No Makeup Makeup í örfáum skrefum

Í nýjustu sýnikennslunni okkar gerðum við no makeup makeup. Frískleg förðun sem hentar öllum vel hvenær sem er.

 

Til að undirbúa húðina notuðum við Nip+Fab C vítamín maskann. Þessi maski er einstaklega góður til að nota áður en þú farðar þig. Maskinn breytir daufu yfirbragði húðarinnar, gerir húðina bjartari, rakameiri og jafnar húðlitinn. Hafið maskann á í sirka 15 mínútur og þegar þið takið hann af nuddið umfram vökvanum í húðina og dragið niður hálsinn.

Origins Ginzing Tinted Moisturizer er tilvalið til að gefa húðinni smá lit og jafna misfellur. Þetta litaða dagkrem má nota eitt og sér eða undir farða. Kremið inniheldur SPF 40, koffín sem fyllir húðina af líf og ginseng sem eykur blóðflæði húðarinnar og minnkar roða.

Þegar kremið kemur úr túbunni þá er það hvítt á litinn, liturinn aðlagast svo þínum húðtón þegar það er borið á andlitið. Við mælum með að draga kremið niður háls og á bringu ef þið eruð í flegnu.

Fallegt er að nota kinnalit til að gefa andlitinu frískleika. Við notuðum nýju kinnalitina frá Maybelline sem koma í takmörkuðu magni, Cheek Heat í litnum Coral Ember. Kinnaliturinn er gelkenndur og léttur á húðinni. Cheek Heat eru auðveldir í notkun og koma í fjórum æðislegum litum sem henta hverjum og einum.

Áberandi augnhár geta skapað förðun. Við notuðum bláan maskara primer frá Max Factor sem lætur augnhárin virðast dekkri og birtir augun. Yfir primerinn notuðum við Max Factor False Lash Effect maskarann sem gerir augnhárin þéttari, lengri og þykkari. Við mælum með að draga burstann frá rótum augnháranna og fram á við með örlitlum hliðarhreyfingum til að ná öllum augnhárunum sem best

Útkoman er fljótleg létt förðun með fáum góðum vörum. 

Módel: Kristín Thelma Birgisdóttir

Vörurnar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *