Hárvörumerkið sem hefur unnið til yfir 180 verðlauna á 5 árum.

Árið 2018 gaf Sisley Paris út nýtt hárvörumerki sem þau skýrðu Hair Rituel by Sisley Paris. Þó svo að merkið sé ungt, þá byggir það á yfir 40 ára sögu merkisins og heldur í gildi merkisins sem eru að nota aðeins það besta úr plöntuheiminum í bland við nýjustu og bestu tæknina til þess að búa til framúrskarandi hárvörur.

Á þessum 5 árum hefur vörumerkið, sem inniheldur 16 vörur og 3 bursta, unnið til yfir 180 verðlauna, sem er algjörlega sturlaður árangur. Vörurnar eru virkar, þær ráðast á tiltekin vandamál og ilma algjörlega dásamlega. Hair Rituel by Sisley Paris hugsar nefnilega ekki bara um hárið, heldur einnig hársvörðinn enda er hársvörðurinn einfaldlega áframhald af húðinni á andlitinu okkar. Vörurnar hafa því tvö markmið, að vernda og næra hárfíbrana sjálfa, og að vernda og næra hársvörðinn.

Svona árangur skilar þér að sjálfsögðu beint í HYPE Beautyboxið og þótti okkur alveg einstaklega gaman að kynna ykur fyrir þessu frábæra merki í boxinu. Í Beautyboxinu leyndist nefnilega Precious Hair Care hárolían sem inniheldur ástaraldin og morningaolíu, ásamt shea og baðmullarfræ olíu sem endurbyggir hárið og gefur því einstakan ljóma og mýkt, þó án þess að þyngja það.

Fyrir þrem vikum kom Sisley sérfræðingur til okkar og var að kynna bæði Sisley Paris og Hair Rituel By Sisley Paris. Dothe kom með hárskanna með sér sem greindi heilbrigði hársins og hársvarðarins. Við birtum video af því á instagram og það má með sanni segja að skanninn sló í gegn og margir mættu til þess að kanna heilbrigði hársins. Allir í Beautybox teyminu þurftu að sjálfsögðu að prófa skannann og vorum við sammála því að þetta er mjög áhugavert. Ég hafði sem dæmi notað fjólublátt sjampó um morguninn, sem ég hafði ekki skolað nógu vel úr hárinu og sást það vel í rótinni. Ég geri allavega ekki þau mistök aftur! Það er gaman að segja frá því að ein í hópnum skoraði mjög háa einkunn en vildi athuga hvort að hún gæti fengið betri einkunn svo daginn eftir fór hún í hárskannann, eina sem hún hafði breytt var að hún notaði Precious Hair Care olíuna í hárið og hún fékk 5 stigum hærri einkunn.

Ekki komust allir að sem vildu en Dorthe kemur aftur til okkar með skannann og munum við auglýsa það þegar nær dregur.

Hármótunarvörur Hair Rituel by Sisley Paris

Sýnikennsla

Hér fyrir neðan má horfa á sýnikennsluna með Sif Bachmann sem fór yfir vörurnar í HYPE Beautyboxinu með okkur. Afsláttarkóðinn HYPE veitir 20% afslátt af vörunum í boxinu, þar til næsta box kemur út.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *