Um Beautybox

**Þar sem þú ert í fyrsta sæti**

Beautybox er snyrtivöruverslun í Síðumúla 22 og netverslun.

Beautybox er fjölskyldufyrirtæki en hugmyndin um mánaðarlegt Beautybox varð til í fjölskylduferðalagi um Snæfellsnesið árið 2016. Hugmyndin vatt heldur betur upp á sig og netverslun Beautybox.is opnaði 17. ágúst árið 2017. Í febrúar 2019 opnuðum við fyrstu verslunina okkar á Langholtsvegi 126 og í júní 2022 fluttum svo í stærra og glæsilegra húsnæði í Síðumúla 22.

Við elskum snyrtivörur, þjónustu, dekur og okkur þykir fátt skemmtilegra en að taka á móti ykkur og aðstoða ykkur við snyrtivörukaupin.

 

Gildin okkar

Persónuleg og framúrskarandi þjónusta

Við leggjum alla okkar áherslu á persónulega og framúrskarandi þjónustu. Hvort sem það er í verslun eða netverslun þá gerum við okkar allra besta til þess að mæta viðskiptavinum okkar og þeirra þörfum. Við bjóðum upp á ráðgjöf bæði í verslun og netverslun og einnig förðun.

Valdefling og vellíðan

Við trúum því að snyrtivörur eiga að veita okkur ánægju og valdefla okkur. Við leggjum áherslu á að draga fram fegurð en ekki hylja galla – því við erum öll falleg á okkar einstaka hátt. Í rannsókn Edith Cowan háskólans kom fram að 253 konum af 300 þótti valdeflandi að bera á sig varalit fyrir fund. Snyrtivörur veita okkur líka ánægju og dekur, það er fátt betra en að fara í gott bað og bera á sig dásamlegt krem eftir á.

Þekking og fræðsla

Mörgum þykja snyrtivörukaupin flókin, það er mikið í boði og mikið af upplýsingum. Við sérhæfum okkur aðeins í snyrtivörum og leggjum áherslu á að fræða og skemmta viðskiptavinum okkar. Sem dæmi gefum við út Beautybox 4x á ári og erum dugleg að deila fróðleik á samfélagsmiðlum og blogginu okkar.

Tribus ehf
Pósthólf 9393
129 Reykjavík
Ísland
Sími: 547-0700
VSK númer: 127445
Email: beautybox@beautybox.is

Greiða með millifærslu í heimabanka: Vinsamlegast notið pöntunarnúmer sem skýringu með greiðslunni. 
Bankanúmer 0133-26-60400 Kt: 520916-0400 – Tribus ehf.

Hægt er að greiða með korti, millifærslu, Netgíró og Pei bæði í vefverslun og í versluninni.

 

Beautybox styrkir eftirfarandi málefni: 

Heimsforeldra Unicef
Regnbogavini Samtaka 76
Kvennaathvarfið