Augabrúna sýnikennsla

Í sýnikennslu vikunnar fórum við yfir þrjár leiðir til að fylla í augabrúnirnar. 

Létt mótaðar augabrúnir

Fyrir

Eftir

Fyrsta leiðin er góð fyrir þær sem vilja ekki hafa of mótaðar augabrúnir en vilja samt sem áður fylla aðeins inní þær. Við notuðum augabrúnablýant frá Sensai í litnum Taupe Brown. Til að fá látlausan lit í augabrúnirnar þá strjúkum við pennanum létt fram og til baka í augabrúnunum.

Athugið að það var verið að endurbæta augabrúnablýantana frá Sensai og heitir nú vinsælasti liturinn sem áður hét EB01 – EB02 Warm Brown. Nýju fyllingarnar passa í gömlu pennana.

Mótaðar augabrúnir

Fyrir

Eftir

Önnur leiðin er til að móta augabrúnirnar vel. Fyrst notum við Estée Lauder The Multitasker augabrúnablýantinn í litnum Brunette til að móta brúnirnar. Við byrjum á því að gera línu fyrir ofan augabrúnirnar, næst gerum við hárstrokur í sömu átt hárin liggja. Því næst gerum við létta línu undir augabrúnirnar og gerum aftur hárstrokur upp á við fremst í augabrúnunum.

Til að gefa vídd í brúnirnar notuðum við svo litað augabrúnagel frá Estée Lauder, við notuðum litinn Light Brunette. Flott er að nota aðeins ljósara augabrúnagel en augabrúnahárin þín eru.

Náttúrulegar augabrúnir

Fyrir

Eftir

Þriðja leiðin er svo með lituðu augabrúnageli. Við notuðum Max Factor Brow Revival í litnum Dark Blonde. Mikilvægt er að passa að reyna aðeins að greiða í gegnum hárin en ekki snerta húðina. Samt sem áður reyna að ná öllum litlu hárunum og greiða þau upp. Hárin grípa litinn og þetta gefur okkur fallegar náttúrulegar augabrúnir.

Ef þér finnst ennþá vanta einhversstaðar í augabrúnirnar er hægt að fara með blýant á þau svæði sem þarf. Í lokin sýndum við það og notuðum Smashbox Brow Tech Matte í litnum Taupe. Þá gerum við hárstrokur þar sem okkur finnst vanta.

Módel: Katarína Sif

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *