Þykkara hár á 10 sekúndum með Nanogen hártrefjunum

Í nýjustu sýnikennslunni okkar sýnum við hvernig hægt er að nota Nanogen Hair hártrefjana til að láta hárið virka þykkara og heilbrigðara.

Það getur verið einstaklega viðkvæmt þegar við fáum hárlos eða hárið fer að þynnast. Algengt er að konur fái hárlos eftir meðgöngu, þynningu í kollvikum og framarlega í hliðunum. Á meðgöngu margfaldast kvenhormónarnir í líkamanum og við það ferli stöðvast nánast hárlos, þar af leiðandi þykknar hárið á meðgöngu því það er ekki eðlilegt hárlos til staðar. En eftir meðgöngu þegar hormónarnir fara aftur í jafnvægi verður hárlos aftur partur af ferlinu og getur ný móðir verið að missa allt að 400 hár á dag í stað 50-100 eins og fyrir meðgöngu.

 

Þetta er fullkomlega eðlilegt og getur það tekið 6-12 mánuði fyrir hárvaxtarhringinn að komast í sama form og áður fyrr.  Ef þið viljið læra meira um hárvaxtarferlið og hárlos eftir meðgöngu mælum við með eftirfarandi bloggi: https://beautybox.is/af-hverju-er-harlos-algengt-eftir-medgongu-og-hvad-er-thvi-til-rada/

Fyrir

Eftir

Eftir meðgöngu þynntist hárið á Anítu Brá, þá sérstaklega í hliðunum við andlitið. Hárið er byrjað að vaxa aftur en í millitíðinni vantar henni vöru sem lætur hárið virðast þykkara.

 

Nanogen vörurnar eru heildstæð lína sem inniheldur virk efni sem örva hárvöxt og hjálpa okkur að halda hárinu heilbrigðu og fallegu. Formúlan gefur hársekkjunum skilaboð um að örva hárvöxt. Ný hár myndast hraðar, hvert hár lifir lengur og kollagen framleiðsla við rót hársins eykst sem minnkar hárlos.

 

Hártrefjarnar frá Nanogen eru fíngerðar keratín agnir sem bindast við þitt eigið hár og láta það virka þykkara ásamt því að gefa hárinu lyftingu.

Fyrir

Eftir

Í hárið hennar Anítu notuðum við litinn Medium Brown, en sniðugt er að blanda saman litum til að fá fullkominn lit fyrir þitt hár. Fyrir módel 2 blönduðum við saman Light og Medium Brown til að fá réttan litatón.

 

Hair Fibre Locking Spray, er sprey sem er notað til að halda hártrefjunum á sínum stað. Spreyið er vatns- og vindhelt og inniheldur UV filtera sem passa að hártrefjarnar upplitist ekki.

Módel 2

Fyrir

Eftir

Æfingin skapar meistarann við notkun trefjanna.

  • Þú stráir hártrefjunum yfir hárrótina þar sem þú vilt aukna þykkt í hárið.
  • Klappar létt yfir, sem lætur hártrefjarnar falla neðar í hárið.
  • Spreyjar Hair Fibre Locking Spray til að halda hártrefjunum á sínum stað.

Trefjarnar innihalda ekki paraben og henta vel viðkvæmum hársverði.

Nanogen bíður uppá hárvörur sem auka hárvöxt og þykkja hárið. Hægt er að fá hárnæringu, serum og hártrefjar. 

Nanogen hárvörurnar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *