Hvernig virkar eiginlega sjálfbrúnka? Allt um TAN ! #Sjálfbrúnka101

Eins og við höfum talað um áður þá hugsum við vel um húðina okkar á þessum bæ og í stað þess að steikja hana í sólinni þá elskum við góða sólarvörn og góða sjálfbrúnku. Við vorum svo heppin að ein okkar uppáhalds sjálfbrúnka var í Sumpartý boxinu okkar en það var St. Tropez Express froðan sem selst á 15 sekúndna fresti í heiminum ! Ekki nóg með það heldur var líka St. Tropez Velvet hanskinn í boxinu en hann er ómissandi til að ná jafnri og fallegri brúnku.

En vitið þið hvernig sjálfbrúnka virkar?

Virka innihaldsefnið í langflestum brúnkukremum heitir dihydroxyacetone eða DHA. En DHA eru einfaldar sykrur (kolvetni) sem oftast eru fengin úr rófum eða reyrsykri. Þegar DHA kemst í snertingu við húðina þá byrjar náttúrulegt ferli þar sem að amino sýrurnar í efsta lagi húðarinnar mynda melanoidins í dauðum húðfrumum. Við þessa oxum myndast fallegi brúni liturinn sem að gerir okkur brún í nokkra daga, eða þar til að dauðu húðfrumurnar fara af yfirborði húðarinnar. Styrkleiki DHA, samsetning með öðrum innihaldsefnum og hversu lengi við höfum vöruna á húðinni ræður svo lokaútkomunni.

Tropez Express froðan er því í miklu uppáhaldi hjá okkur því að það er auðvelt að stjórna því hversu djúpa brúnku maður vill fá. Til þess að fá léttan lit skilur maður froðuna eftir á húðinni í klukkutíma, til að fá miðlungs lit í 2 tíma og til að fá djúpan lit í 3 tíma. Lokaniðurstaðan fer svo eftir ykkar náttúrulega lit en því dekkri sem að húðin ykkar er nú fyrir, því dýpri lit náið þið. St. Tropez Velvet Luxe hanskinn er svo alveg ómissandi í ferlinu til að ná jöfnum og fallegum lit.

Sjálfbrúnku Tips

Ef þið hafið kynnt ykkur brúnkukrem áður þá hljómar þetta oftast svona:

  1. Skrúbba húðina og raka/vaxa hár 24 tímum áður.
  2. Bera rakakrem á þurr svæði
  3. Bera brúnkukrem á með hanska
  4. Bíða í x tíma, skola af og dúmpa af húðina.
  5. Bera á raka og skrúbba húðina fyrir næsta skipti

En þar sem við þurfum alltaf að grafa aðeins dýpra í hlutina þá langar okkur að segja ykkur af hverju þessi rútína er mikilvæg til að ná sem fallegustu lokaútkomunni og af hverju þú ættir að fylgja henni.

Raka eða vaxa 24 tímum áður

Þegar við rökum / vöxum húðina þá erum við í leiðinni að skrúbba efsta yfirborðið á henni af. Þar af leiðandi segir það sig sjálft að ef þú berð á þig brúnkukrem og vaxar / rakar þig svo, þá einfaldlega skefur þú af þér brúnkuna strax (og verður flekkótt!).

Aftur á móti þá höfum örugglega flestar gerst sekar á því að raka okkur bara rétt áður en við berum á okkur brúnkukrem. Ef það virkar fyrir þá þá frábært, en ef þú ert ein af þeim sem að færð doppur á leggina eftir að hafa borið á þig brúnkukrem, þá er ástæðan mjög líklega sú að þú rakaðir þig of snemma áður en þú barst á þig brúnkukremið og því sest brúnkan í opnar húðholur. Best er því að raka/vaxa daginn áður og leyfa húðinni að jafna sig. Í neyð, rakið leggina rétt fyrir en úðið svo köldu vatni á leggina eftir raksturinn til þess að draga saman húðholurnar.

Ef þú ert í háreyðingarferli á snyrtistofu eða átt heima græju þá alls ekki nota brúnkukrem á meðan þeirri meðferð stendur. Ástæðan fyrir því er að leysirinn vinnur með litarefnið í hársekknum og getur því ruglað öllu ferlinu og jafnvel skaðað húðina.

Skrúbbið húðina 24 tímum áður

Ástæðan fyrir því að það er talað er um að skrúbba húðina 24 tímum fyrir ásetningu er út af því að margir skrúbbar innihalda ávaxtasýrur. Ef að þú þekkir ekki innihaldsefnin nógu vel eða ert óörugg/ur þá er betra að skrúbba daginn áður því ef að ekki er farið rétt að farið þá gæti húðin verið að endurnýja sig þegar þú ert að bera á þig sjálfbrúnkuna og þú því orðið flekkótt/ur. Passið einnig að nota ekki skrúbb sem inniheldur olíur því að olíur mynda filmu yfir húðina og hindra virkni DHA. Að skrúbba daginn áður er því öruggara. Ef þú þarft að hoppa í snögga sturtu fyrir ásetningu til að þvo af sveitarlyktareyði eða líkamskrem, hafðu hana þá kalda (til að opna ekki svitaholur og fá doppur) og olíulausa 😊.

St. Tropez Prep and Maintain Tan Enhancing líkamskremið til hægri og St. Tropez Express lúxusprufan og hanskinn sem voru í boxinu 🙂 eins og sumir kannski sjá þá er ég að nota hanskann í annað skiptið, en hann má þvo á milli þess sem maður notar hann og endist því mjög lengi.

Bera rakakrem á þurrsvæði

Húðin á að vera alveg þurr og hrein áður en þú byrjar að bera brúnkukremið á þig, nema á extra þurrum svæðum svo sem olnbogum, ökklum, hnjám og höndum þar sem við viljum setja smá filmu á milli sjálfbrúnkunnar og húðarinnar. Ástæðan er að þurr húð dregur í sig extra lit og viljum við ekki að þau svæði verði dekkri en restin af líkamanum. Passið að nota rakakrem sem að inniheldur ekki olíur eins og t.d Prep and Maintain Tan Enhancing líkamskremið frá St. Tropez.

Við mælum einnig með því að nota raka á andlitið áður en að brúnkan er borin þar á og þá annaðhvort olíulaust rakakrem eða serum.

Bera brúnkukrem á með hanska

Berið brúnkukremið á með St. Tropez hanskanum í löngum storkum eða hringlaga hreyfingum eftir því hvaða svæði þú ert á. St. Tropez Express Froðan er með leiðbeinandi lit þar sem þú sérð hvort þú ert búinn að bera brúnkukremið á húðina eða ekki. Það skiptir engu máli hvort þú farir yfir svæði oftar ein 1x og ert smá flekkótt þegar þú ert að bera brúnkuna á, það eina sem skiptir máli er að brúnkan sé borin á allstaðar. Passið einnig að nudda ekki of fast eða of mikið til þess að hita vöruna ekki óþarflega mikið.

Notið afgangslitinn sem eftir er í hanskanum til að strjúka yfir hné, ökkla, olnboga og hendurnar og andlit. Passið að gera krumlu á puttana svo hnúarnir verði ekki hvítröndóttir.

Notið annað hvort þéttan farðabursta eða hanskann til að bera á andlitið í litlu magni og passið að beina brúnkunni á þau svæði sem þið viljið draga inn og setjið aðeins lítið lag í kringum munninn t.d. Passið svo að þurrka yfir augabrúnirnar eftir ásetningu svo að þær litist ekki líka. 😊

Bíða í 1-3 tíma og skola svo af.

Leyfið brúnkukreminu að þorna alveg áður en þið klæðið ykkur í létt og laus föt. Sleppið helst brjóstahaldaranum meðan þið leyfið brúnkunni að vinna. Eins og áður segir þá getur þú verið með St. Tropez Express froðuna í 1-3 tíma eftir því hversu djúpa brúnku þú vilt, en þú getur líka sofið með hana og fengið sömu niðurstöðu og eftir 3 tíma.

Ef þú vilt enn dýpri brúnku þá mælum við með því að bera annað lag daginn eftir. Skolið svo brúnkuna af í sturtu, ekki of heitri og ekki of kaldri. Dúmpið svo húðina þurra eftir sturtu, alls ekki nudda hana eða þurrka of harkalega.

Hér má sjá leggina mína eftir að hafa beðið með St. Tropez Express froðuna í 3 tíma 🙂 eru leggirnir ekki lengur bláleitir og næstum gegnsæir heldur gullnir.

Raki

Verið svo dugleg að bera á ykkur líkamskrem dagana eftir á til að halda húðinni mjúkri og góðri, því þurrari sem húðin er því líklegri er hún til að flagna og verða flekkótt. Olíulaust krem ætti að verða fyrir valinu (leitið frekar eftir innihaldsefnum eins og Shea smjöri t.d.) þar sem að olía brýtur niður DHA.

Vonandi hjálpar þetta blogg ykkur að ná jafnari og fallegri lit sem endist lengur😊

Fleiri St. Tropez vörur

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *