SOS bjargar húðinni þegar hún er rakaþyrst!

Gott rakakrem er gulls í gildi og í þessum hitabreytingum þá veit húðin okkar einfaldlega ekkert hvað hún á að gera. Eina vikuna er -7 gráður og hina +7. Rakastigið er líka óútreiknanlegt en oftast er það mjög þurrt. Við förum úr heitum húsum út í kulda, rigningu og rok og húðin okkar hér á landi þarf einfaldlega oft bara meiri raka en annarsstaðar.

Húð sem vantar raka

Mádara SOS línan er ásamt öllum öðrum vörum frá Mádara hönnuð fyrir norrænt veðurfar og er bjargvættur þegar kemur að rakaþurri húð. Það sem margir vita ekki er að húð sem vantar raka getur verið þurr, feit og/eða viðkvæm en munurinn á þurri húð og húð sem vantar raka þessi hér:

Húð sem vantar raka: vantar vatn

Húð sem er þurr: vantar olíur.

Einkenni húðar sem vantar raka eru:

  • Getur verið frekar líflaus og flöt í útliti.
  • Fínar línur sem að virðast koma og fara.
  • Húðin er bleikari og virðist vera fyllri og heilbrigðari beint eftir sturtu, en áður en þú þurrkar hana.
  • Er betri í röku andrúmslofti og sérstaklega góð í gufu.
  • Húðin á það til að vera grá í köldu og þurru veðri sem er mjög algengt hér á Íslandi.
  • Flagnar stundum þegar að farði er settur á, sérstaklega í kringum augu og nef.
  • Þurrar varir.

Fyrir þau sem vilja fræðast meira um húð sem vantar raka minnum við á bloggið okkar „Húð sem vantar raka“ 

SOS línan

SOS línan er algjör bjargvættur þegar kemur að rakaþurri húð þar sem hún rakamettar neðstu húðlögin. Hún hentar fyrir allar húðgerðir og allan aldur og er einfaldlega fyrir alla sem þurfa á rakabombu að halda. Kremið í línunni inniheldur andoxandi efni sem gefa húðinni yngra yfirbragð ásamt hörfræjum og hýalúronsýrum sem gefa henni dásamlegan raka.

Í Beautyboxinu! leyndist  30ml lúxusprufa af rakakreminu úr línunni og höfum við strax fengið svo ótrúlega góðar viðtökur við kreminu að nokkrar hafa mætt upp í verslun til þess að versla hinar vörurnar úr línunni. Við mælum því innilega með því að þið kíkið líka á SOS serumið og SOS rakamaskann ef að þið eruð hrifin af kreminu.

SOS

Texti: Íris Björk Reynisdóttir

Myndband: Agnes Guðmundsdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *