Hvítari tennur með Mr. Blanc

Mr. Blanc tannkremið kom örugglega mörgum á óvart í BÚST! Beautyboxinu okkar enda var vörumerkið ekki komið í sölu hjá okkur fyrr en við sendum boxið frá okkur, því var það extra óvænt ánægja að kynna merkið og vöruna með boxinu.

En ef það er eitthvað sem við höfum lært af Hollywood stjörnunum þá er það að hvítar og fallegar tennur geta yngt okkur um mörg ár. Reyndar fara Hollywood stjörnurnar oft út í svo mikla öfga að þau tapa persónuleikanum sem smá skakkar tennur geta gefið okkur. Þó svo við förum ekki svo langt, þá getum við auðveldlega skartað hvítara brosi og haldið í okkar persónuleika með karakterríku en bjartara brosi. En það að hvítta tennurnar er líklegast eitt ódýrasta og skilvirkasta ráðið til þess að bæta útlitið okkar á skömmum tíma. Hvítari tennur gefa sjálfstraustinu okkar extra BÚST!

Fyrir og eftir

Eftir mánaðar noktun á Mr. Blanc Tannkreminu

Fyrir og eftir mynd

Eftir 3 daga notkun á Mr. Blanc tannkreminu

Mr. Blanc hefur ekki fengist hér á landi í smá tíma og vitum við að það eru margir spenntir að sjá það aftur 😊 en það sem gerir tannhvítnunarvörurnar þeirra sérstakar er að þær innihalda ekki peroxíð sem margir eru viðkvæmir fyrir. Vörurnar eru sannreyndar til þess að hvítta tennurnar án þess að skaða glerunginn eða valda tannkuli og óþægindum í tönnum og góm.

Kolatannkremið sem var í BÚST! Beautyboxinu hjálpar við að fjarlægja bletti af tönnum sem hafa myndast af völdum te, kaffis, rauðvíns og tóbaki. Regluleg notkun hjálpar einnig við að koma í vef fyrir að tannsteinn myndist og því haldast tennurnar hvítar til lengri tíma. Eitt þarf þó að hafa í huga og það er að tannkremið kemur ekki í staðin fyrir venjulegt tannkrem og því mælum við með að nota kolatannkremið fyrst, og bursta tennurnar í 2-3 mínútur með því og bursta svo tennurnar eftir á með venjulegu tannkremi.

Tannkremið má nota ef þú ert með teina en barnshafandi konum og konum með barn á brjósti er ráðlagt að nota ekki tannkremið.

Fyrir þau sem vilja sjá árangur fljótar þá mælum við með því að kíkja á tannhvítnunarstrimlana frá Mr. Blanc sem þú notar í 14 daga í röð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *