Grunnurinn að fallegri förðun með Smashbox

Farðagrunnar eru eitthvað sem allir ættu að prófa. Þeir sem þekkja ekki vel til farðagrunna telja þetta kannski vera óþarfa skref, en við hvetjum ykkur eindregið til þess að prófa því að farðagrunnur sem hentar þinni húð getur gert kraftaverk. Í Goðsagna Beautyboxinu leyndust einmitt 2 farðagrunnar frá Smashbox sem veita mismunandi áferð og því er gaman að prófa þá til að bera saman.

Farðagrunnarnir frá Smashbox eru einir þeir bestu í bransanum enda sérhæfir Smashbox sig í farðagrunnum og leggur merkið áherslu á að förðunin endist lengi og myndist vel. Smashbox farðagrunnarnir eru mest seldu Cruelty Free farðagrunnarnir í Bandaríkjunum og vann Vítamín Glow Kicks Beauty Awards 2021.

Klassíski Smashbox Photo Finish farðagrunnurinn gerir fínar línur og svitaholur minna sjáanlegar og veitir húðinni silkimjúkt og lýtalaust útlit sem minnir helst á airbrush filterinn í photoshop. Til þess að útskýra aðeins betur hvað farðagrunnar gera er gaman að sjá þessa hér mynd fyrir neðan. Á myndinni má sjá tvo alveg eins einnota svampa, á vinstri myndinni er búið að setja Photo Finish farðagrunnin og farða yfir, en hægra megin er aðeins farði. Okkur finnst þetta alveg magnað. Í staðin fyrir að húðin dragi í sig farðann og hann fari inn í húðholur og fínar línur þá situr hann fallegra ofan á húðinni og endist lengur. Farðagrunna má einnig nota eina og sér til að fá áferðarfallegri húð.

Vitamin Glow farðagrunnurinn er einmitt allt öðruvísi en Photo Finish farðagrunnurinn og er mjög gaman að geta prófað þá á sama tíma til þess að vita hvernig farðagrunn þú fílar á þína húð.  Vítamin Glow inniheldur rakagefandi efnið glýserín, B vítamín sem margir þekkja sem níasínamíð, C og E vítamín og birkivatn. Hann er ótrúlega léttur á húðinni en á sama tíma gefur hann húðinni raka, fallegan ljóma, dregur saman húðholurnar og gefur sléttara yfirbragð.

Upphaflega átti Smashbox Photo Finish farðagrunnurinn aðeins að vera í Beautyboxinu en við vorum svo heppin að fá Vitamin Glow farðagrunninn líka.  Eins og margir vita þá átti Beautyboxið upprunnalega að koma út í september en frestaðist því miður þar til í lok janúar. Rétt áður en við gáfum út Goðsagna Beautyboxið fengum við þær fréttir að það væru að koma nýjar og endurbættar útgáfur af öllum faraðgrunnunum frá Smashbox – nema þeim upprunnalega sem var í Beautyboxinu :).

Á næstu dögum kemur því nýr farðagrunnur frá Smashbox sem er innblásinn af Vitamin Glow farðagrunninum og Even Skintone farðagrunninum. Hann heitir Illuminate og við getum ekki beðið eftir að prófa hann 😊 – klassíski silfurlitaði farðagrunnurinn breytist samt ekkert. Á meðan birgðir endast er hægt að næla sér í Vitamin Glow farðagrunninn á 30% afslætti!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.