7x meiri raki með Sensai Absolute Silk

Ó hvað við vorum glöð þegar við fengum Sensai Absolute Silk Kremið í boxið okkar en þessi dásemd bættist við aðeins á síðustu dögum og setti klárlega punktinn yfir i-ið á NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar.

Það sem við höfum komist að eftir að við tókum Sensai inn til okkar er að allt of fáir vita að Sensai er í grunninn húðvöru merki þó svo að förðunarvörurnar þeirra séu vinsælli hér á landi. En það sem gerir Sensai merkið svona einstakt er að allar vörurnar innihalda Koshimaru silki.

Af hverju silki?

Upphafið að áhrifum silkis á húðina má rekja til þess tíma er konur sátu við vefstóla og spunnu klæði úr silkiþræði. Glöggir aðilar tóku eftir að húðin á höndum kvennanna var einstaklega slétt og silkimjúk og var það síðar rakið til áhrifa frá silkiþræðinum. Í framhaldinu hófu forsvarsmenn SENSAI áratugalanga leit að því hvernig sem best mætti stuðla að lýtalausri og silkimjúkri húð. Þessi vegferð leiddi þá áfram að hinu goðsagnarkennda Koishimaru-silki sem oft er nefnt ,,hið konunglega silki“ því á sínum tíma var það eingöngu framleitt fyrir keisarafjölskylduna í Japan og allt fram á okkar daga þykir það fínasta silkið sem hægt er að fá.

Til að útskýra aðeins hvað gerir silki svona sérstakt, hefur þú tekið eftir því að silkiskyrta er mun þyngri en aðrar skyrtur sem koma úr þvottavélinni? Ástæðan fyrir því er að silki heldur vatni einstaklega vel og getur því gefið húðinni allt að 7x meiri raka en nokkur annar rakagjafi í náttúrunni. Rannsóknir sýna að silkið sveipar húðina verndarhjúp og að það geti örvað framleiðslu á hýalúron sýru sem er náttúrulega rakaefnið í húðinni.

Hvað gerir Sensai Absolute Silk Cream einstakt?

 Þetta létta en þó öfluga lúxus krem birgir húðina upp af ríkulegum raka og veitir henni verndarhjúp með því að umvefja hana dýrindis silkislöri.

Kremið inniheldur konunglega Koshimaru Royal Ex sem á sér enga hliðstæðu í snyrtivöruheiminum og er einungis í silki línunni. Silkið skartar einstökum eðalfínum efnum sem örva framleiðslu húðarinnar á hyalúron sýru, bæði í neðstu og efstu lögum hennar þannig að hún er ávallt böðuð í hafsjó af raka. Ásamt því næra þessi dýrmætu og áhrifaríku efni húðina og koma í veg fyrir að húðin verði hrjúf og eflir varnarkerfi hennar gagnvart skaðlegu utankomandi áreiti. Þannig tekst kreminu að koma í veg fyrir að húðin missi frískleika sinn þegar aldurinn færist yfir.

Notkunarleiðbeiningar – Berið á húðina kvölds og morgna og upplifið töfra. Fyrir aukinn raka og virkni, notið SENSAI rakavatn eða Micro Mousse í Sensai línunni undir kremið.

Absolute Silk línan

Við mælum svo innilega með því að þið kíkið til okkar eða skoðið vefinn og kynnið ykkur Sensai húðvörurnar því þær eru NEXT LEVEL dásamlegar alveg eins og förðunarvörurnar þeirra.

Absolute Silk

Texti: Íris Björk Reynisdóttir og Rannveig Sigfúsdóttir
Myndir: Ingunn Sig

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *