Mjúkur grafískur eyeliner – afmælisförðun Beautybox.is

Í tilefni þess að Beautybox.is er ÞRIGGJA ára vildum við gera skemmtilega förðun.

Það er hægt að leika sér svo ótrúlega mikið þegar kemur að förðun og í þessari sýnikennslu gerðum við grafískan eyeliner.

 

Fókusinn var á augunum hér og þá er mikilvægt að augabrúnirnar séu einnig fallegar. Við notuðum Max Factor Brow Revival litaða augabrúnagelið til að ná öllum hárunum upp og gefa þeim smá lit. Liturinn sem við notuðum er Dark Blonde. Margir leita nú eftir nýju augabrúnageli með lítilli greiðu eftir að Estée Lauder augabrúnagelið hætti í sölu og mælum við því með Max Factor Brow Revival.

Til að koma í vegg fyrir að blauti eyelinerinn okkar renni til þá púðruðum við augnlokið með möttu púðri frá Rimmel áður en við hófumst handa. Rimmel Wonder Eyeliner er vatns- og svitaheldur, smitast ekki og dofnar ekki. Gefur glansandi áferð og kemur í skemmtilegum litum.

 

Við notuðum litina Sparkly Anthracite (svartur) og True Copper (bronslitaður). Mikilvægt er að hrista eyelinerana áður en þið notið þá til að fá fallegustu þekjuna. Ásetjarinn er mjög góður og einfaldur í notkun og ég mæli með að gera stuttar strokur í einu.

Til að gera True Copper línuna okkar mýkri og fallegri þá notuðum við Rimmel Natural Bronzer í litnum Sun Light til að skyggja undir línuna.

Það er einnig hægt að nota Rimmel Wonder Eyeliner sem fallegan augnskugga ef þið dreifið strax vel úr eyelinernum á augnlokinu, ekki leyfa honum að þorna. Ég mæli sérstaklega með litunum True Copper og Shiny Gold í þessa útfærslu. Þeir gefa fallegan gljáandi lit án þess að vera of ýktir.

Réttu augnhárin toppa alveg lúkkið! Við notuðum stílinn Japan frá Tanja Ýr Lashes, nýjung á beautybox.is. Falleg og vönduð augnhár sem setja punktinn yfir i-ið. Þegar við gerum eyeliner lúkk þá er þessi partur sérstaklega mikilvægur. Áður en ég set gerviaugnhárin á þá lita ég glæra bandið á þeim svart með eyeliner, þetta trikk lætur gerviaugnhárin falla alveg að þínum eigin. Gott er að leyfa líminu að þorna í góðan tíma til þess að augnhárin renni ekki til við ásetningu.

Byrjið á að staðsetja augnhárin á miðjuna, tengið í innri augnkrókinn og svo í ytri. Eftir að augnhárin eru komin á er gott að bæta aðeins í eyelinerinn til að fullkomna hann. Við bættum einnig við maskara eftirá til að blanda saman hennar eigin augnhárum og gerviaugnhárunum.

 

Það er svo gaman að fara út fyrir boxið og prófa eitthvað nýtt þegar kemur að förðun, enda á förðun að vera skemmtileg og frjálsleg. Við hvetjum ykkur til að prófa ykkur áfram. 

Módel: Kristín Svabo

Vörur í myndbandi

Aðrar vörur sem notaðar voru

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *