10 mest seldu vörurnar árið 2019

Jæja það er kominn tími til að taka saman árið 😊 og ætlum við að fara yfir vinsælustu vörurnar okkar árið 2019.

Þeir sem hafa áhuga á geta skoðað vinsælustu vörurnar okkar frá upphafi hér: https://beautybox.is/top-50/

Í fyrsta sæti: Beautyboxin okkar

Beautyboxin okkar eru mest seldu vörurnar okkar og gætum við ekki verið stoltari af þeim. Smelltu HÉR  til að skoða öll Beautyboxin okkar. Næsta Beautybox kemur í byrjun mars og mælum við með því að vera á póstlistanum okkar til að fá tilkynningu um hvenær það kemur út. Til að skrá þig á póstlistann er hægt að fara neðst á síðuna og ská tölvupóstfang.

Í öðru sæti: STYLPRO

StylPro hreinsitækið var næst mest selda varan okkar ásamt hreinsivökvunum. En árið 2019 var klárlega árið þar sem að við föttuðum hversu mikilvægt það er að hreinsa burstana okkar. Hreinir burstar = hreinni húð og fallegri förðun. Ef þið viljið kynna ykkur StylPro betur þá mælum við með að kíkja á bloggin hér fyrir neðan.

StylPro sýnikennsla – 22 hreinir og þurrir burstar á nokkrum mínútum.

Ef þið eruð forvitin um StylPro græjunar þá mælum við með því að kíkja á [...]

StylPro – hreinir og ÞURRIR förðunarburstar á 30 sek?!

Við höfum áður skrifað blogg um það hversu mikilvægt það er að þrífa förðunarburstana okkar [...]

3 Comments

Ath StylPro er meira og minna uppselt hjá okkur 🙂 en við bíðum eftir sendingu. Ef þú vilt fá tilkynningu þegar hún kemur getur þú farið inn í vöruna og skráð netfangið þitt til að fá senda tilkynningu.

Í þriðja sæti: Face Halo Original og Pro

Face Halo hefur gjörsamlega slegið í gegn fyrstu 3 mánuðina síðan við tókum vörurnar inn í september og eftir að Face Halo original var í Rakabombu Beautyboxinu okkar. En ef það er eitthvað sem að einkennir okkar viðskiptavini þá er það að vilja vörur sem virka og það gerir Face Halo svo sannarlega. Fyrir þá sem að þekkja ekki til þá er Face Halo byltingarkenndur farðahreinsir sem að hreinsar farða af aðeins með vatni – umhverfisvænni kostur. Allt um Face Halo HÉR.

Í Fjórða sæti Rå Oils Acne Therapy

Acne olían frá Rå Oils heldur áfram að slá í gegn hjá okkur og nú eru bæði 50 og 30 ml flöskurnar í top 10 listanum okkar en saman ná þær þriðja sætinu hjá okkur. Við mælum með að lesa ykkur til um olíurnar sem eru íslensk framleiðsla og hand blandaðar hér á landi, skoða myndirnar og kynna ykkur vörurnar í gegn.

Rå Oils

Í fimmta sæti: Rapidbrow

RapidBrow var líka á top listanum okkar í fyrra og lætur ekkert eftir þetta árið enda er þetta vara sem að virkar og hefur sýnt sig og sannað ár eftir ár. RapidBrow eykur vöxt augabrúnanna á aðeins 60 dögum og meðmælin eru endalaus.

Í sjötta sæti Advanced Night repair 30 og 50 ml

Það er kannski ekki skrítið að Advanced Night Repair nái á top listann enda seljast 5 stk af seruminu á hverri mínútu og hefur það unnið til 150 verðlauna! Við vorum ekkert smá stolt af því að fá Advanced Night Repair í Jóla Beautyboxið okkar enda er þetta einaldlega mögnuð vara. Fyrir þá sem að vita ekki hvað serum gerir þá mælum við með að kíkja HÉR.

Í sjöunda sæti: Becca Under Eye Brightening Corrector

Varan sem að allir eru að tala um! Becca Under Eye correctorinn litaleiðréttir bláma og hylur dökka bauga undir augunum eins og engin önnur vara. Formúluna skal setja undir augun til að birta til og fylgja svo eftir með farða eða hyljara sé þess kosið. Þetta er svona vara sem þú trúir ekki að virki fyrr en þú prófar hana svo við hvetjum ykkur til að kíkja í heimsókn til okkar á Langholtsveg 126 og prófa.

Í áttunda sæti: RapidLash

RapidLash fylgir fast á hæla RapidBrow og eru vörurnar mjög oft keyptar saman hjá okkur. Rapid Lash lengir og þéttir augnhárin og mælum við innilega með því að taka fyrir og eftir mynd því árangurinn er ótrúlegur. Löng og falleg augnhár fara öllum vel 😊.

Í níunda sæti: Origins Drink Up Næturmaskinn

Origins Drink Up maskinn hefur gjörsamlega rokið út hjá okkur síðan hann var í Rakabombu Beautyboxinu okkar og var það ekki að ástæðu lausu að við vildum kynna hann  betur fyrir ykkur. Maskinn er einfaldlega ótrúlega góður og hjálpar við að halda húðinni vel nærðri og rakafullri og þá sérstaklega yfir kaldasta vetrartímann. Origins maskarnir eru líka á svo frábæru veðri og geta allir fundið sér maska við sitt hæfi.

Í tíunda sæti: StylPro Brush settið

Í tíunda sæti eru svo StylPro burstasettið okkar fallega sem að inniheldur 8 mjúka og góða bursta sem eru bæði frábærir sem byrjunarsett eða fullkomna burstasafn þeirra sem finnst gott að eiga marga góða bursta. Í Jóla Beautyboxinu leyndist einmitt 1 bursti af þessum 8 sem koma í settinu.

Í 11 til 20 sæti voru eftirfarandi vörur í þessari röð 🙂

Okkur þykir ótrúlega magnað og skemmtilegt hvað margar af okkar top vörum hafa verið í Beautyboxunum okkar 🙂

Takk kærlega fyrir 2019 við hlökkum til að taka 2020 með trompi með ykkur.

2 thoughts on “10 mest seldu vörurnar árið 2019

    • Beautybox.is says:

      Hæhæ 🙂 já það er opið alla virka daga frá klukkan 11-18 bæði hægt að sækja og versla hjá okkur, og þegar við erum alveg tilbúin verður opið á laugardögum líka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *