Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um snyrtivörur

Okkur finnst alltaf gaman að lesa um snyrtivörur svo við tókum saman nokkrar skemmtilegar staðreyndir.

  • Estee Lauder er sögð hafa misst ilmvatnið sitt „óvart“ í miðri stórverslun verslun á háannatíma. Konunum í búðinni líkaði ilmurinn svo vel að þær komu upp að henni og spurðu hana um ilminn. Þannig náði hún sér í fyrstu kúnnana.

  • Sala á varalitum eykst þegar það er kreppa – og líka á rigningardögum. „The lipstick effect“ er kenning sem segir að þegar að neytendur kaupa minna af dýrari lúxusvörur eins og t.d. skartgripum þá kaupa þeir frekar ódýrari lúxusvörur svo sem varaliti.
  • Naglalakkið er sagt eiga upprunna sinn í Kína og hafa fundist minjar af naglalakki síðan 3.000 árum fyrir Krist. Naglalakkið var búið til úr býflugnavaxi, eggjahvítum, acacia gum og lituðu púðri.
  • Hvala gubb (já þú last rétt) eða öðru nafni Ambergris hefur lengi verið notað sem innihaldsefni í dýrum ilmvötnum því að það lætur lyktina endast lengur. Grammið af því getur kostað allt að 200 USD.

  • Coco Chanel er ástæðan fyrir því að tan komst í tísku, en hún setti það trend óvart í gang þegar að hún fór í sumarfrí um 1920 til Frakklands kom til baka brún. Eftir það byrjuðu snyrtivöru merki að keppast við að framleiða gervibrúnku.
  • Fyrsta vara snyrtivörumerkisins Benefit, Benetint sem er vara-og kinnalitur var upphaflega fundinn upp til þess lita geirvörtur á nektar dansmeyjum.
  • Hefurðu einhverntíman velt fyrir þér hversu lengi snyrtivaran þín endist? Á flest öllum snyrtivörum er lítil dolla með númeri á. Númerið táknar hversu marga mánuði þú mátt nota vöruna eftir að hún er opnuð.

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *