Afmælisförðun Beautybox.is

Við áttum 2 ára afmæli 17. ágúst og trúum við varla hvað tíminn hefur liðið hratt – en bíðið bara við erum rétt að byrja 🙂

****************

Fyrir afmælisviku Beautybox ákvað ég að gera matta smokey augnförðun.

Þar sem Ellen  vinnur sem flugfreyja og er með frekar þurra húð ákvað ég að byrja á því að nota Skyn Iceland Pure Cloud Cream. Þetta dagkrem er einstaklega gott fyrir þurra húð, það veitir húðinni mikinn raka og húðin verður um leið mýkri. Farðagrunnurinn sem ég ákvað svo að nota var Smashbox Primerizer, léttur grunnur sem lætur farða endast vel á húðinni.

Farðinn sem ég valdi var Becca Aqua Luminous Perfecting Foundation, ég notaði litinn Porcelain á Ellen. Þetta er fljótandi farði sem aðlagar sig að þínum húðtón, hann gefur miðlungs þekju en auðvelt er að byggja hana upp. Ég notaði einnig hyljarann úr sömu línu, Becca Aqua Luminous Perfecting Concealer.

Til að veita andlitinu hlýju notaði ég Bobbi Brown Stick Foundation í litnum Honey. Á bringuna notaði ég nýja ljómastiftið úr Limited línunni frá Becca, C-Pop Glow Body Stick.

Sem augnskuggagrunn notaði ég krem augnskuggastifti frá Max Factor í litnum  Warm Taupe & Amber 2. Ég notaði ljósari litinn yfir fremri part og miðju augnloksins og þann dekkri í ytri augnkrók og undir. Næst notaði ég Revolution Flaweless Matte pallettuna til að búa til smokey augu. Ég notaði augnblýant frá Estée Lauder, Double Wear Stay In Place Eye Pencil í litnum Coffee og svartan Bobbi Brown Long Wear Gel Eyeliner. Augnhárin sem ég valdi voru Eylure Texture N160.

 Til að gefa andlitinu fallegan ljóma notaði ég Becca C-Pop Glow Silk Highlighter dropana á kinnbeinin, nefbeinið og efri vör. Ég notaði einnig Becca Shimmering Skin Perfector Pressed í litnum Moonstone á sömu staði og í innri augnkrók.

 

Á varirnar notaði ég varablýant frá Becca, Ultimate Lip Definer í litnum Low Maintenance og Bobbi Brown Luxe Matte Lip Color í litnum Semi-Naked yfir.

 

Módel : Ellen 

Vörur

10.590 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
7.060 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Tól

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *