Þurfum við að pæla í ónæmiskerfi húðarinnar? Ultimune frá Shiseido hefur unnið yfir 200 snyrtivöruverðlaun !

Ultimune sem leyndist í Goðsagna Beautyboxinu stendur svo sannarlega undir nafni enda eru fáar snyrtivörur á markaði sem hafa unnið jafn mörg snyrtivöruverðlaun. Ultimune býr yfir 25 ára rannsóknarvinnu sem er samstarf á milli Shiseido og MGH-Harvard Cutaneous Biology Research Center.

Á tímum Covid pæla margir í því að efla ónæmisvarnir líkamans. Með sterkara ónæmiskerfi erum við ólíklegri til þess að veikjast og ef það gerist, þá erum við fljótari að ná aftur heilsu. En það eru kannski færri sem pæla sérstaklega í ónæmiskerfi húðarinnar – nema Shiseido sem hefur rannsakað það í yfir 25 ár. Húðin er okkar stærsta líffæri og er því full ástæða til þess að veita ónæmiskerfi húðarinnar athygli.

Í ónæmiskerfi húðarinnar eru Langerhans frumur sem hjálpa húðinni að halda sér heilbrigðri og í jafnvægi. Langerhans frumurnar vinna á yfirborði húðarinnar eins og verkstjórar sem skipa öðrum ónæmisfrumum í eitlakerfinu okkar að ráðast upp og vernda okkur gegn utanaðkomandi áreiti svo sem UV geislum, þurrki, sveppum, sýklum, sindurefnum og mengun. Það segir sig því sjálft að því sterkari sem ónæmiskerfi húðarinnar er því heilbrigðari er hún.

Með aldrinum fækkar Langherhans frumunum og þar með veikist ónæmiskerfi húðarinnar og erum við því bæði líklegri til þess að upplifa ertingu og óþægindi í húð en einnig eru áhrif sindurefna í umhverfi okkar líklegri til þess að valda ótímabærri öldrun húðarinnar.

Ultimune var hannað í þeim tilgangi að efla ónæmiskerfi húðarinnar og Langerhans frumurnar og færa okkur því sterkari, stinnari og mýkri húð. Það er því ekki skrítið að Ultimune hafi unnið yfir 200 snyrtivöruverðlaun því serumið er einstakt í sinni tækni.  Serumið kom fyrst á markað árið 2014 en Shiseido hefur haldið áfram að fullkomna formúluna sína og gaf nýlega út endurbætta formúlu sem inniheldur nýja tækni sem vinnur einnig að því að draga blóðflæðið fram í húðina og virkja varnir hennar enn frekar. Með betra blóðflæði nær húðin að vinna enn betur á öllu því sem hún þarf að tækla í daglegu áreiti.

Ultimune formúlan inniheldur andoxunarbombu:

  • Reishi sveppi og írissarrót sem hjálpa húðinni að verjast gegn sindurefnum úr umhverfinu, minnka bólgu í húð ásamt því að stuðla að heilbrigðri endurnýjun húðfruma.
  • Búlgarskt rósavatn sem kemur jafnvægi á PH gildi húðarinnar.
  • Grasaþykkni úr ginkó, timjan og lótussýkli sem stuðla að heilbrigði og mýkt húðarinnar.

Shiseido Ultimune er alltaf borið á hreina húð. Það frábæra við Ultimune er að það er í fullkomnu lagi að nota Ultimune með öllum öðrum snyrtivörum og þar á meðal öðrum serumum, en ef þú notar fleiri en 1 serum þá er Ultimune alltaf sett á húðina fyrst því það eflir einnig virkni allra vara sem á eftir koma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *