Hvað er Retinol og af hverju var Elizabeth Arden Retinol í NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar?

Þeir sem fylgjast vel með hafa kannski heyrt talað um Retinol áður en ekki þorað að prófa né séð ástæðu fyrir því að bæta við enn einni vöru í húðrútínuna sína. En ef það er eitthvað innihaldsefni sem er MAGNAÐ þá er það Retinol sem er klíníska nafnið á A vítamíni.

Elizabeth Arden Retinol serumið er svo mögnuð vara að ég skil einfaldlega ekki af hverju hún rýkur ekki úr hillunum okkar og því báðum við um hana í boxið því þetta er svo sannarlega vara sem okkur langar að kynna fyrir ykkur.

Hvað er svona magnað við Retinol?

Retinol er eitt af fáum innihaldsefnum sem hefur verið klínískt sannað að hjálpi húðinni að hægja á ótímabærri öldrun hennar sem og minnka hrukkur. Innihaldsefnið var fyrst notað til þess að aðstoða við bóluvandamál og er það enn ein áhrifaríkasta leiðin til þess að tækla bólur, en rannsóknir sýna einnig fram á að Retinol sé eitt besta anti-ageing innihaldsefnið.

Frá um 25 ára aldri þá endurnýja húðfrumurnar okkar sig á ca 28 daga fresti, en því eldri sem við verðum því lengur tekur það húðfrumurnar að endurnýja sig og getur það tekið húðina 50-70 daga að ganga í gegnum sama ferli og þegar við erum yngri. Með þessum hægari efnahvörfum þá verður húðin oft þurrari, grárri og hrukkóttari.

Retinol hjálpar húðfrumunum að hraða þessu ferli svo að yfirbragð hennar verður fallegra en einnig hvetur það kollagen myndun í húðinni, en kollagenið ber ábyrgð á því að húðin sé slétt, stinn og sterk. Með því að nota retinol ertu ekki aðeins að koma í veg fyrir hrukkur, heldur einnig að vinna á þeim hrukkum og fínum línum sem eru nú þegar mættar.

Það sem retinol gerir ólíkt mörgum öðrum anti-ageing innihaldsefnum er að það fer dýpra ofan í húðina og vinnur sig frá botninum og upp. Þess vegna er mikilvægt að hafa í huga að það getur tekið smá tíma að sjá virknina. Retinol er ekki innihaldsefni eins og td hyalúronic acid sem að plumpar húðina og gefur þér samstundis fallegra útlit heldur sérðu í alvöru muninn eftir 30-70 daga þegar að húðin hefur endurnýjað sig. Með reglulegri notkun í lengri tíma má svo sannarlega sjá mikinn mun. Þetta er maraþon en ekki spretthlaup.

HVernig á að nota Retinol?

Hylkið er opnað með því að snúa upp á stútinn.

Lúxusprufan sem var í boxinu

 

Mikilvægast er að byrja að nota Retinol hægt. Retinol er þekkt fyrir að valda húðinni óþægindum og getur hún orðið þurr, flagnað og orðið pirruð. Hér er mikilvægt að hafa í huga að þetta er eðlilegt á meðan húðin er að venjast þessum hraðari efnaskiptum. Til að forðast þessi óþægindi þá mælum við með að byrja að nota Retinol þriðja hvern dagog ef að þú færð engin viðbrögð þá getur þú bætt við dögum. Ath ef þú verður viðkvæm/ur þá mælum við ekki með því að hætta notkun nema að viðbrögðin séu extra slæm, sérfræðingar mæla með því að halda áfram notkun en minnka notkun niður í færri daga á  viku til þess að komast í gegnum aðlögunarferlið, því þegar þú ert komin yfir þennan þröskuld þá eru áhrifin dásamleg.

Retinol skal nota á kvöldin á hreina húð og fylgja eftir með næturkremi. Sumir segja að það verði að fara á þurra húð og þá minnkarðu líkurnar á því að húðin verði pirruð, en það eru engar klínískar sannanir á þessu. Þegar ég nota retinol þá set ég á mig hyalúron serum fyrst þar sem ég get verið með þurra og viðkvæma húð, næst retinolið og leyfi því aðeins að fara inn í húðina meðan ég bursta tennurnar og tek mig till fyrir háttinn en svo fylgi ég eftir á með næturkremi og oft einnig næturmaska og olíu. En það er auðvitað smá Next Level en ég mæli allavega með því að nota gott næturkrem sérstaklega ef þú átt það til að vera þurr.

Mikilvægt er að nota sólarvörn daginn eftir að Retinol er notað því húðin getur orðið viðkvæmari í sólinni við notkun. Reyndar er mikilvægt að nota sólarvörn alla daga, alltaf eins og við höfum svo oft talað um .

Athugið að Retinol má ekki nota á meðgöngu og með brjóstagjöf einfaldlega vegna þess að það er form af A vítamíni.

Elizabeth Arden Retinol Ceramide Capsules Line Erasing Night Serum

Retinol hylkin innihalda sannkallaða anti-ageing bombu! Retinol, seramíð, peptíð (meira um þau innihaldsefni síðar!) og avokadó olíu. Ástæðan fyrir því að serumið er í hylkjum (sem eru 100% niðurbrjótanleg í náttúrunni) er út af því að Retinol er einstaklega viðkvæmt fyrir ljósi og súrefni og er því serumið 76% öflugri en margar aðrar formúlur sem eru ekki í sama formi.

Hvað gerir serumið:

  • Minkar útlit fínna lína og hrukkna
  • Gefur húðinni fallegra yfirbragð
  • Gerir húðina bjartari og gefur henni ljóma
  • Minnkar ásýnd húðhola
  • Minnkar útlit ellibletta og litabreytinga

Serumið gefur húðinni einnig raka en formúlan er sögð vera ekki þurrkandi þökk sé samsetningu á innihaldsefnum. Við mælum samt sem áður með því að byrja hægt og bæta svo við dögum.

Notkunarleiðbeiningar – Notið eitt hylki á kvöldin á hreina húð og berið á andlit og háls á undan næturkremi. 

Að lokum þá langar okkur að benda ykkur á Seramíð og C-vítamín hylkin frá Elizabeth Arden en þessar vörur eru hreint út sagt frábærar og eiga svo sannarlega mikið inni.

Elizabeth Arden Retinol

C vítamín og Ceramide hylkin frá Elizabeth Arden

Texti: Íris Björk Reynisdóttir
Myndir: Ingunn Sig

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *