Nokkrir dropar og þú ljómar

Við dýrkum vörur sem gefa okkur extra ljóma og smá lit, það er einfaldlega fátt sem er bústar sjálfstraustið meira en að vakna með jafnari húðlit og smá brúnku, maður er einfaldlega bara svo til í daginn, nývaknaður og ferskur.

St. Tropez er hágæða sjálfbrúnkumerki með langa sögu en nýlega hafa þeir verið að uppfæra allar formúlurnar hjá sér og er áherslan lögð á góð og virk innihaldsefni. Galdurinn á bak við fallega og jafna brúnku sem endist lengi er rakanærð húð ásamt DHA (virka brúnkuefninu), vatni og amínósýrum. Með nýrri húðumhirðutækni sem veitir aukinn raka og viðheldur raka í húðinni og andoxunarefnum eru vörurnar frá St.Tropez að endast lengur á húðinni og dofna jafnt af þar sem aðaláherslan er á húðvörueiginleika þá nær liturinn að fara dýpra í húðlögin en aðrar sjálfbrúnkuvörur.

En það sem gerir St. Tropez enn flottara er að þau eru með einkaleyfi á tækni sem stjórnar lyktinni sem myndast í húðinni við ásetningu sjálfbrúnkuvara. Lyktin sem myndast er nefnilega blanda af sameindum og efnisgildum og getur því verið mismikil á hverri manneskju fyrir sig. Þessi tækni sem heitir “Maldour Control Technology” virkar þannig að það eru sérhönnuð ilmefni sem fanga brúnkukremslyktarsameindirnar og blinda hana fyrir lyktarviðtökunum í nefganginum, en á mannamáli virka þau þannig að þau ná að einangra þessar ákveðnu sameindir og dempa niður þessa lykt sem við myndum þegar brúnka er að framkallast á líkamanum, í stað þess að reyna að fela hana með sterkari ilmefnum.

Tan Tonic Glow Drops sem leyndust í Partý Prepp Beautyboxinu eru ekki bara dásamlegir tan dropar heldur líka fjölverkandi húðvara með frábærum innihaldsefnum eins og níasínamíð, hýalúronsýru, sólhatti og e-vítamíni. Droparnir eru ótrúlega einfaldir í notkun en það er hægt að nota þá eina og sér eða blanda þeim út í rakakrem. Þú ræður hversu mikinn lit þú vilt en:

2 dropar veita léttan fallegan lit og ljóma

4 dropar veita miðlungs lit og ljóma

6 dropar veita dekkri lit og fallegan ljóma

Droparnir eru uppbyggjanlegir og í fínu lagi að nota daglega. Prófaðu sem dæmi að setja 2 dropa fyrst og sjá hvernig þér líkar liturinn, ef þú vilt meira, settu fleiri dropa og fyrir sterkasta litinn settu dropana beint á húðina og rakakrem eftir á. Við hlökkum til að sjá ykkur ljómandi í vetur.

st tropez luxe

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *