1 flaska af Bioderma Sensibio H2O selst á 2 sekúndna fresti

Glöggir hafa tekið eftir því að franska apótekaramerkið Bioderma er mætt til okkar á Beautybox.is. En þó svo merkið sé nýtt hjá okkur þá hefur það fylgt okkur lengi en við mæðgurnar höfum notað Bioderma Sensibio H2O hreinsinn sem leyndist í Ljómandi Beautyboxinu í um 9 ár!

Sýnikennsla

Agnes Björgvins fer yfir Ljómaboxið með okkur 🙂 Bioderma sýnikennslan byrjar á 01:50

Bioderma Sensibio H2O er fyrsta micellar vatnið sem var framleitt en það kom á markaðinn árið 1995 og er enn þann dag í dag mest selda micellar vatn í heiminum en 1 flaska af hreinsinum selst á 2 sekúnda fresti. Það sem gerir hreinsinn svona frábærann er að hann þrífur farða og óhreinindi af húðinnni svo auðveldlega en án þess að erta hana. Hreinsirinn var upprunnalega framleiddur fyrir snyrtifræðinga og lækna til að nota fyrir og eftir húðmeðferðir en skortur var á hreinsum sem ertu ekki húðina frekar eftir meðferðir. Hreinsirinn raskar ekki pH gildi húðarinnar, heldur róar og verndar hana og hentar það því öllum húðgerðum og er einstaklega gott fyrir viðkvæma húð.

Bioderma vörurnar eru einstaklega frábærar og bjóðum við upp á 4 línur eins og er:

SEnsibio

Sensibio sem er vinsælasta lína Bioderma. Sensibio er viðurkennd af heilbrigðisstarfsfólki og hefur verið fremsta flokki í húðvörum fyrir viðkvæma húð í mörg ár. Hentar viðkvæmri og ertri húð sem og húð með roða eða mildan rósroða og þurrkubletti.

Sebium

Sébium línan er ný kynslóð af meðferðum gegn bólum og olíukenndri húð. Línan er gerð fyrir blandaða og feita húð og húð sem myndar bólur. Vörurnar eru samsettar með FLUIDACTIV ™ einkaleyfisformúlu sem leiðréttir myndun á húðfitu og kemur í veg fyrir oxun húðfitunar. Það þýðir að þetta er endingargóð meðferð gegn stífluðum húðholum sem er grunnurinn að myndun húðlýta.

Hydrabio

Á hverjum degi stuðlar mengun, streita og kuldi að ofþornun húðar og ótímabærri öldrun á húðinni. Þegar húðin verður ofþornuð, brotnar yfirborð húðarinnar, myndar örhrukkur og þéttist. Þar að leiðandi missir litarhaftið litinn og húðin verður líflaus. Hydrabio veitir húðinni ótrúlega góðan raka og vernd.

Atoderm

Í gegnum Atoderm vöruvalið býður BIODERMA upp á lausnir fyrir þurra, mjög þurra, pirraða og atópíska viðkvæma húð. Þökk sé dermo formúlum, endurheimtir Atoderm líffræðilega varnarfilmu húðar sem skortir raka og fitu.

Myndir: Kristín Sam
Texti: Íris Björk Reynisdóttir og Thelma Lind Ólafsdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *