Hármeðferðin sem nýtist á þvottadegi.

Þegar ég ferðast erlendis finnst mér fátt skemmtilegra en að fara í snyrtivöruverslanir. Kærasti minn skilur ekkert í þessu, því ég „á víst heila verslun af þessu heima“ en það er bara svo margt gaman við að skoða erlendar verslanir. Það er gaman að sjá nýjar og spennandi vörur og merki, hvernig vörurnar eru settar upp, lýsingu, hönnun og markaðssetningu innan verslananna. En eitt af því skemmtilegasta sem ég geri líka er að tala við starfsfólkið og spyrja þau hvaða vörur eru vinsælar hjá þeim og hverjar uppáhalds vörurnar þeirra eru.

Síðan við tókum inn Sisley Paris og Hair Rituel by Sisley Paris þá hef ég farið á alla Sisley standa sem ég finn bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og alltaf spyr ég hver uppáhalds varan þeirra er. Í hvert einasta skipti sem ég hef spurt þessa spurningu þá tala allir, bæði dömur og herrar sem hafa afgreitt mig, um Hair Rituel Restructuring Nourishing Balm sem leyndist einmitt í Leyniperlu Beautyboxinu.

Hair Rituel Restructuring Nourishing Balm er hármeðferð sem er notuð í þurrt hár, áður en það er þvegið. Salvinn er þéttur en breytist á olíu þegar honum er nuddað á milli handanna. Það mætti segja að þessi vara sé í sama flokki og t.d. Olaplex 3 og K18, en þetta er hvorki sjampó, hárnæring, né mótunarvara – heldur styrkingarvara fyrir þurrt og slitið hár og hár sem má við aðeins meiri gljáa og næringu.

Eins og allar vörurnar frá Hair Rituel þá er Restructuring Nourishing Balm stútfullur af góðum innihaldsefnum úr plöntum. Salvinn inniheldur blöndu sem kallast18-MEA sem gerir við hárfíbrana, seramíð sem styrkir, bætir viðnám hársins, lagar og kemur í veg fyrir klofna enda og slitið hár. Salvinn inniheldur einnig shea, macadamíu, babassu, morninga og meadofoam olíu sem að allar næra og styrkja þurrt og skemmt hár ásamt því að gefa því fallegan glans.

Lúxusprufan af Restructuring Nourishing Balm

Sem var í Leyniperlu Beautyboxinu endist í 2-3 skipti eftir sídd og þykkt hársins.

125 ml af dásemd

Söluvaran sjálf er 125 ml sem er töluvert mikið af vöru miðað við aðrar meðferðir.

Það sem gerir þessa vöru svolítið skemmtilega er að hana á að bera í þurrt hárið, en ekki blautt. Það má bera hana í hárið um 30 mínútum áður en maður fer í sturtu en til þess að fá alveg fulla meðferð er mælt með að setja hana í hárið og vera með í 8 tíma áður en hún er þvegin úr.

Hægt er að setja salvann í hárið og sofa með hann en mér finnst frábært að setja hana í hárið um morgun á þvottadegi, setja í mig sætan snúð og þvo svo hárið um kvöldið. Formúlan ilmar nefnilega svo dásamlega og hún heldur hárinu jafnvel betur en gel og hársprey og er því tilvalin í þvottadagssnúð eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Berðu í þurrt hárið einu sinni í viku. Notaðu magn á stærð við 1 vínber fyrir stutt eða fíngert hár en 2-3 vínber fyrir þykkt og/eða mjög sítt hár. Nuddaðu salvanum í hendurnar þar til hann bráðnar og verður að silkimjúkri olíuáferð og berðu í endana á hárinu. Leyfið salvanum að vera í hárinu í minnst 8 tíma fyrir fulla meðferð en einnig er hægt að nota hann í 30 mínútur fyrir snögga meðferð.

Afsláttarkóðinn PERLA gefur 20% afslátt af vörunum í Leyniperlu Beautyboxinu út júní 2024

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *