Allt um EGF og nýja merkið okkar Skincell

Það eru varla hægt að gefa út Beautybox nema kynna í því nýja, spennandi og framúrskarandi vöru og því er einstaklega skemmtilegt að kynna fyrir ykkur nýja suður-kóreska vörumerkið Skincell sem kom til okkar í lok síðasta árs.

Egf í húðvörum

Árið 1986 hlutu Dr. Stanley Cohen og Dr. Rita Montalcini Nóbelsverðlaun í lífeðlisfræði/læknisfræði fyrir uppgötvun sína á EGF eða Epidermal Growth Factor. Þessi mikilvægi frumuvaki finnst náttúrulega í líkamanum okkar, og þar á meðal í húðinni okkar og þjónar lykilhlutverki í að stýra vexti húðfrumna og heilbrigði húðarinnar. Með aldrinum minnkar okkar eigin framleiðsla á EGF sem leiðir til þess að húðin missir kollagen og elastín og öldrunarmerki byrja að koma fram. Megintilgangur EGF er að lækna húðina okkar með því að stuðla að DNA nýmyndun og frumufjölgun.

EGF í húðvörum hefur þó einnig verið notað til að koma í veg fyrir og draga til baka ótímabæra öldrun húðarinnar því húðvörur sem innihalda frumuvaka stuðla að nýmyndun á kolalgeni og elastíni á frumustigi og veita húðinni alhliða endurnýjun. EGF styður einnig við húðvörnina og aðstoðar húðina að halda raka betur, ásamt því að vinna gegn litabreytingum í húð bæði að völdum öra frá bólum eða litabreytingum vegna sólar eða aldurs.

EGF er innihaldsefni sem enn þann dag í dag er frekar sjaldgæft en á næstu árum er líklegt að það komi til með að verða jafn útbreitt og retinólið og hýalúronsýran. Ef þið pælið í því þá var einu sinni var bara til eitt hýalúronsýruserum, en nú finnst innihaldsefnið í nær allstaðar. Allt EGF er þó ekki eins þar sem mörg af þeim eru ræktuð úr bakteríum sem veldur því að óæskileg efni fljóta með í uppskeru EGF sem leiðir til þess að efnið brotnar hratt niður og verður óskilvirkt. Betri kostur er því að leita af EGF sem ræktað er úr plöntum, eins og Skincell EGF-ið sem ræktað er úr rísplöntu og skilar því hreinasta EGF sem völ er á.

aðeins 10 innihaldsefni

Skincell serumið er einstaklega hrein vara en hún inniheldur aðeins 10 innihaldsefni, hún er alveg án rotvarnarefna, olía, alkahóls, ilm og litarefna og er EGF milt innihaldsefni sem hentar öllum húðtegundum. Skincell serumið inniheldur þó eiinig önnur frábær innihaldsefni sem gera þessa blöndu einstaka:

Adenosín sem er mikilvægt efnasamband í líkama okkar sem gegnir nauðsynlegu hlutverki frumuboða. Það hefur græðandi áhrif, vinnur gegn roða og bólgum og hjálpar til við að veita húðinni orku. Adenosín gegnir einnig hlutverki við að örva kollagenframleiðslu húðarinnar og hjálpar henni þannig að varðveita stinnleika og mýkt og dregur að auki úr hrukkum og fínum línum.
Beta-glúkan sem er fjölsykra sem er gífurlega rakagefandi og hefur einnig sefandi áhrif á húðina, dregur úr roða og róar viðbragðsmikla húð. Og snjósvepp (La: tremella fuciformis) er ríkur af andoxunarefnum og ver húðina gegn skemmdum af völdum sindurefna. Að auki er hann ríkur af náttúrulegri hýalúrónsýru sem gerir hann að öflugum rakagjafa og styður snjósveppur einnig við framleiðslu á kollageni og elastíni í húðinni. Saman mynda þessi innihaldsefni einstaklega rakagefandi, milda en virka húðvöru.

Serumið er borið á hreina húðina, kvölds og/eða morgna og gengur létt og silkimjúk formúlan hratt inn í húðina. Þar sem serumið er hannað til notkunar kvölds og morgna þá hentar það einnig vel undir farða. Varist þó hreinsa húðina með hreinsiolíu eða hreinsivörum sem innihalda olíur, því olía brýtur niður EGF-prótínið.

Skincell

Skincell er sem áðurnefnt frá Suður Kóreu og vinnur merkið náið með KvGMP rannsóknarstofunni í Pohang City í Suður Kóreu og með vísindamanninum Dr. Kwon Tae-Ho forstjóra Genecell Biotech í þróun á framleiðslu EGF í rísplöntu. Rannsóknarstofan er samvinnuverkefni ríkis Suður Kóreu og einkageirans til þess að þróa prótein og bóluefni og er Dr. Kwon Tae-Ho virtur þar í landi og hefur birt yfir 60 vísindatengdar greinar frá rannsóknum sínum.

Við erum þeirrar gæfu njótandi að vera ein fyrsta verslunin til þess að selja þetta frábæra vörumerki í hinum vestræna heimi en enn sem komið er fást vörurnar aðeins í Suður Kóreu og á Íslandi, en það er skemmtilegt að segja frá því að íslensku hjónin Kristinn D. Grétarsson og Ingibjörg Bergmann hafa gert samstarfssamning við Skincell um dreifingu á vörunum í Bandaríkjunum og Evrópu svo það líður ekki á löngu þar til vörurnar verði meira þekktar, já og fleiri vörur bætast við vörumerkið.

Fyrir áhugasama, eða þau sem kunna kóresku þá er hægt að skoða kóresku vefsíðu Skincell HÉR.

Skincell

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *