Kvöldförðun – sýnikennsla

Í sýnikennslu vikunnar fékk ég hana Margréti Thelmu til mín og við vildum bara ýta aðeins undir fegurð hennar með fallegri kvöldförðun.

 

Sýnikennslan

 

Við lögðum áherslu á fallega húð með ekki of mikilli þekju og völdum því Estée Lauder Daywear, litaða dagkremið, í staðin fyrir meik. Þetta dagkrem aðlagar sig að þínum húðlit og veitir náttúrulegan lit og frísklegt útlit. Þetta er fullkomið fyrir þær sem vilja ekki of mikla þekju en vilja líta örlítið frísklegri út. Alltaf er hægt að fara svo með hyljara þar sem þú vilt fá aðeins meiri þekju eins og ég geri undir augun.

Við völdum Becca Hydra Mist Set and Refresh púðrið til að setja förðunina. Þetta er laust púður sem er 50% vatn og er það því einstaklega gott fyrir þroskaða húð þar sem það sest ekki í fínar línur. Það veitir húðinni einstaklega góðan raka og endurkastar birtu þannig ásýnd húðholna minnkar. Þetta púður notuðum við undir augun, á T-svæðið og örlítið á vangann. Til þess að púður setjist ekki í fínar línur er mjög gott að nota lítinn og fluffy bursta og finnst mér Bobbi Brown Eye Blender burstinn fullkominn í verkið.

Mikilvægt er að nota varablýant til að koma í veg fyrir að varaliturinn fari að blæða út í fínar línur og mælum við einstaklega mikið með Max Factor Universal Lipliner. Universal Lipliner er glær varablýantur sem mótar varirnar og kemur í veg fyrir að varaliturinn smiitist út í fínar línur í kringum munninn. Þetta skref er einstaklega mikilvægt þegar þú vilt hafa litsterkan varalit.

Ég mæli með að horfa á allt myndbandið nér fyrir ofan til að sjá skref fyrir skref hvernig ég farða Margréti Thelmu.

Aðal vörur

aðrar vörur

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *