Beautyboxið

Við verðum að byrja á því að segja hversu óendanlega þakklát við erum alltaf fyrir viðtökurnar á boxunum okkar. Það er svo gaman að sjá hvernig lítil hugmynd sem myndaðist hjá okkur fyrir nokkrum árum getur glatt svona marga.

En kannski vita ekki allir að til að byrja með ætluðum við einungis að gefa út mánaðarleg Beautybox en eftir að hafa kynnt hugmyndina fyrir heildverslunum landsins þá vorum við hvött til þess að opna netverslun og þessi litla hugmynd vatt heldur betur upp á sig.

Við áttuðum okkur líka fljótt á því að mánaðarlegt Beautybox yrði örugglega fljótlega mjög þreytt og erfitt að hafa það spennandi í hvert skipti svo við ákváðum að gefa það út 4x á ári. Með því móti getum haft boxið spennandi og skemmtilegt í hvert skipti.

Við fáum líka oft spurninguna af hverju er ekki hægt að vera í áskrift. Ástæðurnar eru nokkrar, það er erfitt að setja það upp í greiðsluferlinu en einnig kemur boxið alltaf í takmörkuðu magni og ef það væri í áskrift þá væri einfaldlega biðlisti á það því við getum því miður ekki gefið út eins mörg box og við viljum. Svo eins og er þá er það enn fyrstur kemur, fyrstur fær 😊.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að hlusta á sögu Beautybox.is þá mælum við með Podcast þættinum hjá HI Beauty þar sem við spjöllum um söguna og boxið 😊.

bEAUTYBOXIÐ

Hátíðarboxið okkar í ár hét einfaldlega bara Beautyboxið! Ástæðan fyrir því var einföld – allar vörurnar eru svo fallegar, klassískar og góðar – einfaldlega bara algjör bjútí. Með boxinu fylgdi einmitt líka áskorun. Við erum eðilega öll orðin þreytt á ástandinu, en saman getum við þetta. En það er samt engin ástæða fyrir því að við getum ekki gert okkur dagamun og gert okkur fín – ef okkur langar til þess.

Eins og við sögðum með boxinu, við tökum ekki til heima hjá okkur bara fyrir aðra, við gerum það fyrir okkur sjálf til þess að líða vel. Og það eru það sem snyrtivörur gera fyrir okkur líka. Við eigum ekki að þurfa að mála okkur fyrir aðra, bara fyrir okkur þegar okkur langar til þess.

Svo þó svo það séu ekki stórar veislur framundan – settu á þig gott rakakrem, brúnkugel, maskara, varalit og naglalakk. Hver segir að maður megi ekki vera fínn þegar maður bakar jólakökurnar eða ryksugar? Og þó svo gríman sé kannski smá fyrir okkur þessa dagana, er það kannski bara ekki smá eins að vera í fallegum nærfötum undir fötunum og að vera með varalit undir grímunni ;).

Leyfum okkur að njóta þess að vera fínar – ef okkur langar til þess.

Beautyboxið! var einstaklega veglegt og leyndist í því lúxusprufa af ModernMatte Lipstick frá nýja merkinu okkar Shiseido, naglalakk frá Nailberry í litnum Candy Floss eða Love me Tender, Lash Sensational frá Maybelline, lúxuspurfa af SOS rakakreminu frá Mádara og lúxusprufa frá St. Tropez Express gelinu.

Vörurnar í beautyboxinu!

 Að sjálfsögðu leynist alltaf súkkulaði í boxinu líka og var það gómsæt Stracciatella kúla frá Lindor en síðustu 3 árin hafa alltaf verið kúlur frá Lindor í Beautyboxinu okkar enda algjörar lúxus kúlur.

Við mælum innilega með að horfa á myndbandið hér fyrir ofan og skoða  bloggin fyrir hverja og eina vöru þar sem við deilum extra ráðum og upplýsingum um vörurnar og vörumerkin.

Mest seldi maskari Maybelline í Beautyboxinu!

Við ELSKUM maskara! Enda ljóshærðari en allt og með hvít augnhár og algjörlega glærar án [...]

Shiseido í Beautyboxinu! – nýtt merki

Með Beautyboxinu fylgdu aldeilis skemmtilegar fréttir en Shiseido fæst nú á hjá okkur á Beautybox.is [...]

Gæði og fegurð frá Nailberry

Nailberry nagalalökkin hafa heldur betur slegið í gegn hjá okkur og það kemur okkur svo [...]

Rakagefandi brúnka frá St. Tropez

Við elskum að vera með smá lit á okkur. Það er bara eitthvað við smá [...]

SOS bjargar húðinni þegar hún er rakaþyrst!

Gott rakakrem er gulls í gildi og í þessum hitabreytingum þá veit húðin okkar einfaldlega [...]

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *