Maskarinn sem setur punktinn yfir i-ið

Flottur maskari setur alltaf punktinn yfir i-ið og því er ótrúlega gaman að leyfa ykkur að prófa frábæra maskarann frá Shiseido í Partý Prepp Beautyboxinu.

Maskari er sú förðunarvara sem flestir nota á stóru dögunum og því fannst okkur tilvalið að leyfa ykkur að prófa þessa dásemd. Það er jú hægt að tala endalaust um maskara, en það sem virkar lang best er einfaldlega bara að prófa þá og sjá sjálfur!

Maskarinn gefur 250% meiri þykkt og 47% meiri lengd með einni stroku. Burstinn á maskaranum er með 2 hliðum, notið flötu hliðina til þess að fá extra lyftingu og löngu hliðina til þess að fá þykkinguna. Maskarinn er að sjálfsögðu prófaður af húðsjúkdóma og augnlæknum og inniheldur ekki nikkel og það besta við hann er að hann smitast ekki og endist í villtum dansi alla nóttina. Maskarinn er dramatískur og svartur og er hinn fullkomni partý maskari þegar maður vill leggja áherslu á augun.

Maskarann í boxinu var svartur en hann kemur í líka í fallega bláum og fjólubláum lit, en litirnir eru innblásnir af borginni Tókýó. Við mælum með að prófa að nota fjólubláa maskarann ef þið viljið vera extra fín. Þá er sem dæmi hægt að setja svarta maskarann fyrst og svo eina umferð af fjólubláa yfir. Fjólublái liturinn dregur fram bláan og grænan augnlit. Fljólublái liturinn verður ekki mikið áberandi þegar hann er notaður yfir annan lit en er algjört extra partý trikk til þess að draga fram augunlitinn.

 

Shiseido augu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *