Fagurfræði og gæði Sisley Paris

Í febrúar á þessu ári fengum við til okkar franska hágæðamerkið Sisley Paris og er það í fyrsta skipti sem að vörurnar fást hér á Íslandi, okkur þykir ekkert skemmtilegra en að kynna ykkur fyrir nýjum, dásamlegum merkjum með Beautyboxinu okkar og því vorum við ótrúlega ánægð með það að fá tvær vörur frá merkinu í Beautyboxið okkar, eina húðvöru og svo eina frá hárlínu merkisins sem kallast Hair Rituel by Sisley Paris.

Þó svo að vörurnar hafi aldrei fengist hér á landi þá er Sisley Paris enginn nýgræðingur í bransanum. Stofnandi merkisins hann Hubert D‘Ornano var sonur Guillaume d‘Ornano sem var einn af stofnendum snyrtivörumerkisins Lancome sem stofnað var árið 1935 en svo selt til L‘Oréal árið 1964. Hubert d‘Ornano var þó ekki tilbúinn að sleppa snyrtivörubransanum og stofnaði Sisley Paris með konunni sinni árið 1976.

Sisley Paris er enn þann dag í dag rekið af d‘Ornano fjölskyldunni sem passar upp á að gildi merkisins sem voru sett alveg í byrjun standi enn í dag. Hugsjón d‘Ornano fjölskyldunnar var að búa til snyrtivörumerki sem blandar saman háþróaðri tækni við það besta í plöntuheiminum. Hugsjón þeirra er að draga það besta úr plöntuheiminum, finna allra bestu uppskeruna hverju sinni og nýta þær í að búa til háþróaðar snyrtivörur. Fjölskyldan er líka einstaklega listræn, sem sjá má í vörunum þeirra sem eru hver annarri fallegri. Ilmvatnsflöskurnar eru sem dæmi hannaðar af myndhöggvurum og allt í kringum fagurfræði merkisins er algjörlega framúrskarandi, svo sem lyktir og áferðir.

Hver ein og einasta vara frá þeim, þar á meðal förðunarvörurnar eru hugsaðar út frá því markmiði að bæta heilbrigði húðarinnar. Meira að segja augnskuggarnir þeirra eru hugsaðir til þess að næra þurr augnlok, varalitirnir til að næra varirnar og maskararnir lengja augnhárin, allt þetta með krafti náttúrunnar.

Í HYPE Beautyboxinu leyndist ein vinsælasta vara Sisley Paris fyrr og síðar, Black Rose Cream Mask. Black Rose línan inniheldur fágæta svarta rós sem vex í suður Frakklandi. Rósin mýkir og nærir húðina en ásamt því inniheldur maskinn blöðruber sem stuðla að nýmyndun kollagens, þara sem auka rakadrægni húðarinnar, e vítamín sem vinnur gegn sindurefnum, rauðan vínvið sem gefur ljóma, klórellu sem gefur húðinni líf, b5 vítamín sem mýkir og veitir raka ásamt fleiri dásamlegum innihaldsefnum úr plönturíkinu. Saman vinna þessi innihaldsefni að því að gefa húðinni þrennskonar virkni til að endurheimta ljómandi yfirbragð og þéttandi húð á aðeins 10-15 mínútum.

Black Rose maskinn hefur unnið til fjölda verðlauna þar á meðal 2017 Allure Best Beauty Award Winner og 2022 InStyle Best Beauty BuysAward for Best Mask , hann hefur verið lofaður af stjörnum eins og Jennifer Lawrence og Salma Hayek og er hann vinsæll á meðal stjörnu förðunarfræðinga sem setja maskann á kúnnana sína áður en þeir farða þau fyrir rauða dregilinn, það þarf ekki að segja okkur meira.

Maskann má nota 2-3x í viku, og er þykkt lag borið á andlitið og leyft að vera á í 10-15 mínutur. Eftir það er umfram magn strokið af með pappír eða þvottapoka, en ekki þarf að skola húðina eftir á. Við mælum sérstaklega með því að nota maskann sama dag og þú ert að fara að gera eitthvað skemmtilegt og langar að líta extra vel út, því hann fyllir húðina af lífi og gefur ofboðslega fallegan ljóma og raka. Ef þú ert hrifin af maskanum þá mælum við innilega með því að skoða Black Rose rakakremið í línunni en það er einstaklega létt og nærandi rakakrem sem er stútfullt af dásamlegum innihaldsefnum.

Sýnikennsla

Hér fyrir neðan má horfa á sýnikennsluna með Sif Bachmann sem fór yfir vörurnar í HYPE Beautyboxinu með okkur. Afsláttarkóðinn HYPE veitir 20% afslátt af vörunum í boxinu, þar til næsta box kemur út.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *