Ferskjulituð augnförðun – sýnikennsla

Í sýnikennslu vikunnar ákvað ég að gera frísklega húð og litaglaða augnförðun með fallegu Smashbox LA Cover Shoot pallettunni.

Í sýnikennslu vikunnar ákvað ég að gera frísklega húð og litaglaða augnförðun með fallegu Smashbox LA Cover Shoot pallettunni.

Mér finnst undirbúningur húðarinnar ávalt vera það mikilvægasta fyrir hverja förðun, ég ákvað að nota Nip+Fab Kale Fix andlitskremið. Þetta krem hentar öllum húðtýpum, veitir húðinni góðan raka, jafnar áferð og gefur húðinni ljóma. Fullkomið undirbúningskrem fyrir förðun.

Farðinn sem ég valdi var Becca Aqua Luminous Perfecting Foundation sem veitir miðlungsþekju og svo fallegan ljóma. Ég hélt mig í sömu línu og notaði einnig Becca Aqua Luminous Perfecting hyljarann, þessi hyljari veitir létta þekju og er fullkominn þegar þú vilt ekki finna fyrir því að þú sért með hyljara en samt sem áður þekur hann misfellur í húðinni.

Ætli Becca Shimmering Skin Perfector Liquid sé ekki bara ein af mínum uppáhalds vörum, enn og aftur nota ég tvo liti af þessari vöru. Champagne Pop fyrir bringuna, til að gefa örlítinn lit og ljóma. Moonstone á andlitið til að draga fram háu punktana eins og kinnbeinin, örlítið efst á nefbeinið og efri vörina.

Ég ákvað að nota varalitinn Rimmel The Only One Matte í litnum Keep it Coral sem kinnalit, það er ávallt hægt að nota varaliti á þennan hátt og  smá tips er að setja örlítið af kinnalitnum yfir nefið til að fá ennþá frísklegra útlit.

Eina púðrið sem ég notaði var svo Becca Soft Light Blurring Powder og setti ég aðeins lítið magn af því á þá staði sem ég vildi ekki of mikinn ljóma. Oft er gott að nota lítinn bursta við ásetningu púðurs, ég notaði Bobbi Brown Eye Blender burstann en hann passar það að ég noti minna af púðri og enda því ekki með svokallaða púðuráferð.

Augnförðunin er litaglöð, en ég notaði aðeins tvo liti og er hægt að finna þá báða í Smashbox LA Cover Shoot pallettunni. Það þarf ekki alltaf að nota marga liti á augun en oft er hægt að vinna með aðeins tvo liti og leika sér að byggja þá upp.

Á varirnar notaði ég Max Factor Colour Elixir varablýantinn Pink Pearl og Max Factor Colour Elixir Cushion varaglossinn í litnum Sheer Spotlight. Þetta combo er eitt af mínum uppáhalds fyrir náttúrulega fallegar brún-bleikar varir.

Til þess að láta svo förðunina endast spreyjaði ég Nip+Fab Illuminating Fixing Mist yfir andlitið.

Húð

Augu, augabrúnir og varir

Burstar

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *