Undraefnið C-Vítamín og af hverju þú ættir að bæta því í húðrútínuna þína

Okkur langaði svo að kynna fyrir ykkur ofurefnið C-vítamín í NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar og þá sérstaklega þar sem það var Retinol frá Elizabeth Arden í því líka. En að nota C-vítamín á morgnanna og Retinol á kvöldin er talin algjör bomba í baráttu við ótímabærri öldrun húðarinnar. Því vorum við ótrúlega glöð að fá Nip+Fab C Vítamín maskann í boxið okkar.

Áhrif C-vítamíns til þess að efla ónæmiskerfið okkar eru vel þekkt en C-vítamín er einnig ótrúlega öflugt innihaldsefni í húðumhirðu og þekkt fyrir að gera húðina bjartari, jafna húðlit, gefa henni raka og draga úr roða. C-vítamín er öflugt andoxunarefni og hjálpar húðinni að verjast gegn umhverfisáhrifum svo sem mengun og sól (þó svo það komi alls ekki í staðin fyrir sólarvörnina).

HVað gerir C-vítamín svona sérstakt?

C-vítamín er eitt af þessum innihaldsefnum sem að einfaldlega bara virkar og á svo margt. Hvort sem það er ójafn húðtónn, hrjúf húð, fínar línur, ör eftir bólur eða bara þreytt og líflausa húð þá getur C-vítamínið tekið húðumhirðu þína á næsta level. C-Vítamín er andoxunarefni en það hjálpar frumunum okkar að haldast heilbrigðum og kemur í veg fyrir og dregur úr skemmdum á frumunum okkar með því að stöðva framleiðslu sindurefna í húðinni.

Síðast en ekki síst þá hvetur C-Vítamín húðina einnig til framleiðslu kollagens og elastíns sem eru byggingarprótínin í húðinni sem halda henni þéttri og stinnri. Þvílíkt og annað eins NEXT LEVEL innihaldsefni.

Til að hafa í huga – C vítamín er best að nota á morgnanna með sólarvörn því það hjálpar húðinni að verjast gegn geislum sólarinnar og umhverfismengun, en þó má nota það annað hvort kvölds eða morgna. C-vítamín hentar flestum en þeir sem eru með mjög viðkvæma húð ættu að byrja varlega. Síðast en ekki síst þá er talað um að ef þú notar Benzynol Peroxíð (sem er oft í vörum sem berjast gegn bólum) að nota þær ekki á sama tíma því innihaldsefnin vinna á móti hvor öðru. Sumir segja að sama gildi um Retinol og í því tilefni er hægt að nota C vítamín að morgni til og Benzynol Peroxíð eða Retinol vöruna á kvöldin.

Nip+Fab C-vítamín

C-vítamín grímumaskinn er sérhannaður til að breyta daufu yfirbragði húðarinnar. Hann endurnýjar húðina og gefur henni raka og birtu. Við mælum eindregið með því að nota maskann næst þegar þú vilt vera extra fínn/fín og ljómandi.

Fyrir þau sem vilja bæta C vítamíni inni húðrútínuna sína þá mælum við með því að kíkja á C-Vítamín línu NIP+FAB sem samanstendur af maskanum, serumi, hreinsi, spreyi, púðum og skrúbb. NIP+FAB er einnig með öfluga Retinol línu og eru vörurnar á alveg frábæru verði.

C-vítamín

retinol

Texti: Íris Björk Reynisdóttir
Myndir: Ingunn Sig

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *