Yfirlakkið sem breytir leiknum!

Nailberry naglalökkin hafa svo sannarlega slegið í gegn hjá okkur. Ekki bara af því að litirnir eru einstaklega fallegir, heldur vegna þess að þau fara vel með neglurnar.

Nailberry naglalökkin hleypa í gegn um sig raka og súrefni og eru án 12 skaðlegustu efna sem algengt er að finna í naglalökkum. Það hafa eflaust margir lent í því að fá gular neglur eftir að vera með naglalökk í lengri tíma en það eru afleiðingar af því að neglurnar nái ekki að anda. Við höfum heyrt ótal margar sögur frá viðskiptavinum sem hafa byrjað að nota Nailberry lökkin og gular neglur heyra sögunni til. Einnig er Nailberry vegan vottað, halal vottað og crulety free vörumerki.

Í Deluxe Beautyboxinu leyndist einmitt nýjasta vara Nailberry UV Gloss Top Coat sem er byltingarkennt yfirlakk sem var í nokkur ár í framleiðslu á meðan formúlan var fullkomnuð og einkaleyfisvarin. Það eru margir hrifnir af því að vera með gelnaglalakk en flestir eru þó sammála því að þegar gelnaglalakkið er tekið af þá sitja eftir þurrar og skemmdar neglur sem tekur tíma að byggja upp aftur.

Nailberry UV Gloss Top Coat yfirlakkið þarf ekki útfjólubláa geisla eða LED ljós til þess að harðna heldur notar það birtu og 3D tækni til þess að herða lakkið og þorna. Yfirlakkið fallega býr til gríðarlega harða og spegilslétta filmu yfir naglalakkið, en hindrar ekki að súrefni og vatn komist í gegn. Það sem gerir það extra frábært í okkar augum er að naglalakkið þornar á mettíma og naglalakkið endist enn lengur.

Nailberry UV Gloss Top Coat er hægt að nota yfir öll naglalökk, dökk sem ljós og meira að segja sanseruð.

Formúlan er aftur á móti í dökkri flösku til þess að vernda formúluna. En yfirlakkið er alveg glært.

Þeir sem hafa prófað venjuleg gelnaglalökk vita að til þess að taka lakkið af þarf að drekkja nöglunum í acetone í nokkrar mínútur til þess að losa gelnaglalakkið frá nöglunum, þetta fer að sjálfsögðu ekkert sérstaklega vel með neglurnar. En til þess að taka UV Gloss Top Coat af nöglunum er meira að segja hægt að nota acetone-lausa Clean Nail Colour Remover naglalakkaeyðinn frá Nailberry til þess að þrífa lakkið. Það er engin þörf fyrir að láta þær liggja í naglalakkaeyðinum, heldur aðeins strjúka yfir.

Það sem gerir yfirlakkið enn flottara er að í því er UV filter sem læsir inni liti naglalakksins og kemur í veg fyrir að liturinn dofni eða flagni af.

Fyrir bestan árangur:

Skref 1 – berðu á eina umferð af undirlakki Bare Essentials, The Cure, Strengthen & Breathe eða Acai Elixir.
Skref 2 – berðu á tvær umferðir af vel völdum lit af L’Oxygéné polish.
Skref 3 – þegar lakkið er orðið snerti þurrt, renndu yfir með einni umferð af UV Gloss Top Coat, fylltu upp að brún hverrar naglar og láttu þorna mjög vel.

Uv Gloss Top Coat og nýjasta lína nailberry

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *