Mest seldi maskari Maybelline í Beautyboxinu!

Við ELSKUM maskara! Enda ljóshærðari en allt og með hvít augnhár og algjörlega glærar án uppáhalds vörunnar okkar. En það eru fleiri konur sem elska maskara og voru konur byrjaðar að dekkja á sér augnhárin 4000 ár fyrir Kr. Það er bara eitthvað extra við það að leggja áherslu á augun okkar og draga athygli að þeim. En við erum líka kröfuharðar á maskarana enda þarf mikið til þess að heilla maskaraelskandi konur með olíurík augnlok. Lash Sensational tikkar í öll boxin hjá okkur og erum við þvílíkt ánægðar að leyfa ykkur að prófa hann í Beautyboxinu okkar – ef þið eruð ekki að nota hann nú þegar!

Saga Maybelline hljóðar svona:

Árið 1915 bauðst Tomas Lyle Williams að hjálpa systur sinni Mabel að ganga í augun á manni. Til þess bjó hann formúlu til þess að dekkja augnhárin. Hann notaði til þess tvö efni kol og vaselín (vaselin) en þaðan kemur nafnið á einu stærsta snyrtivörumerki heims Maybelline. Maybelline eru því engir nýgræðingar þegar kemur að möskurum og er Lash Sensational mest seldi maskari Maybelline í öllum heiminum. Okkur finnst við varla þurfa að segja meira.

Lash Sensational maskarinn gefur hverju og einasta augnhári athygli en hann er með gúmmíbursta með 10 lögum af hárum sem greiða vel úr þeim og ná til allra augnháranna. Hann er extra svartur og rammar augun inn eins og þau væru blævængir. Hann gefur lengd og þykkt og endist ótrúlega vel. Við erum heillaðar og vonum að þið séu það líka.

Lash sensational

Texti: Íris Björk Reynisdóttir
Myndband: Agnes Guðmundsdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *