Um Beautybox

**Þar sem þú ert í fyrsta sæti**

Beautybox er snyrtivöruverslun í Síðumúla 22 og netverslun.

Beautybox er fjölskyldufyrirtæki en hugmyndin um mánaðarlegt Beautybox varð til í fjölskylduferðalagi um Snæfellsnesið árið 2016. Hugmyndin vatt heldur betur upp á sig og netverslun Beautybox.is opnaði 17. ágúst árið 2017. Í febrúar 2019 opnuðum við fyrstu verslunina okkar á Langholtsvegi 126 og í júní 2022 fluttum svo í stærra og glæsilegra húsnæði í Síðumúla 22.

Við elskum snyrtivörur, þjónustu, dekur og okkur þykir fátt skemmtilegra en að taka á móti ykkur og aðstoða ykkur við snyrtivörukaupin.

Beautybox selur aðeins vörur sem koma frá viðurkenndum heildsölum eða beint frá merkjunum sjálfum, og hefur alltaf gert.

 

Gildin okkar

Persónuleg og framúrskarandi þjónusta

Við leggjum alla okkar áherslu á persónulega og framúrskarandi þjónustu. Hvort sem það er í verslun eða netverslun þá gerum við okkar allra besta til þess að mæta viðskiptavinum okkar og þeirra þörfum. Við bjóðum upp á ráðgjöf bæði í verslun og netverslun og einnig förðun.

Valdefling og vellíðan

Við trúum því að snyrtivörur eiga að veita okkur ánægju og valdefla okkur. Við leggjum áherslu á að draga fram fegurð en ekki hylja galla – því við erum öll falleg á okkar einstaka hátt. Í rannsókn Edith Cowan háskólans kom fram að 253 konum af 300 þótti valdeflandi að bera á sig varalit fyrir fund. Snyrtivörur veita okkur líka ánægju og dekur, það er fátt betra en að fara í gott bað og bera á sig dásamlegt krem eftir á.

Þekking og fræðsla

Mörgum þykja snyrtivörukaupin flókin, það er mikið í boði og mikið af upplýsingum. Við sérhæfum okkur aðeins í snyrtivörum og leggjum áherslu á að fræða og skemmta viðskiptavinum okkar. Sem dæmi gefum við út Beautybox 4x á ári og erum dugleg að deila fróðleik á samfélagsmiðlum og blogginu okkar.

Tribus ehf
Pósthólf 9393
129 Reykjavík
Ísland
Sími: 547-0700
VSK númer: 127445
Email: beautybox@beautybox.is

Greiða með millifærslu í heimabanka: Vinsamlegast notið pöntunarnúmer sem skýringu með greiðslunni. 
Bankanúmer 0133-26-60400 Kt: 520916-0400 – Tribus ehf.

Hægt er að greiða með korti, millifærslu, Netgíró og Pei bæði í vefverslun og í versluninni.

 

Beautybox styrkir eftirfarandi málefni: 

Heimsforeldra Unicef
Regnbogavini Samtaka 76
Kvennaathvarfið