Retinól fyrir augnsvæðið

Það er fátt meira dekur en að eiga góða kvöldstund og setja á sig maska. Því varð að sjálfsögðu að vera maski í DELUXE Beautyboxinu okkar. Í boxinu leyndist Vital Perfection Uplifting and Firming Express Eye Maskinn frá Shiseido, sem er svo sannarlega enginn venjulegur augnmaski.

Vital Perfection Uplifting and Firming Express augnmaskinn er nefnilega einstaklega virkur því hann inniheldur retinól, ásamt fleiri dásamlegum innihaldsefnum. Augnmaskinn þéttir og sléttir húðina, vinnur á ummerkjum þreytu og birtir augnsvæðið á aðeins einni viku.

Áhrif retinols eru víðþekkt en það er eitt af fáum innihaldsefnum sem hefur verið klínískt sannað að hjálpi húðinni að hægja á ótímabærri öldrun hennar, sem og minnka hrukkur. Ef þú vilt fræðast meira um Retinol þá mælum við eindregið með því að smella HÉR.

Retinol er þó eitt af þeim innihaldsefnum sem á alls ekki að setja á augnsvæðið, NEMA formúlan sé sérstaklega hönnuð fyrir augnsvæðið. Ástæðan fyrir því er að innihaldsefnið getur valdið ertingu ef það er ekki notað rétt og ef formúlan er of öflug fyrir viðkvæmt augnsvæðið. Retinól er aftur á móti stórkostlegt innihaldsefni til þess að nota á augnsvæðið, þegar formúlan er sérstaklega hönnuð fyrir það. Ef þú vilt berjast gegn dökkum baugum, hrukkum, lausri húð og fínum línum eða ert með milia (litlar hvítar bólur) í kringum augnsvæðið þá er retinol algjörlega besti vinur þinn.

Fyrir hámarksárangur mælum við með að nota augnkremið frá Shiseido með.

Vital Perfection línan inniheldur einnig rakakrem, Wrinklespot Treatment, andlitsmaska og serum.

Ásamt því að innihalda retinól inniheldur augnmaskkinn líka Matsu ProSculpt blöndu sem eykur blóðflæði og hjálpar til við að minnka ásýnd bauga og þreytueinkenna, Kurenai-TruLift blöndu með benibana blómi sem styrkir húðina og veitir henni orku og lyftingu og VP8 tækni með ólívurót, tei og angelicarót sem verndar húðina og eykur æskuljóma hennar ásamt ReNeura tækni sem lengir áhrif meðferðarinnar.

Eins og áður segir þá er mikilvægt að fara varlega í retinol og þá sérstaklega í kringum augun. Því er þessi augnmaski notaður aðeins öðruvísi en flestir aðrir augnmaskar. Mikilvægt er að byrja á því að setja serum, augnkrem og krem á húðina áður en augnmaskinn er settur á. Fyrir extra áhrif þá mælum við með Vital Perfection Uplifting og Firming augnkreminu frá sömu línu í Shiseido, sem inniheldur einnig retinol. Ekki þarf að þrífa maskann af eftir notkun heldur nuddið restinni af maskanum inn í húðina og klárið húðrútínuna. Á daginn þarf að sjálfsögðu að muna eftir sólarvörninni, eins og alltaf þegar retinól er notað. Notið 2-3 sinnum í viku fyrir bestu áhrifin.

Vital Perfection

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *