Uppáhalds maskarinn þinn – á sterum?

Maskarar eru ein mest notaðasta förðunarvaran í heiminum og eigum við það flestar sameiginlegt að þó svo við málum okkur ekkert mikið, eða kunnum ekkert of vel á allar þessar förðunarnýjungar þá er maskari samt alltaf klassískur og kunnum við flestar að skella honum á. En við erum líka eins mismunandi og við erum margar og fílum alls ekki allar sömu vörurnar og hentar sami maskarinn okkur einfaldlega ekki. Þetta er mjög greinilegt ef maður fylgist með umræðum á Beautytips t.d., sumir eeeeeeelska ákveðna maskara meðan öðrum finnst þeir hræðilegir – en það er bara gaman að því hvað við erum mismunandi.

Það eru þó nokkrir eiginleikar sem að við viljum flestar fá úr maskaranum okkar og þá einna helst viljum við að hann endist út daginn án þess að flagna eða smitast í húðina. Undirrituð hefur prófað ótal maskara en margir eiga það sameiginlegt að enda annaðhvort á augnlokunum (löng augnhár og olíurík húð) eða flagnaðir undir augunum, þrátt fyrir að vera algjör draumur í að lengja og þykkja. Það var ekki fyrr en ég kynntist maskaragrunnum sem ég áttaði mig á því að ég gæti notað alla maskara því þessi vandamál voru úr sögunni.

Það er ástæðan fyrir því að við völdum Smashbox Photo Finish Lash Primerinn í #Bakviðtjöldin Beautyboxið okkar. Maskaragrunnurinn nærir og lyftir augnhárunum á sama tíma og hann eykur þykkt hvers augnhárs fyrir sig. En það sem okkur þykir best við hann er að hann heldur maskaranum lengur á svo hann flagnar ekki af né smitast. Maskaragrunnurinn er með sérhönnuðum tvískiptum bursta, önnur hliðin er til að bera maskaragrunninn á og hin til þess að greiða í gegn um augnhárin svo þau klessist ekki. Það eina sem þú þarft að gera er að bera maskaragrunninn á augnhárin áður en þú setur uppáhalds maskarann þinn á. Til að ná sem bestum áhrifum berið maskarann á meðan að maskaragrunnurinn er enn blautur.

Takið eftir muninum á lengd og þykkt á efstu myndinni. Vinstra megin er Ingunn Sig með maskaragrunninn en hægra megin ekki.

Hér er svo hægt að horfa á myndbandið með #bakviðtjöldið Beautyboxinu okkar þar sem Ingunn Sig kennir ykkur betur á maskaragrunninn á ca mínútu 3:50.

Ps. fylgist vel með á næstu vikum því næsta Beautyboxið okkar fer alveg að koma út.

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *