Af hverju Bakuchiol og af hverju augnkrem?

Við fáum oft spurninguna þarf ég að nota augnkrem?

Stutta svarið við þessu er nei ekkert endilega, ef þú vilt ná fram ákveðinni virkni eða ert nú þegar að nota virk krem á andlitið sem mega ekki fara á augun þá er augnkrem betri kostur.

Húðin í kringum augun:

  1. Er alltaf á hreyfingu
  2. Framleiðir ekki eins mikla fitu
  3. Er þynnri

Með þetta í huga gefur augaleið að húðin í kringum augun gæti þurft á smá auka dekri að halda þar sem hún getur verið bæði viðkvæmari og þurrari.
Við höfum áður skrifað blogg þar sem við förum ítarlega í allar pælingar um augnkrem og mælum eindregið með því að skoða það með því að smella HÉR.

Hvað er Bakuchiol?

Við höfum áður skrifað um retinol, sem er tegund af A-vítamíni, en það er dásamlegt innihaldsefni sem hjálpar að vinna á móti ótímabærri öldrun húðarinnar. Aftur á móti hentar retinol ekki öllum. Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti mega sem dæmi ekki nota retinol en einnig eru margir sem upplifa ertingu þegar þeir byrja að nota retinol.
Bakuchiol er frekar nýstárlegt innihaldsefni sem er unnið úr laufum og fræjum Psoralea Corylifolia plöntunnar. Það á rætur sínar að rekja til kínverskra læknavísinda og rannsóknir sýna að það sé öflugur andoxunargjafi sem:

  • Jafnar húðtón
  • Dregur úr ásýnd fínna lína
  • Veldur ekki þurrki eða ertingu
  • Hraðar endurnýjun húðfruma
  • Hentar öllum húðtegundum
  • Mýkir og gefur raka.

Áhrif Bakuchiol svipa til áhrifa Retinols og er innihaldsefnið oft kallað „náttúrulegt retinol“ – þó svo það sé vissulega ekki A-vítamín og vinni aðeins öðruvísi en retinol. Bakuchiol hefur einnig þann kost yfir retinolið að þú þarft ekkert að pæla neitt sérstaklega í neinu öðru á meðan þú notar það, það má meira að segja nota það með retinoli. Bakuchiol getur því verið frábært innihaldsefni ef þú t.d. þolir ekki retinol, mátt ekki nota það eða hefur einfaldlega meiri trú á plöntunum,

Bybi Eye Plump

ByBi Eye Plum sem leyndist í Regnboga Beautyboxinu er öflugt augnkrem með bakuchiol sem sléttir og þéttir húðina undir augunum. Kremið inniheldur einnig blöndu af brokkolí olíu og hýalúronsýru sem sjá til þess að húðin fái mikinn raka og næringu.

ByBi hefur magnaða sögu en merkið var stofnað af vinkonunum Elise og Dominica. Þær byrjuðu sem bloggarar en gáfu svo út bókina Clean Beauty árið 2017 og stofnuðu stuttu síðar húðvörumerkið ByBi. Þær leggja áherslu á virkar, góðar og náttúrulegar vörur og eru með sjálfbærni að leiðarljósi. Þær trúa því að hægt sé að hugsa vel um húðina sína án þess að hafa slæm áhrif á lífríki jarðar.
Öll innihaldsefnin í ByBi vörunum eru fengin úr plöntum og gefa vörurnar ekkert eftir í virkni eða útliti.

Innihaldsefnin eru einnig fengin úr endurnýttum hráefnum. Sem dæmi er jarðaberja boosterinn þeirra búinn til úr jarðaberjafræjum sem falla til við safaframleiðslu. Fræjunum er yfirleitt hent en ByBi pressar fræin og býr til dásamlega jarðaberja húðolíu úr þeim. Pakkningarnar eru unnar úr sykurreyr sem væri annars hent eftir sykurframleiðslu, endurvinnanlegu gleri og graspappír sem er framleiddur með 80% minni orku en venjulegur pappír. ByBi er klárlega vörumerki sem er vert að veita athygli.

Sýnikennsla

Við mælum svo eindregið með því að horfa á sýnikennslu í boði Auðar Jónsdóttur förðunarfræðings sem býr og starfar í Los Angeles en Beautyboxið okkar ferðaðist alla leiðina til hennar fyrir myndbandið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *