmtudaginn, en allir þeir sem að vilja læra að nota sterka liti í förðun ættu að geta dregið góð ráð frá sýnikennslunni.   Við notuðum pallettuna L.A. Cover Shot frá […]

Rakamaskinn sem bjargar húðinni

Jæja nú er kominn tími til að fara almennilega í gegn um vörurnar sem voru í Rakabombu boxinu okkar og langar okkur að byrja á Origins Drink Up Intensive næturmaskanum sem að hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá okkur. Gleðin var mikil þegar Drink Up maskinn var staðfestur í boxið enda hefur hann verið […]

Kvöldförðun – sýnikennsla

Í sýnikennslu vikunnar fékk ég hana Margréti Thelmu til mín og við vildum bara ýta aðeins undir fegurð hennar með fallegri kvöldförðun.     Við lögðum áherslu á fallega húð með ekki of mikilli þekju og völdum því Estée Lauder Daywear, litaða dagkremið, í staðin fyrir meik. Þetta dagkrem aðlagar sig að þínum húðlit og […]

Húðumhirðu ráð fyrir unglinga – eða þá sem eru að byrja :)

Við fengum fyrirspurn um að gera sýnikennslu þar sem við förum yfir húðumhirðu ráð fyrir unglinga en hver sem er sem er nýr í þessum efnum getur nýtt sér ráðin hér í blogginu:) *** Það er svo mikilvægt að þrífa húðina, þrátt fyrir það að þú farðir þig ekki þá leynast óhreinindi í umhverfinu sem […]

Bólur, sem eru ekki bólur! Virkar ekkert? – Lestu færsluna

Við fáum svo ótrúlega margar fyrirspurnir frá ykkur um húðvandamál og við metum það mikils að þið treystið okkur fyrir þeim spurningum. Við skiljum það vel því að oft getur því verið gott að leita sér ráða á netinu í stað þess að mæta í verslun þar sem einhver grandskoðar á manni húðina og gefur […]

Snöggt húðdekur fyrir kvöldförðun

Í sýnikennslu vikunnar fórum við yfir nokkur skref til þess að hreinsa húðina eftir daginn og undirbúa hana fyrir kvöldförðun til þess að húðin sé extra flott og rakamikið ef þú ert að fara eitthvað extra fínt.   Nadía kom til mín með litað dagkrem og sólarpúður sem hún hafði verið með yfir allan daginn. […]

Face Halo – Byltingarkenndur farðahreinsir sem þrífur allt af – aðeins með vatni.

Face Halo er nýjasta viðbótin hjá Beautybox vefverslun. Face Halo er ástralskt merki en framleiðslan fer fram í  Suður Kóreu. Á þessum tveimur árum sem Face Halo hefur verið í sölu hefur það unnið til ýmsa verðlauna og verið notað af frægum förðunarfræðingum. Andlit Face Halo er einmitt YouTube förðunarstjarnan, Chloe Morello. Sjálfbærni er í […]

Af hverju er hárlos algengt eftir meðgöngu? Og hvað er því til ráða.

Áður en ég deili með ykkur upplýsingum sem ég dró meðal annars upp úr grein frá Karen Elvu Smáradóttir vörumerkjastjóri Nanogen langar mig að dásama Nanogen vörurnar og segja ykkur stuttlega frá minni reynslu af þeim. Þrátt fyrir að vera ekki nýbökuð móðir þá hef ég notað Nanogen síðan að við tókum vörurnar í sölu […]

Kannt þú að nota Beautyblender? sýnikennsla

Í nýjustu sýnikennslunni sýnir Ingun Sig ykkur hvernig hægt er að nota beautyblender og mælum við með því að horfa á myndbandið hér fyrir ofan og lesa textann fyrir frekari leiðbeiningar.    Fyrsta skrefið er að bleyta beautyblenderinn vel og kreista svo mesta vatnið úr honum, hægt er að nota þvottapoka til að kreista hann […]

Sýnikennsla fyrir sólkyssta húð – C-Pop dagar

Í nýjustu sýnikennslunni sýnir Ingunn Sig hvernig er hægt að nota nýjustu limited edition línuna frá Becca – C-POP. Afsláttarkóðinn C-POP gefur 25% afslátt af línunni út 12. september. *** Fyrir afmælislínu Becca var vinsælasta varan þeirra ljómapúrið Champagne Pop ljómapúðrið, útfært í fimm vörum. Púður í bæði föstu og lausu formi, silkidropar, líkamsstifti og […]

Dramatísk augnförðun

Í vikunni ákvað ég að sýna örlítið dramatískt lúkk á Kristínu Svabo. Ég byrjaði á því að blása hárið upp úr L’oréal Stylista #Blowdry efninu. Til að fá ennþá meiri lyftingu við andlitið og í hnakkann setti ég smá af L’oréal Stylista #Shorthair gelið í rakt hárið og kláraði blásturinn. Augnkremið Estée Lauder Advanced Night […]

Afmælisförðun Beautybox.is

Við áttum 2 ára afmæli 17. ágúst og trúum við varla hvað tíminn hefur liðið hratt – en bíðið bara við erum rétt að byrja 🙂 **************** Fyrir afmælisviku Beautybox ákvað ég að gera matta smokey augnförðun. Þar sem Ellen Helena vinnur sem flugfreyja og er með frekar þurra húð ákvað ég að byrja á […]

Förðunarráð fyrir dömur gleraugu

Í nýjustu sýnikennslunni förum við yfir nokkuð förðunarráð fyrir þá sem nota gleraugu. Það er að sjálfsögðu engin ein förðun sem hentar öllum gleraugum, það fer eftir persónuleika, augnumgjörð, gleraugum og margt fleira en hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað ykkur að draga fram það besta í ykkar fari. Fyrst og fremst er gott […]

Hvernig virkar eiginlega sjálfbrúnka? Allt um TAN ! #Sjálfbrúnka101

Eins og við höfum talað um áður þá hugsum við vel um húðina okkar á þessum bæ og í stað þess að steikja hana í sólinni þá elskum við góða sólarvörn og góða sjálfbrúnku. Við vorum svo heppin að ein okkar uppáhalds sjálfbrúnka var í Sumpartý boxinu okkar en það var St. Tropez Express froðan […]

Förðun með StylPro burstasettinu

Í sýnikennslu vikunnar sýni ég hvernig hægt er að nota nýja fallega burstasettið frá Stylpro. Burstasettið inniheldur átta bursta, fullkomið bæði sem byrjunarsett eða viðbót í burstasafnið. Mér finnst ávallt mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir hverja förðun og byrjaði ég því á að nota My Clarins Mattifying Cream, dagkrem sem gefur húðinni góðan raka […]

Náttúruleg förðun fyrir verslunarmannahelgina

Í sýnikennslu vikunnar ákvað ég að velja nokkrar vörur sem gefa frísklegt náttúrulegt lúkk fyrir verslunarmannahelgina. *Afsláttarkóðinn VERSLO gefur þér 20% afslátt af vörunum sem notaðar voru í sýnikennslunni út miðvikudaginn 7. ágúst. Fyrsta sem ég gerði var að spreyja L’oréal Stylista Beach Wave spreyjinu í hárið á Guðbjörgu, næst gerði ég fasta fléttu í […]

Brúðarförðun Vol II – sýnikennsla og ráð

Í nýjustu sýnikennslunni okkar sýnir Ingunn Sig brúðarförðun á Marín Möndu sem var algjör hetja að mæta til okkar 2 vikum fyrir settan dag. Það er einstaklega mikilvægt að undirbúa húðina vel og nota góð krem fyrir stóra daginn. Ég notaði L’oréal Age Perfect Cell Renaissance dagkremið. Þetta krem veitir húðinni góðan raka, ver húðina […]

Eyeliner sýnikennsla og sólkysst húð

Fyrir sýnikennslu vikunnar ákvað ég að sýna létta sólkyssta húð og brúnan eyeliner. Ég byrja á því að undirbúa húðina með Nip+Fab Teen Skin Salicylic Acid Day Pads, þetta eru bómullarskífur sem jafna yfirborð húðarinnar, draga í sig alla umfram olíu og veita raka. Ég strýk yfir andltiið með einni skífu og set svo rakagefandi […]

Hvernig þú getur farðað af þér nokkur ár 😊 – yngjandi förðunarráð.

Við erum heppnar að fá að eldast 😊 og að sjálfsögðu eldumst við allar eins og eðalvín og verðum betri með hverju árinu. En með aldrinum breytumst við líka og þurfum við því stundum að endurhugsa og breyta okkar förðunar venjum til þess að ná að draga fram það besta í okkar útliti. Bloggið er […]

Frá fegurðardís yfir í kvikmyndastjörnu – hvernig Ingunn Sig dregur enn betur fram fegurð Önnu Maríu – sýnikennsla.

Í nýjustu sýnikennslunni okkar sýnir Ingunn Sig hvernig hún dregur enn betur fram fegurð Önnu Maríu og sýnir okkur hvernig við getum tekið kvöldförðunina okkar á næsta level 🙂 Hér á eftir segir hún ykkur betur frá hvernig og af hverju og neðst eru svo vörurnar sem hún notaði. **** Fyrir sýnikennslu vikunnar bað ég […]

Blautt púður? hvers konar galdrar eru það eiginlega?

Við ætlum að halda áfram að fara yfir vörurnar sem voru í Sumarpartý Beautyboxinu og næst ætlum við að kynna betur fyrir ykkur Becca Hydra Mist Set & Refresh púðrið sem var í boxinu. Púður er vara sem að vanalega er ekkert sérlega spennandi eða nýjungagjörn en Becca Hydra Mist púðrið er svo sannarlega ólíkt […]

Ferskjulituð augnförðun – sýnikennsla

Í sýnikennslu vikunnar ákvað ég að gera frísklega húð og litaglaða augnförðun með fallegu Smashbox LA Cover Shoot pallettunni. Í sýnikennslu vikunnar ákvað ég að gera frísklega húð og litaglaða augnförðun með fallegu Smashbox LA Cover Shoot pallettunni. Mér finnst undirbúningur húðarinnar ávalt vera það mikilvægasta fyrir hverja förðun, ég ákvað að nota Nip+Fab Kale […]

Dagförðun breytt í kvöldförðun í nokkrum einföldum skrefum.

Í þessari sýnikennslu sýni ég auðvelda hversdagsförðun og hvernig er fljótlega hægt að breyta henni í fallega kvöldförðun á Björgu Garðarsdóttur. Fyrir hversdagsförðunina byrjaði á því að undirbúa húðina með Glamglow Glowstarter, þetta dagkrem veitir húðinni raka ásamt náttúrulegum ljóma. Liturinn sem ég notaði heitir nude glow og hentar hann flestum. Max Factor Miracle Touch […]

Brúðarförðun – hvað er mikilvægt að hafa í huga?

Ingunn Sig gerði þessa fallegu brúðarförðun og í þessu bloggi fer hún betur yfir hvað hún gerði og af hverju 🙂 Mælum með að lesa. Förðun og umsjón Ingunn Sig Módel: Dísa Pétursdóttir Húðin er það mikilvægasta þegar kemur að brúðarförðun og er því mikilvægt að undirbúa hana einkar vel fyrir þennan stóra dag. Glamglow […]

Ávaxtasýru skífur! Hvernig á að nota þær og af hverju?

Við ætlum að byrja að fara yfir vörurnar sem voru í Sumarpartý Beautyboxinu okkar sem kom út í byrjun mánaðar og fyrstu vörurnar sem okkur langar að kynna fyrir ykkur eru Nip+Fab ávaxtasýruskífurnar og primer maskinn sem voru í boxinu. Ávaxtasýrur Ávaxtasýrur hafa verið áberandi í húðumhirðu umræðunni á síðustu árum og þeir sem fylgjast […]

Secret Solstice innblástur með Crystalized frá Smashbox

SMASHBOX DAGAR – allar Smashbox vörur eru á 20% afslætti út mánudaginn 10. júní í tilefni þess að það var að koma út ný lína frá þeim sem heitir Crystalized. https://beautybox.is/smashbox/ Ingunn Sig sýnir ykkur hér förðun með nokkrum af vörunum í línunni. Nýju vörurnar eru fullkomnar til þess að nota á Secret Solstice sem […]

StylPro sýnikennsla – 22 hreinir og þurrir burstar á nokkrum mínútum.

Ef þið eruð forvitin um StylPro græjunar þá mælum við með því að kíkja á myndbandið hér fyrir neðan þar sem Ingunn Sigurðardóttir sýnir ykkur hvernig þær og hreinsivökvinn virka. Mælum einnig með að kíkja á þetta blogg hér: https://beautybox.is/stylpro-hreinir-og-thurrir-fordunarburstar-a-30-sek/ ef þið viljið vita meira um af hverju það er mikilvægt að þrífa burstana ykkar […]

Uppáhalds maskarinn þinn – á sterum?

Maskarar eru ein mest notaðasta förðunarvaran í heiminum og eigum við það flestar sameiginlegt að þó svo við málum okkur ekkert mikið, eða kunnum ekkert of vel á allar þessar förðunarnýjungar þá er maskari samt alltaf klassískur og kunnum við flestar að skella honum á. En við erum líka eins mismunandi og við erum margar […]

Matt vs Ljómi – sýnikennsla

Í nýjustu sýnikennslunni hennar Ingunnar Sigurðardóttur farðar hún Thelmu Karítas Halldórsdóttur matta á einni hliðinni og ljómandi á hinni til þess að sýna ykkur muninn á vörunum sem hún notar til að ná fram mattri eða ljómandi lokaútkomu. Hér sjáið þið muninn á mattri förðun og ljómandi förðun 🙂  að sjálfsögðu er hægt að blanda […]

StylPro – hreinir og ÞURRIR förðunarburstar á 30 sek?!

Við höfum áður skrifað blogg um það hversu mikilvægt það er að þrífa förðunarburstana okkar en þetta er málefni sem að við höfum sérstakan áhuga á. Förðunarburstar eru gróðrarstía fyrir bakteríur, og þá sérstaklega þeir sem við notum í blautar vörur svosem farða. Við fáum ótal spurningar um húðumhirðu, en hver er tilgangurinn í að […]

Hvað er serum og til hvers er það notað?

Ein algengasta spurningin sem við fáum hér á Beautybox.is er: Hvað er eiginlega serum? Til hvers ætti maður að nota það? Svo ef þú ert að velta þessu fyrir þér þá ert þú svo sannarlega ekki ein – þar af leiðandi báðum við Margréti um að skrifa blogg fyrir okkur sem að útskýrir hvað „þetta […]

Tvær hliðar

Ingunn Sig fékk Brynju Gunnarsdóttur í stóllinn hjá sér og bað hana um að mála á sér hálft andlitið. Ingunn málaði svo hinn helminginn. Markmiðið með þessari sýnikennslu er ekki að sýna hvað hún Brynja gerði rangt, enda er ekkert rangt og rétt í þessum efnum, en notar Ingunn tækifærið til þess að sýna ykkur hvað […]

Hvernig farðagrunnur hentar þér best?

Við höldum áfram að fara yfir vörurnar í #bakviðtjöldin Beautyboxinu og nú ætlum við að segja ykkur betur frá Becca First Light farðagrunninum sem var í boxinu og er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Þegar að við völdum vörunar í #bakviðtjöldið Beautyboxið okkar fannst okkur mjög mikilvægt að hafa farðagrunn í boxinu þar sem að […]

Sýnikennsla þurr húð

Þeir sem eru með þurra húð kannast kannski við það þegar farðinn byrjar að flagna af á miðjum degi. En þegar þurr húð er förðuð skiptir undirbúningurinn mestu máli. Ingunn Sig sýnir förðun á þurra húð og hvernig gott er að undirbúa húðina svo hún haldi raka og sé ljómandi allan daginn. *Ef þið eruð […]

Fermingar hár og förðun

Ingunn Sig fékk frænku sína hana Kolbrúnu Birnu Burrell fermingarstelpu til þess að vera módel fyrir okkur. Við vijum taka það fram að fermingarstelpur þurfa að sjálfsögðu alls ekki að mála sig frekar en foreldrar leyfa og þær vilja, en fermingardagurinn er oft sá dagur sem að stelpur fá að farða sig í fyrsta skipti […]

Snyrtivörur á meðgöngu – hvað má nota og hvað skal forðast?

Á meðgöngu þarf að aðlaga sig að ýmsum hlutum til að hlífa litlu kríli sem vex og dafnar, t.d. með breyttu matarræði og drekka ekki áfengi. En það eru líka ákveðin innihaldsefni í snyrtivörum sem þarf að athuga með á meðgöngu. Sum innihaldsefni er best að hætta að nota en önnur innihaldsefni skal vara sig […]

Byltingarkennt andlitsvatn sem gefur frísklegt útlit.

Við höldum áfram að fara yfir vörurnar sem voru í #bakviðtjöldin Beautyboxinu okkar og næst ætlum við að segja ykkur af hverju við völdum St. Tropez Self Tan Purity Bronzing andlitsvatnið. Nú þegar við erum búin að fara yfir það af hverju sólarvörn sé það mikilvægasta í húðrútínunni þinni (hægt að lesa HÉR) þá verðum […]

Hvernig finn ég minn fullkomna rauða varalit?

Það getur verið erfitt að finna hinn fullkomna rauða varalit fyrir sig. Margir eru hræddir við að setja á sig rauðan varalit meðan sumir virðast ekki fara út án hans. Ég veit um margar sem hafa reynt að finna sinn besta lit en finnst það erfitt og vita ekki að hverju skal leita. Ég hef […]

Hitavörn: eitt mikilvægasta skrefið í hárumhirðu.

Við höldum áfram að fara yfir vörurnar sem að voru í #bakviðtjöldin Beautyboxinu en eins og þið vitið þá völdum við allar vörurnar út frá þeim eiginleikum að vera ákveðnar undirbúnings vörur eða vörur sem við vildum dreifa boðskap út frá. L‘oréal Stylista #sleek serumið var einmitt valið út af því að við vildum deila […]

Það besta sem þú getur gert til þess að sporna við ótímabærri öldrun húðarinnar!!

Nýjasta Beautyboxið okkar kom út fyrir rúmri viku síðan og ætlum við að fara ítarlega yfir allar vörunar í boxinu í næstu bloggum. Þemað á boxinu varð #bakviðtjöldin og voru allar vörurnar í boxinu valdar út frá þeim eiginleikum að vera ákveðnar undirbúnings vörur, eða í tilfelli EVY Daily UV Face Mousse – vara sem […]

#Bakviðtjöldin Beautyboxið

Hugmyndin af #bakviðtjöldin Beautyboxinu kviknaði út frá algengum spurningum sem við fáum frá ykkur. Hvernig á að nota primer? hvað er besta sem ég get gert til að koma í veg fyrir ótímanbæra öldrun húðarinnar? Af hverju slitnar hárið mitt svona? Hvað er eiginlega maskara primer? og hvernig get litið ferskari út?  Svarið við öllum […]

Becca Glow Sýnikennsla

Við viljum byrja á því að þakka ykkur fyrir truflaðar viðtökur á #BAKVIÐTJÖLDIN Beautyboxinu okkar sem að er uppselt í forsölu! Boxin fara í póst í dag og okkur hlakkar svo mikið til þess að að heyra hvað ykkur finnst! Nýjasta sýnikennslan okkar er í tilefni þess að Becca er mætt á Beautybox.is og er […]

Ljómandi húð í 5 skrefum – myndband

Það þarf ekki að vera flókið að framkalla fallega náttúrlega ljómandi förðun. Ingunn Sig gerði þessa einföldu en fallegu ljómandi förðun á Shezil Rivera með einungis 5 vörum og fer yfir hana í myndbandinu hérna fyrir neðan. Hægt er að fylgjast með Ingunni Sig hér: https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/ og Shezil hér: https://www.instagram.com/shezil_rivera/

Bjútítips sem þú ættir EKKI að fylgja!

Bjútítips sem maður rekst á eru misgóð. Sum virka frábærlega en önnur ekki neitt og sumum geta hreinlega verið slæmt að fara eftir. Í gegnum tíðina hef ég prófað og komist að mörgum góðum ráðum sem ég hef t.d. deilt með ykkur HÉR, en nú vil ég deila með ykkur hvaða ráðum er best að […]

Valentínusar förðun og hár

Ingunn Sig gerði þessa fallegu Valentínusar förðun fyrir okkur á Svönu Ottósdóttur og fer í gegn um hana skref fyrir skref hér fyrir neðan. Einnig er sýnikennsla fyrir hárið en krullurnar eru gerðar með krullujárninu frá Jean Louis David og er járnið sérstakt að því leiti að það er í laginu eins og byssa. Ingunni […]

Beauty förðun með Bobbi Brown Rose Nude og laus fiskiflétta – Sýnikennsla

Við erum ótrúlega stolt að kynna ykkur fyrir nýjasta meðliminn í Beautybox.is fjölskyldunni hana Ingunni Sig sem ætlar að gera fyrir okkur vikulegar sýnikennslur. Sýnikennslurnar birtast fyrst á Instagram og á Instagram story og koma svo hér inn á með link á allar vörurnar 🙂 Við ætlum ekki að hafa þetta mikið lengra heldur bara […]

Hver er munurinn á anti-aging vörum og vörum fyrir þroskaða húð?

Það er algengur misskilningur að halda að vörur sem eru merktar sem “Anti aging” séu aðeins fyrir þroskaða húð.  Anti aging þýðir nefnilega andstæða öldrunar og er því mikilvægasti punkturinn: Að fyrirbyggja er miklu betra og auðveldara en að laga og taka til baka. Anti aging vörur eru því sérstaklega hannaðar til þess að fyrirbyggja […]

Hátíðar Beautyboxið

Við erum svo ótrúlega stolt af nýjasta Beautyboxinu okkar sem er með hátíðar og gull þema. Fyrsta Beautyboxið okkar kom út í desember í fyrra og við gætum ekki verið þakklátari fyrir viðtökurnar frá ykkur. Að búa til vöru eins og Beautyboxið þar sem við hvetjum ykkur til þess að dekra við ykkur sjálfar er […]

Jólagjafa hugmyndir – sem klikka ekki

Nú þegar styttist í jólin þá langaði okkur að taka saman nokkrar skemmtilegar jólagjafa hugmyndir fyrir konur á öllum aldri. Að gefa konu snyrtivöru getur verið mjög persónulegt og ákveðið varasamt. Við mælum t.d. með því að forðast það að kaupa vörur sem heita „anti-ageing“ eða eru sérstaklega búnar til þess að laga ákveðin „vandamál“ […]

Þú getur líka notað snyrtivörurnar þínar til að gera þetta –

Það er hægt að nota svo margar snyrtivörur á annan hátt en þeim er ætlað. Ég hef tekið saman hér að neðan mínar uppáhalds hugmyndir um hvernig er hægt að nýta snyrtivörur á annan hátt. Ef þið vitið um fleiri leiðir til þess að nota snyrtivörur á óhefðbundinn hátt megið þið endilega deila þeim með […]

Primer: Það MIKILVÆGASTA í snyrtibuddunni. Sjáðu af hverju!

 Margar konur sem ég farða segjast aldrei eða sjaldan nota farðagrunn, eða primer eins og hann er stundum kallaður. Margar segjast ekki alveg skilja hvað farðagrunnur gerir eða hvernig á að nota hann, og vilja bara halda sig við sína förðunar rútínu og finnst farðagrunnur óþarfi.  „Primer“ þýðir í raun bara grunnur og skal hann […]

Hvernig á að ná fullkominni húð með förðunarsvamp?

Eitt heitasta trendið síðustu ár hefur verið að nota svampa, eins og t.d. Beautyblender og Miracle complexion frá Real Techniques, við förðun og hefur það trend algjörlega tekið yfir í förðunarheiminum. Þið hafið eflaust flest heyrt um þessa aðferð og gætuð jafnvel verið að nota hana sjálf. Hins vegar fæ ég reglulega spurningar um hvernig […]

Hvort þrífur þú húðina fyrir eða eftir hreyfingu?

Við lögðum fram spurninguna – „Hvort þrífið þið húðina ykkar fyrir eða eftir hreyfingu?“ á Instagram story í vikunni og niðurstöðurnar voru nokkuð merkilegar. 75% af þeim sem að svöruðu sögðust þrífa húðina eftir ræktina og 25% fyrir, en nokkrir sendu okkur skilaboð og sögðust gera bæði. Okkur fannst niðurstöðurnar mjög áhugaverðar og það hvatti […]

Af hverju ætti ég að bera á mig augnkrem?

Get ég ekki alveg eins notað andlitskremið mitt? Ég viðurkenni að þetta er hlutur sem ég er búin að hugsa um lengi. Æj af hverju ætti ég að vera að splæsa í einhverja pínu litla túpu af kremi, þegar ég get bara smellt andlitskreminu á allt andlitið og augun líka. En því meira sem ég […]

Hvenær renna snyrtivörur út og af hverju þarf að henda þeim?

Manstu hvenær byrjaðir þú að nota maskarann þinn? Eða hvenær þú keyptir þér nýtt púður? Við eigum það til að geyma snyrtivörur alltof lengi – og það getur verið hættulegt. Við gætum fundið eitthvað inn í skáp og munum ekkert hvenær við opnuðum það. Málið er að allar snyrtivörur renna út – og oft fyrr […]

Slæmur hárdagur – Hvað er til ráða?

Við eigum öll slæman hárdag einhvern tímann og lausnin fer eftir því hvert vandamálið er. Hér hef ég tekið saman nokkrar hugmyndir að auðveldum lausnum þegar kemur að slæmum hárdögum… Feitt hár Ráð númer eitt, tvö og þrjú er þurrsjampó! Allar konur ættu að eiga þurrsjampó inn í skáp – þá sérstaklega fyrir neyðartilfelli. Þurrsjampói […]

Mín bestu ráð við að pakka snyrtivörum fyrir ferðalag!

Það getur verið vesen að ferðast með snyrtivörur. Sumar pakkningar eru óþarflega stórar eða erfiðar í laginu, sumar snyrtivörur geta lekið og aðrar förðunarvörur eiga í hættu á að brotna á leiðinni og svo lengi mætti telja. Þannig hvernig er þá best að pakka snyrtivörum fyrir ferðalög? Hér að neðan gef ég mín bestu ráð […]

RapidRenew kornaskrúbbur í Sumar Beautyboxinu

Húðin okkar er alltaf að vinna. Á hverri mínútu deyja um 30.000 til 40.000 dauðar húðfrumur og undir þeim myndast nýjar húðfrumur. Húðin okkar getur átt erfitt með að með að losa sig við dauðu húðfrumurnar og verður þá yfirborð húðarinnar hrjúft, þurrt og líflaust. Ekki nóg með það heldur geta hár vaxið undir dauðu […]

Húðsnapparinn Ylfa Soussa prófaði allt áður en hún las sig til um fræðina á bak við húðumhirðu: Svaf með límband á bólunum, tannkrem, þykka drullu sem hún hnoðaði úr Lux sápustykki.

Fyrir og eftir mynd af Ylfu Pétursdóttur Soussa. Hver er Ylfa Húðsnappari? Ég er 42 ára 4 barna húsmóðir í New York og húðperri/húðvöruáhugamanneskja (á sterum) í hjáverkum. Ég er Árbæingur, elst af 5 systrum, (frægu Pétursdætturnar, pabbi okkar Iron-Pétur í Kók). En án gríns þá er ég búin að eiga í vandræðum með húðina […]

Leiðarvísir! Hvaða andlitshreinsir hentar þér best?

Ertu í vandræðum með að velja réttan hreinsi, þegar svona margir eru í boði? Gelhreinsar, mjólkurhreinsar, olíuhreinsar og svo framvegis. Allar þessar mismunandi tegundir af andlitshreinsum geta ruglað mann í ríminu og þá er oft erfitt að átta sig á hvað hentar sinni húð best og hvernig skal velja. Hér að neðan fer ég yfir […]

Beauty look með Revolution I ♡ Chocolate – Vice

Margrét okkar gerði þessa fallegu förðun á snappinu okkar um helgina í tilefni þess að við vorum að taka inn nýtt merki – augskugga pallettur frá Revolution – https://beautybox.is/revolution/ . Komið og fylgið okkur á snap því við ætlum að gefa 2 heppnum Makeup Revolution pallettu að eigin vali – @beautybox.is

Hvað er hægt að gera við bólóttri húð?

Það getur verið erfitt að eiga við bólótta húð og bólur í andliti geta haft virkileg áhrif á sjálfstraust fólks. Bólumyndun er ekki aðeins bundin við ákveðinn aldur, þó að það sé lang algengast að fólk fái bólur á unglingsaldri sem að hverfa svo, en það er alls ekki þannig fyrir alla. Bólur geta myndast […]

Festival makeup hugmyndir og möst

Í tilefni þess að nú er sumarhátíða tímabilið að byrja tók Margrét saman það sem henni þykir vera algjört möst fyrir festivöl á snappinu okkar í dag. Endilega verið vinir okkar þar líka = @beautybox.is. ** Hér eru nokkur tips fyrir 17. júní, Secret Solstice, Ísland á HM (!) og allar útihátíðirnar sem eru væntanlegar** […]

Mádara (*nýtt*) í Sumar Beautyboxinu

Við kynnum með stolti nýtt merki á Beautybox.is – Mádara ! Mádara húðvörurnar eru margverðlaunaðar og trúa stofnendur merkisins að með því að nota hrein, náttúruleg og virk innihaldsefni geta vörurnar hjálpað okkur að líða betur bæði að utan sem innan. Allar vörurnar frá Mádara eru með Ecocert vottun sem að þýðir að þær eru […]

Hugmyndir að brúðarförðun

Brúðarförðunin er ein mikilvægasta förðun ævinnar – ef ekki sú allra mikilvægasta. Á brúðardeginum eru teknar ótal myndir og maður eyðir deginum með öllum sínum nánustu. Allar viljum við líta sem best út á þessum mikilvæga degi – en hvernig á maður að velja förðunina fyrir daginn? Hver einasta brúðarförðun er einstök þó að farðanirnar […]

Rå Oils – viðtal við snyrtivöru frumkvöðulinn Fríðu Bryndísi

Í tilefni þess að rå oils var að fá nýtt útlit, ný nöfn og koma í fleiri stærðum þá tókum við smá viðtal við Fríðu Bryndísi Jónsdóttir, eina af stofnendum merkisins. rå oils hafa gjörsamlega slegið í gegn hjá okkur og erum við einstaklega spent fyrir nýja útlitinu en einnig erum við svo stolt af […]

Glimmer eyeliner – video

Þó svo að við höfum ekki komist áfram í undankeppninni í Eurovision þá ætlum við að sjálfsögðu samt að fagna Eurovision á laugardaginn. Margrét Magnúsdóttir bjó til þessa fallegu Eurovison augnförðun með vörum frá Max Factor og Glisten Cosmetics á snappinu okkar á þriðjudaginn. Hægt er að horfa sýnikensluna fyrir neðan.      

Baby Foot – mín reynsla – varúð myndir ekki fyrir viðkvæma!

Ef þið hafið ekki prófað Baby foot þá verðið þið að prófa – sérstaklega núna fyrir sumarið! Baby Foot var í mars Beautyboxinu og er öflug fótameðferð sem er einskonar gel með 16 innihaldsefnum. Innihaldsefnin leysa upp dautt skinn á fótunum og lætur það flagna af þannig að maður fær mjúka og fallega fætur eftir […]

Glamglow maskarnir – hvaða maski hentar þér best?

Glamglow maskarnir hafa heldur betur slegið í gegn enda hágæða vörur sem að skila árangri strax.  Glamglow varð til í Hollywood þegar að hjónin Shannon og Glenn Dellimore veltu því fyrir sér hvort það væri hægt að búa til snyrtivörur sem að gera húðina tilbúna fyrir myndatökur á nokkrum mínútum. Upprunnalega gáfu þau og seldu […]

Hin umtalaða kóreska húðrútína – 10 skref að fullkominni húð

Kóresk húðrútína hefur tekið yfir með stormi undafarin ár hér á Vesturlöndum og fengið gífurlegar vinsældir. Enda ekki skrýtið þar sem kóreskar húðvörur eru þekktar fyrir að vera ótrúlega góðar og innihalda góð innihaldsefni. En hvað felur þessi húðumhirða eiginlega í sér og er hún eitthvað öðruvísi en venjuleg húðrútína? Austur Asíulöndin hafa tekið fram […]

Glossy augnförðun – myndband

Í vikunni gerði Margrét Magnúsdóttir þessa fallegu augnförðun á snappinu okkar. Augnförðunin er mjög einföld og ættu allir að geta gert hana auðveldlega. Einnig sýnir Margrét hvernig hún mótar augabrúnirnar sínar með Max Factor Brow Shaper og Brow Styler ásamt því að hún kennir hvernig er best að setja á sig Duos og Trios augnhárin […]

Förðunar kennsla (video) – Rakakrem sem highlighter!?

Margrét Magnúsdóttir gerði þessa fallegu og litríku förðun á snappinu okkar í gær þar sem að hún notaði vörur frá Glamglow og Max Factor og bursta frá Real Techniques. Okkur þótti förðunin svo flott og mjög áhugavert hvernig Margrét notaði Glowstarter frá Glamglow bæði sem rakakrem og highligher og vildum því deila því hér með […]

Nýjar og byltingarkenndar vörur frá St. Tropez

St. Tropez gaf nýverið út 4 nýjar vörur sem að við erum ótrúlega spent yfir að vera komin með til okkar. Vörurnar eru kærkomin viðbót við St. Tropez fjölskylduna og eru 2 af þeim byltingarkenndar af því leiti að þær eru fyrsta sinnar tegundar á markaði. Ekki er verra að vörurnar, eins og allar aðrar […]

Eyeliner sýnikennsla – video

Margrét Magnúsdóttir var með eyeliner sýnikennslu á snappinu okkar í gær þar sem að hún sýndi skref fyir skref hvernig hún gerir blautan eyeliner. Eins og Margrét segir sjálf frá, þá er það hennar einkennis look að vera með eyeliner svo að við mælum með að horfa á videoið þar sem að hún deilir með […]

Hugmyndir að fermingargreiðslum og Stylista

Fermingardagurinn er skemmtilegur dagur og tækifæri fyrir fermingarstelpur til þess að hafa fallega greiðslu í hárinu og jafnvel að mála sig aðeins. Í ljósi þess að fermingar eru á næsta leiti eru hér nokkrar hugmyndir að fermingargreiðslum. Fermingargreiðslurnar eru allar auðveldar í framkvæmd og svo mætti auðvitað bæta við aukahlutum í hárið, eins og t.d. […]

HVAÐ VAR Í MARS BEAUTYBOXINU?

**ATH boxið er uppselt !** Mars Beautyboxið kom út fyrir þremur dögum og ég ætla að segja ykkur aðeins betur frá hvað var í því og nánar um vörurnar. Einnig var ég á Beautybox.is Snapchattinu í dag að tala um allar vörunar og sýna þær. Boxið kostaði 3.990 krónur en andvirði boxins er um 9.200 […]

Ávaxtasýrur á húðina – virka þær?

Vinsældir ávaxtasýra í húðvörum hafa stóraukist á undaförnum árum og rannsóknir komið fram sem sýna skilvirkni þeirra fyrir betri húð en hinsvegar eru margir sem vita ekki hver tilgangur þeirra er eða hvernig sé best að nota þær. Margir velta einnig fyrir sér hvaða gagn þær gera og hvernig þær virka fyrir húðina.   Með […]

Hvernig get ég málað mig sjálf meira eins og atvinnu förðunarfræðingur?

Að fara í förðun er algjör lúxus og gerir mun auðveldara að finna sig til fyrir ákveðið tilefni. Förðunin kemur einnig mun betur út á myndum og svo er bara svo ótrúlega þægilegt að láta mála sig. En flestar konur splæsa í förðun hjá förðunarfræðingi fyrir eitthvað sérstakt tilefni en ekki í hvert skipti sem […]

Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um snyrtivörur

Okkur finnst alltaf gaman að lesa um snyrtivörur svo við tókum saman nokkrar skemmtilegar staðreyndir. Estee Lauder er sögð hafa misst ilmvatnið sitt „óvart“ í miðri stórverslun verslun á háannatíma. Konunum í búðinni líkaði ilmurinn svo vel að þær komu upp að henni og spurðu hana um ilminn. Þannig náði hún sér í fyrstu kúnnana. […]

20 Beauty trikk sem þú þarft að vita!

Margrét Magnúsdóttir tók saman sín uppáhalds beauty trikk. Berðu á þig eina umferð af maskara og leyfðu honum að þorna aðeins. Berðu svo aðra umferð, en rétt áður en hann þornar ýttu hárunum upp með maskaragreiðunni. Með því að ýta hárunum upp þegar þau eru aðeins þornuð þá krullast þau margfalt og haldast þannig allann […]

Tvær áramótafarðanir í einföldum skrefum.

Hér á eftir sýni ég tvær áramótafarðanir í auðveldum skrefum sem hægt er að fylgja eftir, því það er alltaf gaman að sjá hvernig förðunarvörur koma út á andliti og fá hugmyndir um augnfarðanir. Allar vörunar sem ég notaði eru frá Max Factor og glimmerin frá Glisten Cosmetics. Athugið að þið gætuð þurft að aðlaga […]

Uppáhalds beauty tipsin ykkar😊

Förðunarfræðingurinn Fanney Dóra sem að heldur úti snappinu @Fanneydorav tók þeirri áskorun að mála sig á hverjum degi 12 daga fyrir jól. Verkefnið gerir hún í samstarfi við hin ýmsu förðunarmerki eða verslanir og það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með henni. Mánudaginn 18. desember var hún í samstarfi með okkur og gerði mjög […]

Hvernig er hægt að fríska upp á þreytulegt útlit?

Desember er æðislegur mánuður en aftur á móti getur hann tekið örlítið á útlitið. Hvort sem það er, kuldinn, flensan, jólaprófin, stress, þynnka, saltur matur eða aðrar ástæður fyrir því að maður lítur ekki alveg út á sitt besta þá eru hér nokkrar auðveldar leiðir til þess að fríska upp á útlitið fyrir næsta jólaboð. […]

Hvað leyndist í fyrsta Beautyboxinu?

**Eins og komið hefur fram áður þá átti Beautybox.is upphaflega að vera mánaðarlegt snyrtivörubox en hugmyndin breyttist og þróaðist og þann 17. ágúst opnuðum við netverslunina beautybox.is með 21 vörumerki. Vörumerkin eru nú orðin 26 og bætist ört í hópinn. Við höldum samt enn í upprunnalegu hugmyndina en nú gefum við út 4 Beautybox á […]

10 hlutir sem Margrét Magnúsdóttir mælir með fyrir jólahátíðina

Yfir aðventu, jól og áramót eru ótal boð og partý sem þarf að finna sig til fyrir. Auðvitað viljum við líta vel út án þess að þurfa að eyða of miklum tíma í að finna okkur til, enda er oftast er mikið um að vera yfir jólahátíðina. Í því tilefni hef ég valið tíu æðislegar […]

Algeng beauty-mistök sem þú gætir verið að gera!

Í þessari grein tala ég um algeng mistök þegar kemur að förðun, húðumhirðu og hári. Gæti verið að þú sért að gera eitthvað af þeim? Það er allavega ekkert mál að laga þau. Þú gleymir að hugsa um hálsinn Þú notar góðar húðvörur á andlitið til að koma í veg fyrir fínar línur og viðhalda […]

Hvenær þreifst þú burstana þína síðast?

Í síðustu viku deildum við mynd á samfélagsmiðlum sem að sagði frá því að í nýlegri könnun kom fram að 72% af konum þrífa aldrei farða burstana sína. Í sömu könnun voru tekin sýni af burstum sem að höfðu ekki verið þvegnir í mánuð, og fundust í þeim 8 tegundir af vondum bakteríum! Myndin vakti […]

Náttúrulega falleg brúnka í vetur – möst frá St Tropez!

Nú þegar veturinn er á næsta leiti þá finnst mér nauðsynlegt að fríska uppá útlitið með fallegri brúnku. Þegar sólin hættir að skína þá missir húðin þennan ljóma og frískleika sem við fáum á sumrin með brúnku, roða í kinnum og jafnvel freknum. Áður fyrr fóru margir í ljós þegar líða tók á veturinn, en […]

Venjuleg húð

Venjuleg húð er síðasta húðtegundin sem við tökum fyrir úr seríunni “Hvernig í ósköpunum á ég að vita hvernig húðtegund ég er með”. Venjuleg húð þýðir í þessu samhengi að húðin sé í góðu jafnvægi. Venjuleg húð: Hvorki feit né mjög þurr. Slétt og þægileg. Litlar svitaholur. Getur orðið smá þurr, t.d. í köldu veðri, […]

Blönduð húð

Blönduð húð er næst síðasta húðtegundin sem við tökum fyrir úr seríunni “Hvernig í ósköpunum á ég að vita hvernig húðtegund ég er með”.Ágætt er að kynna sér einkenni feitrar húðar og þurrar húðar þar sem að húðin er auðvitað blanda af báðu, en hér fyrir neðan eru nokkur góð ráð fyrir blandaða húð. Blönduð […]

Förðun og hár: 15 hlutir sem þú verður að vita áður en þú giftir þig!

Brúðkaupsdagurinn er einn stærsti dagur lífsins og sá dagur sem flestar konur vilja líta sem best út. Líklegast er þetta sá dagur sem er mikilvægastur í lífi flestra kvenna þegar kemur að förðun og hári. Jafnvel fyrir þær konur sem mála sig aldrei eða mjög lítið, því að flestir velja brúðkaupsdaginn til þess að draga […]

Förðunar trend frá tískuvikunni í New York.

Tískuvikunni í New York lauk á miðvikudaginn þar sem að nokkrir af frægustu förðunarfræðingum heimsins hönnuðu útlit fyrir vor og sumarlínur 2018. Við tókum saman helstu trendin. Grafískur augnblýantur Grafískur augnbýantur virðist poppa upp á hverju ári í einhverju formi, en í ár eru þeir áberandi og nokkuð ófullkomnir. Mynd: Rex Features Marc Jacobs fyrirsæturnar […]

Botanicals – Æðislegar hárvörur án allra aukaefna!

Við kynnum nýjan bloggara hjá okkur á Beautybox.is ! Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en […]

Húð sem vantar raka

Í þessu bloggi ætlum að grafa aðeins dýpra ofan í húðtegundirnar sem að við töldum upp í færslunni „Hvernig í ósköpunum á ég að vita hvernig húðtegund ég er með?“  Fyrsta húðtegundin sem við ætlum að taka fyrir er húð sem vantar raka. Mikilvægt er að taka fram að húð sem vantar raka getur tilheyrt […]

Hvernig í ósköpunum á ég að vita hvernig húðtegund ég er með?

Allir sem þú þekkir eru að nota ákveðna vöru og ELSKA hana. Uppáhalds bloggarinn þinn notar hana og hún er með svo fullkomna húð að þú gætir grátið þig í svefn. Þú kaupir hana líka því að þig langar að vera með eins flotta húð og hún, prufar hana og þvílík vonbrigði! Bólur spretta upp […]