Top 10 listinn 2018

Nú í byrjun nýs árs þótti okkur tilvalið að fara yfir vinsælustu vörurnar 2018. Listinn kemur okkur alls ekki á óvart en gaman er að skoða hann og sjá að allar þessar vörur eiga það sameiginlegt að vera mjög vandaðar og einfaldlega bara gera það sem þær segjast gera.

Gaman er einnig að segja frá því að 5 af eftirfarandi vörum hafa verið í Beautyboxunum okkar sem að segir okkur hversu vel þið kunnið að meta vörurnar í boxinu. Við ætlum ekki að hafa þetta of langt, einfaldlega kynna vöruna og af hverju hún er á top 10 listanum og benda ykkur á bloggin okkar sem að fjalla betur um vörurnar eða innihaldsefnin.

1. Rå OIis – Acne Therapy Oil 50 ml

Hvað:

100% hreinar olíur sem að koma jafnvægi á húðina ásamt því að meðhöndla og koma í veg fyrir unglingabólur (acne).

Af hverju:

Acne Therapy olían hefur einfaldlega slegið í gegn hjá okkur því hún hefur hjálpað svo mörgum í baráttunni við unglingabólurnar. Endilega lesið meðmælin, skoðið myndirnar og bloggið okkar um Rå Oils

2. Skyn iceland – The Antidote Cooling Daily Loation

Hvað:

Létt rakakrem sem að gefur góðan raka og kælir húðina. Hentar rauðri og pirraðri húð mjög vel ásamt feitri og acne húð.

Af hverju:

Einfaldlega æðislegt rakakrem og maður finnur fyrir virkninni. Kremið kælir strax húðina og maður sér hvernig það dregur úr þreytu og bjúg í andlitinu. Kremið er einnig vinsælt hjá karlmönnum því það hentar mjög vel eftir rakstur.

3. Rapidbrow

Hvað:

RapidBrow augabrúna serum er árangursrík lausn sem hjálpar til við að þétta og bæta augabrúnirnar á aðeins 60 dögum.

Af hverju:

Augabrúnir hafa fengið aukna athygli síðustu árin og hafa þykkar og mótaðar augabrúnir verið í tísku lengi. Eftir mörg ár af því að „of plokka“ augabrúnirnar eða fyrir þær sem hafa alltaf verið með þunnar augabrúnir er RapidBrow algjör snilld. Og já það virkar!

4. Baby Foot – Easy Pack

Hvað:

Baby Foot Easy Pack er djúpvirkur skrúbbur sem losar þig við dauðar húðfrumur á einfaldan og árangursríkan hátt.

Af hverju:

Baby Foot er einfaldlega bara snilld og ein af þessum vörum sem maður elskar að finnast ógeðsleg. Þú ferð í sokkana í klukkutíma og nokkrum dögum síðar byrjar húðin að flagna af og eftir standa mjúkir fætur. Endilega skoðið bloggið.

Baby Foot – mín reynsla – varúð myndir ekki fyrir viðkvæma!

Ef þið hafið ekki prófað Baby foot þá verðið þið að prófa – sérstaklega núna [...]

5. Rå Oils Acne Therapy oil 30 ml

Nákvæmlega sama vara og er í fyrsta sæti en í minni pakkningum svo í staðin ætlum við að minna á gjafasettin okkar frá Rå Oils.

6. Skyn Iceland – Nordic Skin Peel

Hvað:

Bómullarskífur sem að skrúbba húðina mjúklega og hjálpa við endurnýjun húðarinnar.

Af hverju:

Ávaxtasýrur hafa fengið mikla og verðskuldaða athygli síðustu árin vegna virkni þeirra til að hjálpa húðinni að endurnýja sig hraðar, hreinsa úr opnum svitaholum og endurvekja frískleika og ljóma. Nordic Skin Peel eru þar fremst í flokki. Endilega kynnið ykkur ávaxtasýrur betur á blogginu.

Ávaxtasýrur á húðina – virka þær?

Vinsældir ávaxtasýra í húðvörum hafa stóraukist á undaförnum árum og rannsóknir komið fram sem sýna [...]

2 Comments

7. Rapidlash

Hvað:

RapidLash er augnhára serum sem eflir útlit augnháranna, nærir, styrkir og gerir þau fallegri.

Af hverju:

Margverðlaunuð formúla sem að lengir augnhárin á aðeins 30 dögum. Varan er svipuð og augabrúnasermið RapidBrow nema öruggt til þess að nota við augun. Falleg og löng augnhár hafa alltaf verið eftirsóknarverð.

8. Glamglow – Supermud 15ml

Hvað:

Háþróuð formúla sem hefur það að markmiði að hreinsa húðina og vinna á vandamálum á borð við bólur og stíflaðar húðholur. 

Af hverju:

Þetta kemur okkur ekki á óvart því Supermud er mjög virkur maski og maður sér svo vel hvernig hann dregur umfram fitu og óhreinindi úr húðinni. Maskinn inniheldur ávaxtasýrur (minnum á blogg) ásamt öðrum húðhreinsandi efnum og einfaldlega bara virkar! Supermud kemur í 3 stærðum.

Glamglow maskarnir – hvaða maski hentar þér best?

Glamglow maskarnir hafa heldur betur slegið í gegn enda hágæða vörur sem að skila árangri [...]

9. Skyn Iceland – Hydro Cool Firming Eye Gels 8stk

Hvað:

Margverðlaunuð kælandi augngel sem stinna, tóna og draga úr baugum á aðeins 10 mínútum.

Af hverju:

Augngelin frá Skyn Iceland (ásamt öllum hinum andlits gelunum) hafa slegið í gegn því að það er sjáanlegur munur strax eftir notkun. Gelin eru tilvalin til þess að nota fyrir fínt tilefni og þegar maður vill líta út upp á sitt allra besta. Kemur í 2 stærðum:

10. Rå Oils – Clear skin Cleanser 100ml

Hvað:

Andlitshreinsirinn frá Rå Oils nærir og djúphreinsar húðina og hentar best blandaðri og acne húð.

Af hverju:

Dásamlegur olíuhreinsir sem er hið fullkomna teymi með Acne Therapy olíunni. Olíuhreinsar hafa einnig notið mikilla vinsælda síðustu árin fyrir þær sem að fylgja kóresku húðrútínunni sem hægt er að lesa um betur á blogginu.

Hin umtalaða kóreska húðrútína – 10 skref að fullkominni húð

Kóresk húðrútína hefur tekið yfir með stormi undafarin ár hér á Vesturlöndum og fengið gífurlegar [...]

1 Comment

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *