Sumarleg og falleg förðun með Maybelline – nýjasta förðunarmerkinu okkar

Maybelline er mest selda förðunarvörumerki í heiminum og býður uppá fallegar förðunarvörur sem eru aðgengilegar fyrir alla. Í tilefni þess að Maybelline er nú fáanlegt á Beautybox.is ákváðum við að gera létta sumarförðun með Maybelline vörum í nýjustu sýnikennslunni.

Kaupauki fylgir ef verslaðar eru 2 eða fleiri vörur frá Maybelline – en þá fylgja með 2 aðrar vinsælar vörur frá merkinu.

Maybelline er þekkt fyrir Fit Me húðvörulínuna sína og við notuðum farðann Fit Me Smooth+Luminous. Farðinn er fljótandi og gefur þér létta og ljómandi áferð. Hægt er að byggja upp þekjuna og aðlagast farðinn hvaða húð sem er svo þér líður aldrei eins og þú sért með mikið á húðinni. Farðinn hentar venjulegri/þurri húð og mælum við með að bera hann á með rökum svampi eða farðabursta. Í sýnikennslunni notuðum við rakan svamp frá Real Techniques og gefur hann lítalausa áferð.

Til að birta augnsvæðið notuðum við Instant Eraser hyljarann sem er einn af vinsælustu hyljurum heims. Hyljarinn frískar uppá þreytta húð, gefur augnsvæðinu góðan raka og hylur fínar línur. Við notuðum hyljarann í litnum 5 Brightener, liturinn er mjög bleikur og litaleiðréttir vel bláma á augnsvæðinu.

 

Það er algjört must að eiga góðan bronzer, sérstaklega fyrir sumartímann og er City Bronzer fullkominn til að móta andlitið og gefa því hlýju. Við staðsettum bronzerinn mest hjá gagnauganu til að ýkja sólkysst útlit og notuðum hann svo einnig sem augnskugga.

 

Á varirnar notuðum við Color Sensational The Neutrals varalit í litnum 133 Almond Hustle. Við dúmpuðum varalitinn vel út með fingri til að deyfa litinn aðeins og notuðum hann einnig sem kinnalit til að fríska uppá lúkkið. Pro tip er að nota varalitinn einnig örlítið á kinnarnar, það tengir saman heildarlúkkið.

 

Kannski er hún fædd með þetta… Kannski er þetta Maybelline !

 

Allt frá MAYBELLINE getur þú skoðað HÉR

Vörurnar sem notaðar voru í sýnikennslunni

2.750 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
2.910 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
2.250 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
2.050 kr.2.060 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
2.250 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Módel: Matthildur Rafnsdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *