Líkamskremið sem fagnar 25 ára afmæli í ár!

Elizabeth Arden Green Tea Honey Drops er eflaust þekktasta varan sem leyndist í Leyniperlu Beautyboxinu okkar og líklega eitt frægasta líkamskrem í heiminum en kremið fagnar einmitt 25 ára afmæli í ár. Því fannst okkur gullið tækifæri til þess að minna á þessa frábæru vöru.

Í heimi þar sem allt snýst um nýjungar þá er bara eitthvað svo ótrúlega heillandi við vöru sem er búin að vera vinsæl í svona langan tíma. Green Tea Honey Drops kremið hefur fundist í hillum kvenna á öllum aldri og ég er nokkuð viss um að stór hópur af minni kynslóð hafa fyrst kynnst því á ungum aldri í gegnum mömmur sínar eða jafnvel ömmur, og er það alveg jafn gott í dag og það var þá.

Green Tea Honey Drops líkamskremið á það líkt með þremur öðrum vörum í Leyniperlu Beautyboxinu að það er ríkt af innihaldsefnum úr plönturíkinu. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur það grænt te sem er eitt mest rannsakaða innihaldsefnið úr plöntuheiminum. Það er ekki aðeins andoxandi heldur hefur einnig sýnt fram á að vera bólgueyðandi, krabbameinsfrumueyðandi og örverueyðandi. Hunang er einnig eitt af lykil innihaldsefnunum en samkvæmt Journal of Cosmetic Dermatology er það líklega eitt elsta húðvöru innihaldsefnið, en dæmi eru um að það hafi verið í augnkremum 4500 árum fyrir krist. Hunangið viðheldur raka í húðinni og inniheldur prótín, amínósýrur, vítamín og ensím.

Green Tea ilmirnir

Ilminn af rakakreminu er einnig hægt að fá sem ilmvatn.

Coconut Breeze

Elizabeth Arden gefur reglulega út Green Tea líkamskrem og ilmvötn með nýjum ilmum. Línurnar koma í takmörkuðu magni og eru alltaf jafn vinsælar.

Í kreminu er einnig kakósmjör sem er ríkt af E vítamíni, mýkir húðina og vinnur með húðvörninni ásamt því að hafa andoxandi eiginleika, aloe vera sem róar og sefar húðina ásamt því að vera bólgueyðandi. Í kreminu má einnig finna kamillu sem tónar húðina og veitir andoxandi eiginleika og sheasmjör sem gefur gífulegan raka ásamt því að innihalda A,E og F vítamín.

Það má því sjá að þó svo að líkamskremið sé frægt fyrir blómailminn sinn sem er kvenlegur og ferskur þá er það svo sannarlega mikið meira en aðeins ilmurinn.  

Afsláttarkóðinn PERLA gefur 20% afslátt af vörunum í Leyniperlu Beautyboxinu út júní 2024. Afsláttarkóðinn virkar á klassíska Green Tea Honey drops, bæði á 250ml stærðina sem var í boxinu sjálfu og á 500ml stærðina.

Green Tea Honey Drops

Aðrar vörur úr Green Tea línunni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *