Mádara (*nýtt*) í Sumar Beautyboxinu

Við kynnum með stolti nýtt merki á Beautybox.is – Mádara !

Mádara húðvörurnar eru margverðlaunaðar og trúa stofnendur merkisins að með því að nota hrein, náttúruleg og virk innihaldsefni geta vörurnar hjálpað okkur að líða betur bæði að utan sem innan. Allar vörurnar frá Mádara eru með Ecocert vottun sem að þýðir að þær eru framleiddar úr lífrænt vottuðum jurtum og eru þar af leiðandi einnig lausar við öll gerviefni svo sem litarefni, ilmefni, paraben, jarðolíur, tilbúin rotvarnarefni og önnur skaðleg efni.

Vörurnar henta öllum en sérstaklega vel þeim sem að eru með viðkvæma húð og/eða ofnæmi. Mádara er Cruelty Free merki og eru allar vörurnar þeirra í sölu hjá okkur Vegan, nema CC kremin (hunang). Við höfum merkt hverja og eina vöru eftir ofnæmis upplýsingum frá merkinu og hafa því vörurnar myndir eins og þessar fyrir ofan ef að það á við þær.

Þeir sem að voru svo heppnir að næla sér í Sumar Beautyboxið fengu SOS Hydra Repair Intesive Serumið var fullri stærð að andvirði 5.640 kr í því. Serumið er sigurvegari í Belle Prix de Beauty 2017, í flokknum „Prestigious and Popular Cosmetics“ og hentar allri húð og öllum aldri og þar af leiðandi fannst okkur það henta fullkomlega í boxið okkar.

Serumið er einstaklega gott fyrir þurra húð sem að þarfnast raka og ljóma en það hentar einnig fyrir feita húð. Serumið hægir á öldrun húðarinnar, styrkir hana og stinnir og veitir henni fullkominn raka. Síðast en ekki síst er sermuið sérstaklega blandað fyrir norræna húð og inniheldur það hörfræ og hyaluronic sýru. Serumið var prófað á 35 konum sem að allar fundu mikinn mun á raka húðarinnar.

Afsláttarkóðinn BEAUTYBOX_SUMAR gefur þér 10% afslátt af seruminu til 1. september eða þar til næsta box kemur út.

Serumið er í SOS línunni frá Mádara  en hægt er að skoða allt frá Mádara og lesa um mismunandi línurnar þeirra hér: https://beautybox.is/madara/

Við tókum einnig saman nokkrar af okkar uppáhalds vörum

Myndir eftir Alexsöndru Bernharð – http://www.shades-of-style.com/

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *