Sensai Bronzing Gelið notað á 4 vegu

Bronzing Gel er vinsælasta vara Sensai (og Beautybox.is) og það kemur sko ekki á óvart. Bronzing gelið er litað gel sem veitir raka og ljóma, það gefur þér hið fullkomna sólkyssta útlit og er hægt að nota gelið á ýmsa vegu. Við ákváðum að taka saman nokkrar leiðir til að nota gelið og sýna ykkur í nýjustu sýnikennslunni.

Aðferð 1

Fyrst og fremst er hægt að nota gelið eitt og sér til að fríska uppá andlitið dags daglega. Hægt er að nota gelið bæði með bursta eða með höndunum. Passið að draga gelið einnig niður háls og á bringu ef þið eruð í flegnu.

 

Falleg fyrir

Falleg eftir

Bronzing gelið notað eitt og sér + smá hyljari undir augun og kinnalitur.

Aðferð 2 og 3

Til að fá aukna þekju er fallegt að nota Bronzing Gel sem farðagrunn, undir farða. Með þessari aðferð komumst við oft upp með að nota minna af farðanum. Flawless Satin farðinn frá Sensai er tilvalinn yfir gelið og Highlighting hyljarinn undir augun.

 

Einnig er hægt að nota gelið til að skyggja andlitið á eftir farða. Þessi aðferð ýtir undir beinabygginguna, ásamt því að ýkja sólkysst útlit. Við mælum með að nota fluffy bursta í þessa aðferð.

Falleg fyrir

Falleg eftir

Bronzing gelið notað undir farða sem farðagrunnur og einnig til þess að skyggja andlitið. Fullkomið fyrir þær sem vilja aðeins meiri þekju og þær sem vilja náttúrlega skyggingu.

Aðferð 4

Síðasta leiðin sem við sýndum er að nota gelið yfir púður. Við notuðum gelið yfir Sensai Total Finish, púður sem einnig er hægt að nota sem farða. Hér þarf sérstaklega að fara varlega þegar gelið er borið á því við viljum ekki færa til púðrið sem er undir. Við notum því aftur fluffy bursta og stimplum gelinu á, ekki draga burstann. 

Falleg fyrir

Falleg eftir

Brozing gelið notað yfir Total Finish púðrið til að gefa húðinni náttúrulega bronz áferð. Fullkomið til að fríska upp á lookið eftir daginn og fyrir þær sem vilja fulla þekju en ljóma á sama tíma.

Sensai Bronzing Gel er fullkomin vara fyrir sumarið þar sem við kjósum oft léttari förðunarvörur á þessum árstíma. Við hvetjum ykkur til að prófa þessar leiðir og finna hvað hentar ykkur best.

Módel Hera Guðlaugsdóttir

Vörur

Burstar

Rakatvennan frá Sensai var notuð undir allar farðanirnar.

Sensai vörurnar eru ekki bara frábærar heldur líka fallegar á snyrtiborðið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *