Hvernig er hægt útskýra snyrtirútínuna fyrir karlmönnum

Smá húmor fyrir helgina 🙂

Snyrtivöruheimurinn getur verið ansi flókinn og við efumst ekki um að það séu margir karlmenn (og reyndar alveg örugglega margar konur líka) sem geta stutt sig við eftirfarandi grein þegar útskýra skal snyrtirútínuna. Til að einfalda málið fengum við lánaða grein frá Múrbúðinni sem heitir „Góð ráð við málun á pöllum, girðingum, þakköntum og veggjum“ 😊 – https://murbudin.is/2020/05/05/god-rad-vid-malun-a-pollum-girdingum-thakkontum-og-veggjum/ svo næst þegar þú splæsir smá í snyrtivörurnar og hann skilur ekkert í þessu – bentu honum á eftirfarandi.

Góð ráð við málun á pöllum, girðingum, þakköntum og veggjum - já og andlitum :)!

Sumarið er tíminn til að bera á pallinn og girðinguna. Hér eru nokkur góð ráð um það hvernig best er að bera sig að, hvort sem nota á pallaolíu eða viðarvörn. Góður undirbúningur er lykilinn að góðum árangri. Ferlið er einfalt, hreisna, grunna og svo mála.

Hreinsa:

Byrjið á að skrapa í burtu alla gamla lausa málningu. Skafa eða vírbursti henta vel í þetta. = Farðahreinsir. Gott er að nota hreinsiefni s.s. Tralltvatt. = Andlitshreinsir. Gætið þess að verja glugga til að koma í veg fyrir ætingu og málningarslettur. = Hárbandið og „brúnkunáttfötin“. Skolið hreinsiefni af fletinum með hreinu vatni.

Mattið alltaf yfirborð með sandpappír, sérstaklega ef flöturinn hefur verið málaður áður. = Ávaxtasýrur eða aðrir andlitsskrúbbar.

Gott er að fjárfesta í góðri sköfu. = Hreinsitól – þvottapoki, Face Halo eða Sponge Chief frá Sensai. Það léttir vinnuna við að skafa. Mundu einnig eftir að breiða plast á jörðina þannig að auðveldara sé að hreina upp málningarflögur. Notið alltaf öryggisgleraugu eða andlitshlíf. = Hárbandið og brúnkunáttfötin.

Tralltvatt Pallahreinsir

BioKleen Tralltvätt / Decking Cleaner hreinsar sólpalinn vel og örugglega. Virkar mjög vel á harða húð af t.d. þörungum, svartmyglu, sóti og þess háttar óhreinindum.

Face Halo

Face Halo gegnir í raun 2 störfum 🙂 sem farðahreinsir og hreinsitól.

Grunna:

Ómeðhöndlað timbur þarf að grunna vel t.d. með Colorex Classic grunnolíu eða Colorex útigrunni = Rakakrem. Gæti þess að metta timbrið vel. Það er gott ráð að dýfa endum planka ofan í fötu með grunni til að tryggja mettun. = Ekki gleyma hálsinum.

Mála:

Ef nota á þekjandi viðarvörn þá þarf að grunna með Colorex útigrunni og mála svo tvær umferðir með Colorex Oden þekjandi viðarvörn. = Farðagrunnur. Fleti sem hafa áður verið málaðir þarf ekki að heilgrunna heldur bletta í skemmdir og mjög slitna bletti. Mikilvægt er að slípa fleti sem hafa áður verið málaðir með sandpappír til að tryggja viðloðun. = Hyljari. 

Ef nota á olíu/pallaolíu þá má mála beint á gagnvarinn og grunnaðan við með Oden eðalolíu eða Landora 30 tréolíu. = Farði. Farið nokkrar umferðir, þar til viðurinn er mettur. Þurrkið umframolíu af láréttum flötum til að koma í veg fyrir að þeir myndi filmu sem getur flagnað. = Púður. Markmiðið er að metta viðinn, ekki skilja eftir filmu á honum.

Colorex Útigrunnur

Colorex útigrunnur er mattur, hefðbundinn alkyd grunnur á allt tréverk utandyra. Grunnurinn smýgur djúpt inn í viðinn, fyllir vel og hefur góða viðloðun.

Mattur á tréverk

Farðagrunnar

Alveg eins og við grunnum viðinn þá er gott að grunna húðina til þess að gefa flottari áferð og hjálpa farðanum að haldast betur á húðinni.

Gott að hafa í huga

Ef þú veist ekki hvernig málning var notuð áður, þá er gott að nudda lítið svæði með spritti. Ef málningin leysist upp þá er þetta akrylmálning. Þekjandi viðarvörn leysist ekki upp. = Snyrtivörur vinna líka mismunandi vel saman og við þurfum að prófa okkur áfram 😉. 

Ekki mála í mikilli sól eða hita þar sem þá er hætta á að viðarvörnin nái ekki að smjúga inn í viðinn áður en hún þornar. Dögg á yfirborði getur komið í veg fyrir að viðarvörn þorni. = Ekki reka á eftir okkur þegar við erum að gera okkur til – þá þurfum við bara að byrja upp á nýtt.

Mælt er með að byrja að mála vindskeið og þakkanta, því næst veggina, þá pallinn og síðast eru gluggar, grindverk og stoðir málaðar. Málið hvern flöt í einni aðgerð og stoppið ekki nema á hornum þar sem nýr flötur byrjar til að tryggja jafnan þurrk og útlit. = Við elskum líka að dunda okkur til að fullkomna verkið 😊  – hin fullkomna förðun gerist ekki alltaf á 2 mínútum. En við vitum að þið kunnið að meta lokaútkomuna – alveg eins og við elskum metnaðinn sem þið leggið í pallinn.

Jæja 😊 hér erum við auðvitað að tala um mjög miklar steríó týpur en vonandi skemmti þetta einhverjum – og hjálpar ykkur að útskýra fyrir mönnunum hvað allt þetta „óþarfa“ snyrtidót er.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *