HYPE Beautyboxið

Í desember árið 2017 gáfu spenntir leikmenn út sitt fyrsta Beautybox, full vonar og spennu. Liðin eru 6 ár, leikmenn eru orðnir fagmenn, en höfum við enn alveg jafn gaman að þessu og þegar við fyrst byrjuðum. Boxin eiga sér marga aðdáendur sem keppast um að ná því takmarkaða magni sem er í boði og gefum við ekkert eftir þegar við veljum vörurnar í boxin. Markmiðið okkar er einfalt, boxið þarf alltaf að vera spennandi, vörurnar framúrskarandi og allt sem fylgir því skemmtilegt.

Boxin seljast vanalega upp á örskömmum tíma og höfum við oft verið spurð af hverju við gefum ekki út fleiri box. Ástæðan er einföld, með því að halda magninu takmörkuðu, þá náum við að hafa vörurnar spennandi, gæðin á vörunum framúrskarandi og auðvitað spennuna mikla :).

Sýnikennsla

Sif Bachmann fór yfir vörurnar í Beautyboxinu með okkur á samfélagsmiðlum, en þeir sem misstu af því, eða vilja horfa aftur geta horft á hana hér fyrir neðan 🙂

Að því sögðu kynnum með stolti nýjasta Beautyboxið okkar – HYPE Beautyboxið. Vörurnar í Hype Beautyboxinu eiga það sameiginlegt að rjúka úr hillunum, vera vinsælar á samfélagsmiðlum og hafa ákveðin X-factor sem vekur athygli. Í Hype Beautyboxinu leyndust 6 vörur, þrjár í fullri stærð og þrjár lúxusprufur og var boxið að andvirði 14.815 kr.

 Afsláttarkóðinn HYPE gefur 20% afslátt af vörunum í boxinu þar til næsta Beautybox kemur út.

Í HYPE Beautyboxinu leyndist:

 Plump It! – Volumising Lip Plumper í fullri stærð
 St. Tropez – Luxe Body Serum 30ml lúxusprufa og Velvet Luxe Applicator Mitt í fullri stærð
 Sisley Paris – Black Rose Cream Mask  10ml lúxusprufa
Gosh Copenhagen – Brow Lift Lamination Gel í fullri stærð
 Hair Rituel by Sisley Paris – Precious Hair Care Oil 10ml lúxusprufa

Við fórum betur yfir hverja og eina vöru í HYPE Beautyboxinu á blogginu okkar þar sem við förum betur yfir vörumerkið, vöruna sem leyndist í boxinu og hvernig við mælum með því að nota vörunar. Við mælum með að kíkja:

Plump it! – ái eða æði?

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Plump it! vörurnar mættu í Beautybox fyrr [...]

Fagurfræði og gæði Sisley Paris

Í febrúar á þessu ári fengum við til okkar franska hágæðamerkið Sisley Paris og er [...]

Feikaðu það – þangað til þú meikar það ! – hvar er sólin?

Undirrituð svaraði viðtali við Fréttablaðið á sínum tíma sem bar yfirskriftina „Myndi aldrei ganga í [...]

Hárvörumerkið sem hefur unnið til yfir 180 verðlauna á 5 árum.

Árið 2018 gaf Sisley Paris út nýtt hárvörumerki sem þau skýrðu Hair Rituel by Sisley [...]

Oh my GOSH ! andlitslyfting á tveimur mínútum

Sápubrúnir hafa svo sannarlega verið mikið HYPE síðustu árin og átti því Gosh Copenhagen Brow [...]

1 thoughts on “HYPE Beautyboxið

  1. Sigurjóna Kristinsdóttir says:

    Er eitthvað af eldri boxunum enn í sölu ? Get ég fengið tilkynningu þegar nýtt box kemur ?
    Takk fyrir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *