Við áttum alltaf eftir að spjalla um Miracle Drops hármaskana frá John Frieda sem að ruku út hjá okkur fyrir jólin eftir að þeir voru í Rakabombu Beautyboxinu.
Miracle drops maskarnir eru einstaklega þægilegir þar sem þeir koma í litlum einingum og er því frábær vara fyrir þær sem að vilja prófa og læra að nota hármaska. Einnig eru þeir fullkomnir í ferðalagið ef að hárinu skildi vanta smá extra raka í kuldanum í skíðaferðalaginu eða saltinu á ströndinni.
Maskarnir koma í þremur mismunandi gerðum og hefur hver maski sinn eiginleika. Í Rakabombu boxinu var annað hvort Damage Control eða Frizz Smoothing maski.
Frizz Smoothing maskinn hentar grófara hárið sem á það til að verða úfið og út um allt. Hann inniheldur avokadóolíu sem mýkir hárið og gefur því þann raka sem hann þarf til að róast.
Damage Control maskinn er örlítið léttari maski og hentar því hári sem er ekki gróft. Hann inniheldur rakagefandi E-vítamín olíu sem styrkir hárið og gefur því fallegan gljáa á meðan hann vinnur á skemmdu hári sem brotnar eða klofnar auðveldlega.
Hármaskana er best að bera í hárið eftir að þú hefur þvegið það með sjampói. Það sem ekki allir vita er að þegar maður notar djúpnæringar þá á alltaf að setja þær í hárið á milli sjampós og hárnæringar. Eftir að djúpnæringin er skoluð úr er venjuleg hárnæring sett í hárið sem lokar og bindur rakann frá djúpnæringunni í hárið.
Maskarnir þurfa aðeins að vera í hárinu í 3-5 mínútur. Einn algengur misskilningur sem við heyrum um er að láta hármaska vera í hárinu lengur en mælt er með – nokkra tíma eða jafnvel yfir nótt. Við mælum alltaf með því að fylgja leiðbeiningum á notkunartíma því eftir ráðlagðan tíma er varan búin að ná hámarksvirkni og gæti frekar skaðað hárið en annað. Bara alveg eins og við myndum aldrei vera með andlitsmaska í nokkra tíma eða yfir nótt nema þeir væru sérstaklega ætlaðir til þess 🙂