Ávaxtasýrur á húðina – virka þær?

Vinsældir ávaxtasýra í húðvörum hafa stóraukist á undaförnum árum og rannsóknir komið fram sem sýna skilvirkni þeirra fyrir betri húð en hinsvegar eru margir sem vita ekki hver tilgangur þeirra er eða hvernig sé best að nota þær. Margir velta einnig fyrir sér hvaða gagn þær gera og hvernig þær virka fyrir húðina.  

Með tímanum eldist húðin og smám saman hægist á kollagen framleiðslu hennar. Húðin verður slappari og þurrari og fínar línur byrja að myndast. Litabreytingar koma einnig fram í húðinni og svokallaðir sólarblettir koma fram.

Húðin missir þannig ljóma sinn með tímanum og ysta lagið þornar og stíflast af dauðum húðfrumum sem að hægir á endurnýjun frumanna og leiðir að því að litarhaftið verður dauflegra.

Ég mikinn áhuga á húð og öllu sem henni við kemur og hef lesið mér mikið til um mismunandi virk efni fyrir húðina. Ég hef persónulega notað ávaxtasýrur á mína húð í mörg ár og sé góðan árangur og finnst þær viðhalda henni vel.

Hvað eru ávaxtasýrur og hvað gera þær?

Ávaxtasýrur eru frábærar fyrir húðina, sama hvaða vandamál þarf að takast við, þar sem að þær hjálpa til við að bæta alla starfsemi húðarinnar. Aðalvirkni ávaxtasýra er að sýrurnar fjarlæga dauðar húðfrumur og örva endurnýjun húðarinnar. Virkni þeirra vinnur þannig að því að jafna áferð húðarinnar og húðlit, hreinsa húðina og draga úr fínum línum og sólarblettum. Ávaxtasýrur virka á ör, bólur, litamismun, dauft litarhaft, eykur kollagen og jafnvel raka.

Virkni ávaxtasýra er mikil. Nokkrar tegundir ávaxtasýra eru til og eru þær mismunandi vinsælar. Ég ætla hér að notast við ensku heitin svo þið getið lesið ykkur til um í innihaldi á vörum sem þið kaupið og vitað hver gerir hvað.

Í einföldu máli eru til AHA og BHA ávaxtasýrur. AHA virkar sérstaklega vel þar sem sýran og leysir upp og losar efstu lög dauðra húðfruma af húðinni. Maður getur ekki séð það en maður finnur smá kitl þegar maður ber þær á. AHA sýrur lækka einnig pH gildi húðarinnar frá um 5.5 til um 3 sem að hraðar endurnýjun húðfrumna.

BHA virkar á líkan hátt en fer djúpt inn í húðholurnar. BHA eða salicylic sýra er fituleysanleg og hreinsar því stíflur í húð, bólur og fílapensla. Einnig hefur sýran bakteríudrepandi eignleika og er því sérstaklega góð fyrir feita og bólótta húð. Einnig örvar BHA sýran kollagen framleiðslu og gerir húðina stinnari. Ávaxtasýrur gætu einnig virkað fyrir suma gegn rósroða og er því vert að prófa þær.

Það eru aðallega þrjár tegundir af AHA og BHA sýrum sem að maður sér í húðvörum. Ein þeirra er glycolic. En þetta er ein af skilvirkustu sýrunum sem til eru og er því í raun aðal súper stjarna ávaxtasýranna. Glycolic sýran hefur minnstu sameindina af AHA fjölskyldunni og fer þannig hraðast inn í húðina.

Önnur er lactic en hún virkar á sama hátt og glycolic en er aðeins mildari. Lactic hentar þannig viðkvæmri húð. En þessi ávaxtasýra er áhrifamikið andoxunarefni með mikla rakagefandi eignleika sem mýkja og slétta húðina.

Salicylic ávaxtasýran er einnig mjög vinsæl en hún er þekkt sem BHA sýra. Hún fer dýpra í húðholurnar heldur en bara að hreinsa yfirborð húðarinnar og hreinsar þannig vel dauðar húðfrumur og bakteríur.

Óalgengari tegundir ávaxtasýra eru til sem geta einnig verið góðar fyrir húðina. Ef þú ert með mikinn litamismun í húðinni getur verið gott að nota malic sýruna. Hún minnkar við framleiðslu melanín. Citric sýra kemur úr ávöxtum og er stundum notuð til þess að hjálpa við hreinsun með AHA sýrunum. Hún inniheldur andoxunarefni sem að minnka áhrif sólarinnar og mengunar á húðina, en það dregur úr öldrun húðarinnar. Mandelic sýran getur verið góð fyrir olíu- og bóluríka húð þar sem hún er bakteríudrepandi. Azeliac sýran getur einnig virkað vel á bólur og rósroða. PHA sýrur eru í dag óalgengari en AHA en virka í raun á sama hátt. En mólikúl þeirra eru stærri en AHA sýra og virkar þannig á aðeins hægari máta. Þessi sýra getur unnið á sólarskaða húðarinnar og er góður rakagjafi.

Virka ávaxtasýrur eða er þetta eitt sölutrikkið í viðbót?

Árangur ávaxtasýra telst vera góður og hafa nokkrar rannsóknir komið fram sem að sýna skilvirkni þeirra.

Niðurstöður rannsókna sem birtar voru á læknaþingi í Bandaríkjunum 1995 fjallaði um árangur ávaxtasýra sýndu að notkun þeirra jók þykkt húðarinnar verulega og þar með hæfnina til þess að verjast sólargeislum. Þannig að vörn húðarinnar gegn sólinni nánast tvöfaldaðist! En hér er um að ræða daglega notkun á ávaxtasýrum og mikilvægt að viðhalda notkuninni til lengdar.

Þannig í raun er svarið: nei. Þetta er ekki eitt sölutrikkið í viðbót. En það skiptir máli að finna réttu ávaxtasýrurnar fyrir þína húð og nota þær á réttan hátt.

Hvernig er best að nota ávaxtasýrur á húðina?

Aðalvirkni ávaxtasýra er að með reglulegri notkun til lengdar. En þetta eru hinsvegar sýrur og geta leitt að mikilli næmni, þurrki og pirringi ef maður fer ekki varlega. Maður þarf að byrja að nota þær hægt og rólega, eins og 1-2 sinnum í viku og auka notkunina svo hægt og rólega. Best er að bera þær á á kvöldin þar sem að þær geta gert mann næmari fyrir sólarljósi.

Misjafnt er eftir hverri vöru sem inniheldur ávaxtasýrur hvernig er best að nota þær en það fer meðal annars eftir styrkleika. Grunnreglan er að byrja rólega og auka svo alltaf við notkun þeirra þar til þær eru komnar í reglulega notkun sem hentar þinni húð. Einnig að byrja fyrst á minni styrkleika og auka svo við. Oft eru ávaxtasýrur settar í bómull (eins og Nordic Skin peel) eða að þær eru sjálfkrafa í efnum eins og hreinsi eða serumi. Best er að bera á sig ávaxtasýrur eftir að húðin hefur verið hreinsuð vel og áður en önnur krem eða serum eru borin á til að hámarka virkni þeirra.

Boðið er upp á sérstakar ávaxtasýrumeðferðir á húðmeðferðarstofum þar sem hár styrkur ávaxtasýra er borinn á og látinn sitja á húðinni. Mælt er með því að fara í meðferðina í nokkur skipti til þess að sjá góðan árangur.

Sérstaklega áhrifaríkt er að nota ávaxtasýrur til lengdar, eins og rannsóknir sýna, og þannig ná fram árangri. Þetta gerist ekki bara einn tveir og þrír! Heldur tekur tíma fyrir húðina að endurnýjast og hreinsast og vinna á móti öldrun húðarinnar.

Það þarf að passa að húðin gæti verið viðkvæmari fyrir sól við notkun ávaxtasýra. Mikilvægt er því er að slaka aðeins á notkun sýranna yfir sumarmánuðina eða ef maður er að fara til sólarlanda. En eins og ég segi alltaf, að þá þarf að passa alltaf að bera á sig sólarvörn!

Einnig þarf að passa að ef maður er að bera reglulega retinol eða C vítamín á húðina að gera það ekki á sama tíma og maður er að bera á ávaxtasýrur, þar sem að það virkar ekki vel saman.

Hægt er að skoða vörurnar okkar sem að innihalda ávaxtasýrur HÉR

**Margrét var með snappið okkar sama dag og bloggið kom út og hér er hægt að horfa á byrjun á story hjá henni. Því miður vistaðist ekki allt hjá okkur. 

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

2 thoughts on “Ávaxtasýrur á húðina – virka þær?

  1. Stefanía Ó. Amin says:

    Góðan daginn,

    Ég er að leita af góðum og nátturulegum vörum sem hjálpar til við acne vandammál og laga örvar fyrir húðina.
    Þetta er fyrir 16 ára stelpuna mína sem með örvar eftir acne bólur. Hvað ráð getið þið fært mér til þess að hjálpa henni að laga örvarnar eftir unglingar bólur acne húðvandmál ?

  2. Þóra Bryndís says:

    Hæ. Eg er búin að vera veik og er mjög þreytt í framan. Hvað á ég að kaupa til að fríska mig upp

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *