Maskinn sem kom GLAMGLOW á kortið

Youthmud maskinn frá Glamglow leyndist í Beautyboxinu sem er einstaklega spennandi því hann er ástæðan fyrir því að Glamglow merkið komst á kortið. Það sem gerir maskana frá Glamglow einstaklega góða er að þeir eru meira en bara maskar, þeir eru meðferðir líka enda heita allir maskarnir þeirra Mask-Treatment. Þeir eru virkir og þeir virka. En þar sem þeir eru virkir þá er líka mikilvægt að fylgja leiðbeiningunum sem fylgja möskunum og hlusta á húðina ykkar þegar þið notið þá. Youthumud Tinglexfoliant á sem dæmi eins og nafnið gefur til kynna að kitla smá í húðina, en það er merki þess að maskinn sé að virka.

Youthmud er einskonar andlitslyfting í krukku en hann djúphreinsar húðina og skilur hana eftir ótrúlega mjúka, bjarta og ljómandi. Árangurinn sést strax eftir fyrstu notkun og mælum við t.d. með því að nota maskann áður en þú ert að fara að gera eitthvað fínt. Við mælum með því að gera það sirka klukkutíma áður en þú hefur þig til og næra húðina mjög vel eftir notkun. Þú einfaldlega berð þunnt lag yfir andlitið og bíður í 10 mínútur, skolar svo af með vatni og nuddar í hringlaga hreyfingar til þess að skrúbba húðina. Það er t.d. tilvalið að setja hann á 10 mínútur fyrir sturtu og taka með sér hreinan þvottapoka í sturtuna til að taka hann af. Passaðu þó að prófa maskann ekki í fyrsta skipti á leiðinni eitthvað fínt því ef húðin þín er viðkvæm eða þú ert ekki vön virkum vörum þá gæti hún orðið smá rauð.

Afsláttarkóðinn timalaus gefur 20% afslátt af Youthmud í öllum stærðum þar til næsta Beautybox kemur út í byrjun september.

Eftir notkun mælum við með að næra húðina vel með serumi og rakakremi. Við verðum að benda ykkur á serumin frá Glamglow í því tilefni en bæði YouthPotion og Superserum eru alveg stórkostleg serum sem fá ekki nógu mikla athygli að okkar mati. YouthPotion er sem dæmi stútfullt af peptíðum og hindberjastofnfrumum sem auka náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar og miðað við innihaldsefnin og sambærileg serum þá er það á mjög fínu verði. Og fyrst við erum byrjuð þá verðum við líka að benda á augnkremið BrightEyes en það eitt það allra besta sem við höfum prófað fyrir óvelkomnar fínar línur. Okkur finnst það nefnilega stundum gleymast að þó svo markaðsefni Glamglow sé svolítið beint að yngri kynslóðinni þá eru vörurnar ofur virkar og henta enn betur þeim sem eru farin að sjá áhrif ótímabærrar öldrunar.

Og áður en spurningarnar hrannast inn, við höfum oftar en ekki fengið spurningu um hvort maskinn sé gallaður því hann er „kekkjóttur“ en hann er það svo sannarlega ekki, hann á að vera svona. Í maskanum eru nefnilega græn telauf sem auka súrefnisflæðið og vekja húðina til lífsins, og því eru „kekkirnir“ fullkomlega eðlilegir 😊.

Meira um Glamglow

Hjónin Glenn og Shannon sem búa í Hollywood Hills voru eitt kvöldið úti að borða með vinum sínum sem voru leikarar. Einn leikarinn hafði orð á því að það vantaði vöru á markaðinn sem gerði húðina fína fyrir myndavélina á skammri stundu. Umræddur leikari flaug oft langar vegalengdir fyrir upptökur og eins og margir kannast við þá getur það tekið sinn toll á húðina. Hann vildi fá vöru sem að gerði húðina slétta, drægi úr ásýnd húðhola og fínna lína, hreinsaði húðina og gæfi henni ljóma sem myndi endast í nokkra daga. Glenn og Sharon sáu þarna gat á markaði sem þau fylltu upp með Youthmud maskanum sem einmitt leyndist í Tímalausa Beautyboxinu okkar. Fyrst um sinn dreifðu þau maskanum aðeins til leikara vina sinna til að nota á setti fyrir Hollywood myndir, en eins og þið vitið að þegar vörur virka vel þá er það fljótt að fréttast. Rúmu ári síðar var maskinn kominn í almenna sölu og úr því varð merkið Glamglow.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *