Leyndarmálið á bak við ljómandi húð.

Undirstaðan að fallegri förðun er eins og við vitum flest húðumhirða, en húðvinna er alveg jafn mikilvæg.

 

Grunnvinna í förðun og réttu vörurnar skipta sköpum þegar kemur að því að láta förðunina endast liðlangan daginn og líta lítalausa út.

Smashbox var búið til í ljósmyndastúdíói í Los Angeles og sérhæfir merkið sig í farðagrunnum sem láta okkur líta óaðfinnanlega út.

Húðvinna er fókus punkturinn í nýjustu sýnikennslunni. Við notuðum tvenns konar farðagrunna, bæði í sprey formi og gelkenndu formi.

Smashbox Primer Water gefur húðinni næringu og raka og með notkun þess undir förðun, hjálpar það farðanum að fara fallegra á húðina. Smashbox Vitamin Glow Primer gerir nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, en þessi farðagrunnur lætur húðina ljóma. Hann inniheldur B, C og E vítamín og vekur húðina til lífs, birtir hana upp og gefur henni vítamínbúst.

Falleg fyrir

Falleg eftir

Ekki er þörf á að bíða lengi eftir að þessir farðagrunnar eru notaðir áður en þú notar farða. Til að fá lítalausa ljómandi áferð á húðina notuðum við Smashbox Studio Skin farðann. Farðinn er einstaklega léttur á húðinni, þú finnur varla fyrir honum. Hann gefur miðlungs þekju og skilur húðina eftir rakamikla og ljómandi. 

Studio Skin farðinn er olíulaus, án lyktarefna, alkahóls og parabena. Ég mæli eindregið með þessum farða fyrir alla!

Til að hylja misfellur sem eru enn til staðar eftir farðann notuðum við Smashbox Studio Skin 24hr hyljarann. Þessi hyljari er olíulaus og non acnegenic, sem þýðir að hann stíflar ekki húðholur. Hyljarinn er því fullkominn til að hylja bólur og misfellur hér og þar. Notið lítið magn í einu þar sem hyljarinn þekur einstaklega vel.

 

Til að skerpa á andlitinu er tilvalið að nota Smashbox Step by Step Contour Kit. Þessi palletta er fullkomin viðbót í snyrtitöskuna.

Hún inniheldur svokallað bananapúður sem birtir upp þau svæði á andlitinu sem þú vilt birta, skyggingarlit og sólarpúður. Pallettan er í góðri stærð og hægt er að nota alla litina einnig sem augnskugga.

Í lokinn er að finna eitt mikilvægasta skrefið í förðun en það er setting sprey. Smashbox Weightless Setting Spray sér til þess að förðunin endist í yfir 24klst. Þetta skref kemur í veg að förðunin smitist eða renni til yfir daginn. Ekki vanmeta þetta lokaskref því það gerir gæfumuninn.

Módel: Íris Freyja

Ef verslaður er farðagrunnur frá Smashbox þá er 30% afsláttur af förðum frá Smashbox. Afslátturinn bætist við í körfunni.

Vörur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *