Sólarvarnir alla daga, allan ársins hring!

Við getum að sjálfsögðu ekki gefið út húðumhirðu Beautybox nema að hafa sólarvörn í boxinu. En það er gaman að segja frá því að boxið var tæknilega séð tilbúið, en þegar við horfðum á það og hugsuðum aðeins betur þá vissum við einfaldlega að við urðum að fá sólarvörn í það líka.
Við höfðum því samband við eitt af nýjustu merkjunum okkar, Hello Sunday sem voru heldur betur til. Þar af leiðandi seinkaði boxinu um 2 vikur – en það var svo sannarlega þess virði því hvað er húðumhirða án sólarvarnar?

Aldrei er góð vísa of oft kveðin – en sólarvörnin er nefnilega eitt mikilvægasta skrefið í húðumhirðu okkar, því það er einfaldlega auðveldara að koma í veg fyrir hluti heldur en draga þá til baka.

 

Þegar eitt af fyrstu Beautyboxunum komu út í mars árið 2019 ákváðum við að setja sólarvörn í boxið til þess að bera boðskapinn um mikilvægi sólarvarna og höfum gert síðan. Vitundarvakningin um mikilvægi sólarvarna síðan þá er algjörlega mögnuð! Á þeim tíma voru fáir sem notuðu sólarvörn daglega, en í dag eru sólarvarnir ein vinsælasta vörutegundin okkar.

Við fögnum þessari breytingu að sjálfsögðu og er gríðarlega mikilvægt að vernda húðina gegn geislum sólarinnar sem geta síðar leitt til húðkrabbameins en það var ekki fyrr en athyglin beindist að því að sólin beri ábyrgð á 90% af öldrunareinkennum húðarinnar að fólk loksins hlustaði. Svona virkum við mannfólkið oft því að sjálfsögðu vil enginn pæla í því að maður geti fengið húðkrabbamein, en við fáum nú flest hrukkur.

Markmiðið okkar er að fá ykkur til þess að vernda húðina á hverjum degi!
Við vitum að mörgum þykir erfitt að finna hina fullkomnu sólarvörn. Fullkomna sólarvörnin fyrir þig er sú sem hentar þér og þinni húðgerð best og þú manst eftir að nota á hverjum degi.
Því er ótrúlega gaman að hafa Hello Sunday, The One That‘s a Serum í Regnboga Beautyboxinu, en formúlan er ólík öllum öðrum sólarvörnum sem hafa áður verið í boxinu.

 

 

Sólarvörnin ininheldur breiðvirka sólarvörn SPF45, formúlan er létt og minnir á serum frekar en þykkt sólarvarnarkrem. Þrátt fyrir að varan heiti „serum“ er sólarvörn alltaf síðasta skrefið í húðrútínunni, en er sett á undan förðunarvörum.
Það má líka bæta nokkrum dropum af seruminu við þitt eigið rakakrem eða blanda út í farða, en við mælum persónulega ekkert sérstaklega með því þar sem vörnin verður þá minni.
Það er samt betra en að sleppa henni alveg . The One That‘s a Serum inniheldur líka rakagefandi innihaldsefni eins og hýalúronsýru og C vítamín.

 

Hello Sunday sérhæfir sig í sólarvörnum og eru allar vörur merkisins sólarvarnir eða krem til að nota eftir að hafa verið í sól.
Vörurnar frá Hello Sunday eru fyrir andlit, líkama, hendur og varir og ættu allir að geta fundið sér sólarvörn við sitt hæfi. Merkið hefur því sama markmið og við – að allir finni sólarvörn sem henti sinni húð og að hún sé notuð daglega! Vörurnar eru vegan og hafa cruelty free stimpilinn. The One That‘s a Serum fæst í tveimur stærðum og minni stærðin sem leyndist í Beautyboxinu er hinn fullkomni ferðafélagi og mjög sniðugt að eiga ef maður ferðast reglulega bara með handfarangur.

Við mælum innilega með því að skoða bloggið okkar síðan 2019 – því það á enn við í dag. Smelltu HÉR til að skoða.
Einnig ef þú ert enn óviss um muninn á kemískri og steinefna (e. mineral) sólarvörn þá mælum við með að smella HÉR.

Sýnikennsla

Við mælum svo eindregið með því að horfa á sýnikennslu í boði Auðar Jónsdóttur förðunarfræðings sem býr og starfar í Los Angeles en Beautyboxið okkar ferðaðist alla leiðina til hennar fyrir myndbandið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *