Rakabombu Beautyboxið

Við viljum byrja á því að þakka fyrir frábærar viðtökur á Rakabombu Beautyboxinu okkar og öllum kveðjunum sem við höfum fengið í sambandi við verslunina :). En fyrir þau sem að hafa enn ekki heyrt þá vinnum við dag og nótt að því að setja upp verslun á Langholtsveg 126.

Það er hægt að koma og sækja hjá okkur strax á meðan við vinnum í húsnæðinu, alla virka daga frá 11-18. Þið eruð ástæðan fyrir því að við erum að fara að opna verslun og þó svo að hún sé ekki tilbúin þá höfum við svo lengi fundið fyrir því að þið viljið koma að sækja hjá okkur. Þar af leiðandi, og þó svo að verslunin sé ekki tilbúin þá langaði okkur að bjóða strax upp á að sækja til okkar. Leyfa ykkur að fylgjast með og sjá verslunina myndast. Þannig fáið þið að vera smá með okkur fjölskyldunni í ferlinu.

Það er líka svo ótrúlega gaman að fá loksins tækifæri til þess að hitta ykkur og spjalla. Það er hægt að versla hjá okkur og greiða með korti eða pening og ykkur vantar aðstoð þá gerum við að sjálfsögðu okkar besta að aðstoða ykkur þegar þið kíkið í heimsókn, en við erum aftur á móti ekki komin með prufur af öllu og ekki fullkomna aðstöðu 🙂 en ekki hika við að kíkja til okkar.

Við ætlum að fara vel og vandlega yfir vörurnar í Rakabombu Beautyboxinu á næstu dögum og ætlum við að gera sér blogg fyrir allar vörurnar, en til að byrja með mælum við með því að horfa á sýnikennsluna hennar Ingunnar Sig okkar hér fyrir neðan sem kynnir vörurnar fyrir ykkur.

Vörurnar sem voru í Rakabombu Beautyboxinu eru á 10% afslætti þar til að næsta box kemur út í byrjun desember með kóðanum RAKABOMBA.

Í Rakabombu Boxinu leyndist

1 stk Face Halo Originals

Face Halo er byltingarkenndur farðahreinsir sem notar örtrefjar til að hreinsa farða af aðeins með vatni. Face Halo er eiturefnalaus og margnota og kemur í stað 500 einnota farða/blautklúta.

Baby Foot Moisturizing Foot Mask

Djúpnærandi rakamaski sem að gerir fæturnar þínar einstaklega mjúka. Ásamt kollageni og rakagefandi hyaluronic sýru inniheldur maskinn 14 mismunandi náttúruleg efni sem að næra húðina og gefa henni einstakan raka.

Lúxuspruf af Origins – Drink Up™ Intensive – Overnight mask to quench skin’s

ótrúlega næringaríkur nætur rakamaski sem umlykur húðina samstundis með raka og heldur húðinni mjúkri og rakamikilli í 72 klukkustundir.

Lúxusprufa af Becca – Skin Love Glow Elixir –

Ljómaserum sem má nota áður en rakakrem er sett á húðina, eða sem primer, búst fyrir húðina yfir daginn, undir sheet-maska eða jafnvel á varirnar.

John Frieda hármaski.

John Frieda – Miracle Drops Damage Mask – Djúpnæring í ferðaeiningu sem vinnur á skemmdu hári sem brotnar eða klofnar auðveldlega. Inniheldur rakagefandi E-vítamín olíu sem styrkir hárið og gefur því fallegan gljáa. Eða  John Frieda – Miracle Drops Frizz Maski  – Rakagefandi djúpnæring í ferðaeiningu sem temur úfna og erfiða lokka. Inniheldur Avókadó olíu og hentar vel fyrir gróft hár.

Rakabombu vörurnar

4 thoughts on “Rakabombu Beautyboxið

    • Beautybox.is says:

      Hæhæ 🙂 verðin á boxunum okkar er alltaf 3.990 kr – en því miður er Rakabombuboxið uppselt. Endilega skráðu þig á póstlistann okkar og þá færðu tilkynningu um leið og næsta Beautybox fer í forsölu – sem verður í byrjun desember.

    • Beautybox.is says:

      Hæhæ 🙂 Það er hægt að kaupa allar vörurnar sem voru í boxinu hjá okkur en Rakabombuboxið sjálft er uppselt og kemur ekki aftur. Næsta box kemur í byrjun desember og hefur annað þema 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *