RapidRenew kornaskrúbbur í Sumar Beautyboxinu

Húðin okkar er alltaf að vinna. Á hverri mínútu deyja um 30.000 til 40.000 dauðar húðfrumur og undir þeim myndast nýjar húðfrumur. Húðin okkar getur átt erfitt með að með að losa sig við dauðu húðfrumurnar og verður þá yfirborð húðarinnar hrjúft, þurrt og líflaust.

Ekki nóg með það heldur geta hár vaxið undir dauðu húðfrumunum þar sem að þau komast ekki upp á yfirborðið og þar af leiðandi getum við fengið inngróin hár. Ef að hárin sem að vaxa upp úr hársekknum komast ekki í gegnum þykkt lag dauðra húðfruma þá vex hárið aftur niður og hætta er á því að það myndist bólga, roði og stundum gröftur. Þetta á að sjálfsögðu meira við húðina á líkamanum (nára eða rökuðum löppum) eða í andliti karlmanna og þar af leiðandi minnum við á að karlmenn mega líka hugsa um húðina sína.

RapidRenew kornaskrúbburinn úr RapidLash fjölskyldunni var í Sumar Beautyboxinu okkar sem að var með húð þema. Við erum afar hrifin af skrúbbnum sem er einstakur á margan hátt. Hann hjálpar húðinni að endurnýja sig og gerir hana mýkri bjartari og unglegri. Skrúbburinn inniheldur innihaldsefni sem að halda áfram að vinna eftir að hann er þrifinn af og er þar af leiðandi ólíkur mörgum öðrum kornaskrúbbum.

Helstu innihaldsefni

RapidRenew inniheldur ekki plastagnir (microbeats) til þess að skrúbba húðina heldur eru notaðir

agnesíumoxíð kristallar sem að á áhrifaríkan en mjúklegan hátt skrúbba húðina. Ásamt því inniheldur skrúbburinn Natríumbíkarbónat (matarsóta) sem er milt slípiefni með róandi ávinningi.

Þið sem fylgist með Húðsnapparanum ættuð að þekkja orðið Peptíð en RapidRenew inniheldur Polypeptides sem að hjálpa húðinni að endurnýja sig ásamt því að draga úr fínum línum hrukkum og minnka svitaholur.

Kavíar Lime

Eitt skemmtilegasta innihaldsefnið í skrúbbnum heitir Lime Pearl sem er þykkni úr Ástralska ávextinum Kavíar Lime (já skrúbburinn er enn vegan), en Lime Pearl er náttúruleg uppspretta af AHA sýrum (sjá sýru blogg: https://beautybox.is/avaxtasyrur-hudina-virka-thaer/ ), sítrónusýru, vítamínum, steinefnum, amínósýrum og andoxunarefnum. Lime Pearl hjálpar húðinni að endurnýja sig og gefur henni ljóma.

RapidRenew inniheldur einnig Bromelain sem að eru ensím sem að finnast í ananas sem að enn fremur hjálpa húðinni að endurnýja sig og losa sig við dauðar húðfrumur á náttúrulegan hátt.

Síðast en ekki síst inniheldur RapidRenew A (Retinýl), C og E vítamín sem eru pökkuð af andoxunareiginleikum og stuðla að jöfnum og fallegum húðlit ásamt því að vernda húðina fyrir utanaðkomandi áhrifum.

RapidRenew er vegan, cruelty free og prufaður af húðlæknum.

Hvernig skal nota:

Bleytið hreint andlitið og hálsinn og setjið RapidRenew í lófann. Ágætt er að miða við að magnið í lófanum sé jafn stórt og 1 króna. Nuddið andlit og háls með hringlaga hreyfingum mjúklega. Forðist augnsvæðið. Þvoið af með volgu vatni og haldið áfram með húðrútínuna ykkar. Notist 2-3 sinnum í viku.

Við minnum á að kóðainn BEAUTYBOX_SUMAR gefur 10% afslátt af skrúbbnum út ágúst 2018 eins og af öllum öðrum vörum i boxinu. Hægt er að skoða Sumar Boxið hér: https://beautybox.is/beautyboxid-2/

Myndir eftir Alexsöndru Bernharð – http://www.shades-of-style.com/

RapidLash vörurnar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *