Plump it! – ái eða æði?

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Plump it! vörurnar mættu í Beautybox fyrr á árinu. Fyrsta sendingin seldist upp á methraða og hafa vörurnar ekki stoppað lengi í hillunum síðan. Ástæðan fyrir því er einföld, Plump it! er vara sem virkar og þú sérð muninn strax.

Það mætti segja að stórar varir hafi verið í tísku síðustu árin og hafa varafyllingar verið ein vinsælasta fegrunaraðgerð fyrr og síðar. Varafyllingar virka þannig að hýalúronsýru er sprautað inn í varirnar til þess að auka umfang þeirra. Ekki eru þó allir tilbúnir að leggjast undir nálina og hafa því plumpandi varaglossar verið mjög vinsælir líka.

Plump it! Volumising Lip Plumper er ólíkur plump glossum að því leiti að hann gefur engan glans og enga áferð á varnirnar, heldur er þetta í raun og veru meira eins og varaserum sem smýgur inn í varirnar. Það gerir þessa vöru einstaka, því þú getur notað þinn uppáhalds varalit eða gloss eftir á og ert ekki bundin við einn ákveðin lit.  

Það mætti halda að Plump it! hafi búið til frasann „Beauty is pain“ :). Því áhrifin frá varaseruminu eru þannig að náttúruleg virk efni, eins og cayenne pipar framkalla hitatilfinningu og örlítinn náladofa í vörunum. Virku efnin smjúga inn í varirnar og auka þannig blóðrásina sem leiðir til þess að varirnar verða stinnari og fá betri fyllingu. Það er mismunandi hversu vont hverjum og einum finnst þetta, sumir finna aðeins fyrir smá kitli á meðan öðrum finnst þetta bara vera vont – en þó greinilega ekki nógu vont, því að Plump it! rýkur út eins og heitar lummur. En þú ræður líka ferðinni, við mælum með því að prófa að setja eina pumpu á varirnar fyrst og ef þú þolir það getur þú sett þrjár pumpur í einu og eins oft yfir daginn og þú vilt.

Áhrifin frá Plump it! Volumising Lip Plumper endist í allt að 12 tíma, en er þó mismunandi á milli einstaklinga. Plump it! býður líka upp á Hyaluronic Lip Plumper sem virkar er meira eins og gloss sem fyllir varirnar af hýalúronsýru og raka og gefur þeim fallegan glans. Hyaluronic Lip Plumper virkar líka sem varameðferð til lengri tíma en eftir 30 daga notkun daglega má búast við sýnilegum og varanlegum mun. Hyaluronic Lip Plumper gefur ekki þessa hitatilfinningu og er því fullkominn kostur fyrir þau sem að finnst Volumising Lip Plumperinn vera aðeins of mikið. Já og fyrir þau sem að finnst meira vera betra, þá er algjör bomba að nota þessar tvær vörur saman.

Góð ráð til að láta varirnar virka fyllri

  • Drekka nógan vökva. Hefurðu tekið eftir því að ef að vökvaforði líkamans er þurr, að þá skreppa varirnar saman.
  • Nota varasalva til að næra varirnar.
  • Lita varalitablýant aðeins fyrir utan varirnar.
  • Nota Plump it!

Sýnikennsla

Hér fyrir neðan má horfa á sýnikennsluna með Sif Bachmann sem fór yfir vörurnar í HYPE Beautyboxinu með okkur. Afsláttarkóðinn HYPE veitir 20% afslátt af vörunum í boxinu, þar til næsta box kemur út.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *