Meðferð persónuupplýsinga

Notendur Beautybox þurfa að gefa persónuupplýsingar, nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang þegar keyptar eru vörur á vefnum. Ef notandi vill síðar að þessum upplýsingum sé eytt, munum við verða við þeirri ósk, nema því aðeins að það sé ekki hægt af bókhaldslegum eða lagalegum ástæðum. Þessar upplýsingar eru eingöngu aðgengilegar starfsmönnum Beautybox og upplýsingarnar notum við einungis til að geta afgreitt pöntun þína og sinnt þeim málum sem upp kunna að koma varðandi hana.

Þegar greiðsla fer fram í gegn um heimasíðu okkar eru greiðsluupplýsingar skráðar á öruggu vefsvæði Borgunnar, Netgíró, Pei eða í þínum persónulega heimabanka sem tryggir að greiðsluupplýsingar þínar verða óaðgengilegar fyrir óviðkomandi.

Við notum netfang þitt eingöngu í tengslum við afgreiðslu pöntunar þinnar. Óskir þú hins vegar eftir því að fá fréttabréf okkar til þess að fá upplýsingar um tilboð, ný blogg eða Beautyboxin okkar sent þá þarft þú að staðfesta beiðni um það. Þú getur afskráð þig af póstlistanum okkar hvenær sem er með því að fylgja leiðbeiningunum neðst í fréttabréfinu.

Símanúmerið þitt er einungis notað til þess að hafa samband við þig þegar pakki fer í útkeyrslu eða Íslandspóst. Símanúmer er aldrei notað í markaðstilgangi.

Tribus ehf skuldbindur sig til að afhenda ekki, selja eða gefa upplýsingar sem þú lætur af hendi vegna viðskipta okkar aðgengilegar til þriðja aðila.

IP tala þín er skráð við greiðslu pöntunar. Þær upplýsingar ásamt persónuupplýsingum og upplýsingum um vörukaup gætu verið notaðar í tengslum við lögreglurannsókn vakni grunur um sviksemi eða misnotkun greiðslukorta.

Vefkökur

Vefkökur (cookies) frá fyrsta aðila eru notaðar á ýmsum hlutum vefsins og í ýmsum tilgangi. Þær geta t.d. verið notaðar til að fylgja slóð tiltekins notenda gegnum vefinn, vista stillingar sem hann hefur valið (óskalisti) eða halda utan um hvaða vörur hann hefur séð. Einnig nýtir Beautybox vefkökur til að greina umferð um vefinn til þess að bæta upplifun notenda.

Vefkökur eru ekki tengdar við persónuupplýsingar, nema í þeim tilvikum sem nefnd eru hér að ofan. Persónuupplýsingar eru aldrei vistaðar í vefkökunum sjálfum. Persónuupplýsingar notenda eru aldrei framseldar til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi nema að undangengnum dómsúrskurði.

Vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum (Google og Facebook) eru notaðar á Beautybox m.a. til þess greina notkun vefsetursins hvað varðar fjölda notenda og hegðun þeirra á vefsetrinu. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig þessir aðilar nota vefkökur á vefsíðum þeirra.

Með því að halda áfram á vefsíðu Beautybox samþykkir þú skilmála.