Vitamin Glow Primerinn frá Smashbox – og eplið

Vitamin Glow farðagrunnurinn frá Smashbox var í BÚST! Beautyboxinu okkar því hann er einfaldlega frábær og þvílíkt vítamín BÚST! fyrir húðina okkar.

Farðagrunnar hafa aldrei verið vinsælli en nú í dag og er Smashbox einmitt þekktast fyrir það að vera með frammúrskarandi farðagrunna fyrir allar húðtegundir. Vitamin Glow er nýjasti farðagrunnurinn þeirra og hefur svo sannarlega náð að heilla okkur upp úr skónum. Hann inniheldur rakagefandi efnið glýserín, B vítamín sem margir þekkja sem níasínamíð, C og E vítamín og birkivatn. Hann er ótrúlega léttur á húðinni en á sama tíma og gefur húðinni raka, svo fallegan ljóma (án þess að vera glansandi), dregur saman húðholurnar og gefur sléttara yfirbragð.

Farðagrunna má nota eina og sér til þess að fá ljóma, matta eða hvað sem grunnurinn á að gera en ef þeir eru notaðir undir farða þá láta þeir líka förðunina okkar endast lengur.

Við sáum ótrúlega sniðuga tilraun á TikTok sem sýnir hvernig C vítamín virkar á epli og af hverju við ættum að nota C-vítamín á húðina okkar – og að sjálfsögðu urðum við að prófa 😊. Við höfum áður sýnt hvernig farðagrunnur virkar á appelsínur – hví ekki að prófa eplið líka 😊.

En það sem vítamínin (andoxunarefnin) gera fyrir húðina okkar, og þá sérstaklega C-vítamínið er að það birtir húðina og verndar hana gegn umhverfisáhrifum og sindurefnum. Það er því einstaklega gaman að sjá hvernig eplið tekur við Vitamin Glow farðagrunninum.

Hér sjáum við epli skorið í tvennt 🙂

Og hér sjáum við þegar búið er að bera Vitamin Glow farðagrunninn á hægri helminginn. 

Hér eru helmingarnir 2 eftir klukkutíma. Það er eiginlega magnað að sjá muninn strax. Hægri helmingurinn er ekki bara sléttari heldur mun bjartari og gómsætari.

Hér má sjá helmingana eftir rúmlega 3 tíma. Það má klárlega sjá muninn á helmingunum 2 og þá sérstaklega á litabreytingunni og blettunum. Einnig er yfirborðið á hægri helmingnum sléttara og rakameira. Því má augljóslega sjá kosti þess að nota andoxunarefni – því þau vernda okkur gegn sindurefnum.

Þetta þótti okkur skemmtileg tilraun því við elskum að sjá hvernig vörur virka. Þó svo að húðin okkar sé ekki alveg eins og epli, þá má svo sannarlega segja að vítamínin gera sitt gagn.

Síðast en ekki síst (því við megum ekki taka upp sýnikennslur eins og er) þá mælum við með að kíkja á síðustu sýnikennsluna okkar þar sem Vitamin Glow farðagrunnurinn er notaður 😊 – og btw ef þú verslar farðagrunn í fullri stærð þá færðu 30% afslátt af förðum frá Smashbox!

Smashbox farðagrunnarnir

Smashbox farðagrunnarnir í ferðastærðum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *