Um Eylure
Eylure var stofnað árið 1947 af bræðrunum David og Eric Aylott, þekktum förðunarfræðingum í kvikmyndaheiminum. Bræðurnir hönnuðu gerviaugnhárin fyrir nútímakonuna sem sitt svar við eftirspurn um „aukahluti“ til þess að fullkomna farðanir í kvikmyndum. Markmið David og Eric Aylott var að auðga fegurð hverrar konu með því að fullkomna umgjörð augna hennar. Augnhárin setja punktinn yfir i-ið og eru ómissandi partur af förðun margra. Eylure hefur í fjölda ára sameinað gæði, úrval og fegurð.
Eylure C-Lash
C-Lash línan er sérstaklega hönnuð fyrir einstaklinga sem hafa misst sín náttúrulegu augnhár. C-lash eru augnhár með mjúku, sveigjanlegu og ósýnilegu bandi sem eru sérstaklega hönnuð til að koma í stað augnhára. Augnhárin festast vel við augnlokið og haldast á sínum stað allan daginn.
Eylure Underlash
Eylure Case
Wild & Wispy og Most Wanted
Naturals
Fluttery Light
Eylure Luxe
Eylure LAsh-pro
Aukahlutir
Ásetning Augnhára
-
Mátið augnhárin við augun og klippið þau til svo að þau passi umgjörð augna þinna. Klippið alltaf augnhárin frá ytri krók augnanna til þess að halda forminu réttu.
-
Berið lím á augnhárin.
-
Bíðið í 20-30 sek þar til að límið byrjar að þorna.
-
Með hjálp augnháratangarinnar frá Eylure: berið augnhárin upp við rót augnhára ykkar og leggið þau eins þétt upp við rótina og þið komist.
-
Lagfærið augnhárin svo að þau falli alveg að ykkar augnlokum.